Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 71
71 textanum eða málinu þar hjá, í sömu bók, hvaða hús myndin á að tákna. Myndina hef eg. Líka lángar mig mjög til að biðja yður um að útvega mér eptir- mynd af myndinni af Valhöll í Á. M. safninu í Eddu-handriti frá 1680, og hvaðan handritið er. Þetta er mér áríðandi. Hér í bænum hefir allt verið mjög dauft og dýrðarlítið í vetur, öngvar skemtanir, nema tvær tombólur fyrir kaupmenn og hand- verksmannasjóðinn, sem nú er orðinn á 5. hundrað dali. Einhver óvanalegur kuldakur til Dana geisar yfir allt land, og bryddir á hon- um töluvert við og við í blöðunum, framar venju, í smágusum. En þó hefir hann sýnt sig mest í verkinu, í verzlunarsamtökunum; viljann vantar ekki, ef ekki framkvæmdarhyggindin bresta, því sá forni óvin- ur vor, kaupmennirnir, eru slægari en þeir, og munu ekki láta sitt eptir liggja. — Það á að verða dans í skólanum þann 8. Eg hefi von um að öllu forfallalausu, að 4—5 stúlkur fari þangað í nýjum íslenzkum skaut- búníngi, sem þær hafa eptir mínum ráðleggíngum fundið upp og ætla að reyna að hafa sem ballbúníng; búníngurinn er alhvítur, nema kríng- um hálsmálið, og ermarnar fremst, og hér um bil alveg sá forn kirtill að laginu til, með hálfermum (skautermum), svo við hann má hafa bæði men og armhrínga, hann er allur víðari og léttilegri en hinn og á betur við dans; alt sama silfur á að hafa við hann og hinn og eins möttul. Máske maður geti svona smásaman smeygt inn forn- búníngunum með lagi. Eg heyri undir væng hjá dansklunduðu drós- unum hér í bænum, að þeim þykir þetta eins konar óhæfa og »gamla sérvizkan úr mér«, svo eg býst við, að ef af þessu verður, að það dansk-íslenzka og íslenzka kvenfólk lendi í stríði út úr þessu, því þær dönsku hafa gert allt til að spilla þessu með kjaftæði um bæinn og er því komin kergja í hinar. Eg hlakka til að sjá, hvernig kvenþjóðin stendur sig, ef í stríð fer, því þetta er orðið eins konar tegund af frelsis- og þjóðernis-stríði þeirra á milli; varla dettur þetta mál niður með öllu. — Nú hefi eg ekki meira að skrifa að sinni. Fyrirgefið þessar fáu linur. Yðar Sigurður Guðmundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.