Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 77
77 krapt. Íslendíngar eru furðanlega lauslyndir og vilja allt af helzt hlaupa frá einu til annars, því það er eins og þeir haldi að allt gángi af sjálfu sér; og ef það bregzt þeim, þá fellur þeim allur ketill í eld (en það hlýtur að bregðast). Þó getur verið, að harðindin og sam- gönguleysið, sem kom af illri verzlun, sé mikið orsök í því, en þó varla eingöngu, því þeir fást varla til að skrifa bréf eða svara bréf- um, nema einstöku, og það eptir margar atrennur. Þeir virðast aö vera orðnir miklu daufari en fyrst. Safnið hefir nú 802 nr. í allt. Þaó gengur seint. — Þessi deyfð lýsir sér reyndar í öllu, eða réttara sagt þróttleysi. Verzlunarsamtök Norðlendínga byrjuðu að sönnu stórt, en hafa hjaðnað. Allir þykjast vera kúgaðir af kaupmönnum (og það eru þeir), en enginn held eg sé sá, sem hefir þrek til að vinna það til, að mínka kaffi- og brennivíns-kaup til að losast ögn undan rassinum á kaupmönnunum. Hér vantar enn alla kergju og alvöru, eg vil ekki segja hatur, þótt það sé næst minu skapi. Samt getur það orðið út úr, að gamanið fari að grána, allra helzt, ef Danir fara óvarlega, og var- lega fara heimskir sjaldan. Eg held það sé komin mesta skömm í landsmenn við þá konúngkjörnu. Biskupinn mun verða eitthvað var við það í seinni tíð. Íslendíngabrags-málið hefir vakið megna óánægju hjá alþýðu, bæði hjá körlum og konum, og ekki minnst hjá konun- um. Eg hefi orðið var við bæði fundarhöld og alls konar samdrætti á Norðurlandi út úr því. Þér minnist á félög hérna í Reykjavík. Það er verst, að þótt menn hafi allt, þá vantar vitið. Verkmenn hér eru ekkert, handverksmenn eru þó dálítið. Þeir hafa þó líklega bezt gengið fram í, að koma á stað verzlunarsamtökunurr,; og það var þeim að þakka, að Sigfús komst til Noregs; það er þó dálítið. En það versta er, að þeir tor- tryggja hver annan svo hroðalega, að enginn trúir öðrum. Þeir kepp- ast líka um að smjaðra sig upp við embættismenn af ábatavon og eins við kaupmenn. Þó eru undantekníngar, en fáar. Þá eru tómthúsmennirnir. Þar tekur nú ekki betra við. Þar er ofurmegn heimskunnar og eigingirninnar. Þeir hafa opt reynt að hafa samtök, en eg held allt af til ills og skammar, og þá hefir þeirra samband allt af slitnað, sem reyndar er von, því forínginn er ekki góður. Þér þekkið víst Jón í Hákoti. Hann er búinn að gjöra þá hreint vitlausa út úr spítalalöggjöfinni. Mér lízt mjög illa á það mál og það er undarlegt, að Halldór Friðriksson skuli má ske mest blása að þeim kolum, að æsa vitlausasta flokkinn í því, sem eg held að verst gegni. — Allir þessir flokkar eru svoleiðis, að eg hefi aldrei getað séð ráð til að nota þá verulega til nokkurs gagns eða framkvæmda, og hefi eg oft reynt það, bæði munnlega og eins með að láta lista gánga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.