Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 67
67
stendur svo á því, að í haust kom eg til Stephens prófessors. Hann
fékk mér þá til forngripasafnsins 5 rd., og sama kvöldið kom til hans
A. W, Franks, umsjónarmaður við British Museum og fékk mér 25 rd.
til safnsins lika. Hjaltalín landlæknir hafði skrifað honum og sagt hon-
um frá safni þessu. Eg gaf honum tvö exemplör af skýrslunni, sem
hann bað um. Mér þætti vænt um, ef þjer vilduð segja Hjaltalín
frá, þegar þér hafið fengið sendinguna, og að þakka Franks yðar og
safnsins vegna. Stephens gætið þér skrifað sjálfur ef yður sýndist.
Annars get eg eða einhver skilað því. Það er verst, að við höfum
enga talsmenn útum heiminn, því ef það væri, þá mundi margt nást
meira en nú. — Eg reyndi að setja klausu í skýrslu Bókmfél. til kon-
ungs um safnið, og sendi Trap Cabinetssekretera afskrift af skýrsl-
unni. Nú tala eg við hann einhvern daginn, og fái eg nokkurt færi,
skal eg nota það, hvað sem gildir. Worsaae mun ekki koma með
neitt ennþá? — Eg hefi þó mörg loforð hans og þeirra. Eg vona líka
það uppfyllist smásaman, en eg held yður væri líka óhætt að pota
dálítið í hann með góðu bréfi og liðlegu.
í sumar vona eg við getum talazt betur við um þetta og ýmis-
legt annað, en eg kveð yður þangað til.
Yðar einlægur vin
Jón Sigurðsson.
11.
Reykjavík 27. Marts 1869.
Háttvirt, góði vin!
Eg þakka yður ástsamlega fyrir bréfið og sendinguna til forn-
gripasafnsins. Eg vildi að þeir vildu halda svona áfram nokkrum sinn-
um, því eingöngu þessir 30 rd. gera þá breytíngu á málinu, að safn-
inu á að vera borgið fyrst um sinn, allra helzt, ef þau góðu stipts-
yfirvöld vildu nokkuð hlynna að því, en þau eru altaf treg í því máli.
Við höfum nú þegar svo mikla penínga, að við getum farið að hugsa
um að útvega safninu húsnæði, sem nú er orðin mesta þörf safnsins,
ef það á ekki að eyðileggjast. — Eg hefi skrifað prófessor Stephens
og sendi eg honum þar með myndir af öllum þeim rúnasteinum, sem
eg hefi myndir af. Eg hefi nefnt við Hjaltalín að skrifa Franks, en eg
veit ekki samt, hvað úr því verður með þessari ferð, því hann er allt
af hálfvitlaus á meðan póstskipið liggur hér og ekkert að reiða
sig á hann.
í vetur hefi eg fengið ýmsa góða hluti til safnsins en ekki marga,
5*