Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 64
64
inu, þá er nauðsynlegt að geyma vandlega myndir Arngríms Gísla-
sonar af Baldursheimsfundinum, einkanlega af sverðinu eða jafnvel
því öllu, því hlutirnir skemdust töluvert á leiðinni, og væri því ef til
vill hagkvæmast, að hafa þær myndir til að grafa eptir, heldur en að
gera nýjar, því þær yrðu þessara orsaka vegna sumar ófullkomnari,
einkanlega af þeim hlutum, sem eru úr járni. Menn geta eflaust fengið
fyrir lítið sem ekkert myndir af sumum þeim hlutum, sem eru á safn-
inu ytra, sem áður hafa verið prentaðar og þyrfti líka með tímanum
sérskilda skýrslu yfir það og myndir af sumu. En fyrst er að koma
rekspölnum á þetta allt og sjá um að því helzta sé borgið frá
bráðri eyðileggingu, sem í raun og veru vofir yfir því öllu, nema því
að eins að nærri ófyrirséð hjálp komi sem bráðast.
Eg geri mig vel ánægðan með 50 rd. til fyrir fyrsta heftið, en
viðvíkjandi tillögum mínum til félagsins, þá hefi eg ekki borgað síð-
an 1861, og ekki tekið bækur síðan 1862. Það kom eiginlega út úr
orðakasti milli okkar fyrverandi bókavarðar, Einars prentara, sællrar
minningar, og hefir svona dregist. Eg hefi helzt hugsað mér, að þetta
mætti taka af ritlaunum mínum, þó í tvö skipti, því það er heldur
mikið fyrir mig, eins og ástatt er, að borga það í einu. Þetta held
eg sé sanngjarnt.
Ekki veit eg, hvernig mér gengur, að ná í aldasöng Bjarna
skálds og fleira þess konar, því eg hefi safnað þessum einstöku vís-
um víða að í lángan tíma, svo eg man nú ekki hvaðan. Sjálfsagt er
eitthvað af því úr kvæðasöfnum Jóns Árnasonar, sem eg hafði um
tíma aðgáng að, helzt á meðan eg svaf í sama herbergi og hann,
því bækurnar voru þá í sama herbergi og hægt að ná í þær, en
síðan hann giftist, þá hefi eg eingan aðgang haft að þeim, því þær
hafa sumpart verið pakkaðar niður eða í læstu herbergi uppi á skóla-
lopti, sem hann hleypir fáum inn í, nema gamla Páli, sem allt af er
að binda fyrir hann, og sem hefir skrifað registur framan við flestar
hans kvæðabækur, og væri því helzt reynandi við hann. Jón er líka
miklu verri viðfangs í seinni tíð en áður, og það er með naumindum
að eg fæ að tala við hann um það nauðsynlegasta viðvíkjandi safn-
inu. Þér hafið víst orðið varir við það sama. Svo eg býst því við, að
eg verði liðléttur í þessu máli, því eg hefi viljað sjá ýmislegt í hans
bókum og ekki getað komizt að þeim, eða séð mér fært að reyna
það. Hafið þér annars reynt til við hann sjálfan, að fá registur yfir
kvæðabækurnar ? Mér finst það meinsemi að neita því, það er fljót-
gert, ef það er gert með hans leyfi, en annars varla hægt, að eg
held; eg finn að það er nauðsynlegt í mörgu tilliti.
Eg sleppi fornaldar-búskapnum. Eg skrifaði yður þetta hinseginn