Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 68
68
því á veturna eru líka minstar ferðir — og eg hefi líka fengið ný
loforð fyrir mörgu. — Frá Worsaae hefi eg eingin skeyti fengið, en
það er gott, að maður hefir frá þeim nóg loforð, ef við þurfum að
grípa til þess. Annars liggur ekki á því i augnablikinu, því nú er mest
undir því komið, að tryggja safnið og vernda það, sem komið er, frá
skemdum, og reyna að koma því sómasamlega fyrir, því þá getur
maður fyrst talað djarfara, bæði til þeirra og eins landa okkar; því
varla er að búast við, að menn haldi áfram að gefa safni út í bláinn,
sem er húsnæðislaust, og sem eingum verður sýnt eins og nú er með
safnið. Þegar þetta væri komið í lag, þá ættum við að höggva inn á
Worsaae, því að fyr held eg það sé ekki til annars en nærri því að
auka vandræðin, að fá hluti frá þeim; að sönnu mætti pakka það ofaní
kassa, eins og flesta aðra muni safnsins, en það eru aum neyðarkjör.
Líka er mikið undir því komið, safnsins vegna, að eg geti haldið pín-
una út, og haft efni á að vinna fyrir safnið það sem helzt þarf, því annars
mun því vera hætt. Hér er í augnablikinu mjög hart, bæði með penínga
og annað, og íllt að fá það litla, sem maður á tii góða. Þess vegna
verð eg að segja yður það frómlega, að það er mjög áríðandi og
nærri því lífsspursmál, bæði fyrir mig og safnið, að eg fái, ef mögu-
legt væri með næsta skipi, þá penínga, sem voru óborgaðir fyrir
skýrsluna; — eg skyldi ekki nefna það á nafn, ef eg gæti. —
Hér hafa verið haldnar tombólur bæði handa kaupmanna- og
handverksmanna-sjóðum, og þar á ofan ætla einhverjar háæruverðugar
eða allrar æru verðugar embættismanna-dætur og -konur að halda
tombólu fyrir prestekknasjóðinn í sumar. Þetta er mikið fallegt og
lofsvert, ef eingar af þeim sömu væru þær sömu, sem loflegrar minn-
íngar ætluðu að stofna tombólu fyrir alþíngishúsið. Það á nú svo sem
að setja svart stryk yfir það mál. Það má nú varla nefna það, án þess
menn fari að skyrpa eða bölva. Þarna sjáum við hviklyndi þessarar
þjóðar, og hvernig hún þreifar sig áfram í eins konar svíma. Menn
verða strax leiðir á öllu og vilja helzt hætta við allt, sem hefir staðið
1—2 ár.
Nú bið eg yður að fyrirgefa þessar fáu línur.
Yðar vin
Sigurður Guðmundsson.