Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 74
74
synlegt. En til að geta þetta þarf maður heila bygging fyrir þessi
söfn, enda er beinlínis orðin þörf á henni, því annars getur allt orðið
í veði; enda þarf sú bygging 6—10 ár til að þorna, áður en hún yrði
brúkuð, og þá verður orðin full þörf á þess konar byggingu.
Ekki hefi eg enn fengið nein skeyti frá Worsaae og er það íllt,
því það dót tæki minst pláss, því varla yrði það svo mikið. Líka gæti
það porrað dónana upp, ef þeir sjá, að útlendir hjálpa safninu; en
Danir eru líklega ekki fúsir á eins og stendur að deila við oss kníf
eða kjötstykki, en gott væri að geta haft út úr þeim sem mest, ef
unt væri.
Það gekk mikið vel með kvenbúnínginn nýjasta, sem eg eitt sinn
gat um við yður, og hefir hann gert það að verkum, að margar af
þeim dönsku-skotnu hafa nú farið og ætla að fara á íslenzkan bún-
íng; en hvað varanlegt það verður, er óvíst; það er óreynt enn. Eg
hefi allt af haft líka skoðun og þér, að kvenfólkið sé, ef til vill, úrval-
ið úr okkar þjóð, en hvikular eru þær um of, og föðurlandstilfinning
þeirra er eins og ósjálfráð eða óafvitandi. Þó held eg, að þær séu
eitthvað farnar að hafa ljósari hugmynd um hana en áður, og ekki
mun þurfa mikið til að vekja hana hjá þeim. Þær eru þó farnar
að verða spentar fyrir okkar málefnum, og það töluvert. Það er ekki
að undra, þótt þær séu hvikular, því karlþjóðin er það má ske meira.
Ekki get eg átt við að skrifa lof um þær í Þjóðólfi, því það kann
að misskiljast, vegna þess að Þjóðólfur hefir nýlega skrifað um mig
eins konar lof, kvenfólksins vegna. Eg verð líka að fara varlega, því
eg veit af mönnum, sem bíða eptir hverju bezta tækifæri til að gera
aðgjörðir minar í þessu máli vitlausar og hlægilegar, ef unt væri; það
er það eina, sem þessir okkar vinir sumir temja sér og geta. Eg skal
ekki spara að hvetja þær og hjálpa þeim sem eg get og hefi bezt vit á.
Ekki þekki eg kvæði Bjarna skálds og ekki segist Jón Árnason
þekkja það.
Héðan er lítið frétta. Eg held, að Sigfúsi gángi allvel og al-
þýða sjái furðanlega við kaupmönnum; eg hefi ekki enn frétt greini-
lega neitt um það. Kaupmenn eru hálfvitlausir. Ýmsir málsmetandi
alþýðumenn skrifast nú á við Norðmenn; eg hefi séð bréf þeirra. Eg
held, að það sé orðin töluverð alvara í alþýðu; þó sumir betrist seint,
þá verður eitthvað úr þessu brölti. — Hér er byrjað á að byggja 5 hús,
og verða sjálfsagt fleiri, eptir langt rifrildi. Þá höfum við Sverrir
komið því til leiðar, að þjóðvegurinn verður lagður þráðbeina línu á
Öskjuhlíð frá Skólavörðunni, og er búið að leggja nokkuð af honum.
Eg bið yður að muna eptir myndinni af Valhöll og upplýsing-
unni um, hvort maður sér af textanum í Bestiarius, hvaða hús það á