Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 80
80
og spítalagjaldið. Verslunarsamtökin eru sára dauf, allir þeir heldri,
svo að segja, eru geispandi og sofandi og hirða um ekkert. Eitthvað
eru samt Vestfirðíngar, Húnvetníngar og Borgfirðíngar enn vakandi;
þeir síðastnefndu samt helst, af því að kaupmenn voru svo heimskir,
að senda upp í Borgarfjörð, fyrverandi Skúla Norðdal til að rukka
miskunnarlaust alla syndara þeirra, hann var trúr í því, og stefndi
jafnvel dauðum kerlíngum, að sagt er. Borgfirðíngar drógu að þessu
dár mikið og orktu um ferð Skúla, drápu dróttkveðna. Áður voru
menn búnir að yrkja um hann grýlukvæði, og síðast reistu þeir hon-
um níð vestur hjá Garðhúsum og klæddu út brókarkvísl og skýrðu
Skúla; það var þegar hann var að exikvera spítalagjaldið.
Eg hefi skrifað 4 bréf norður og 2 austur í Múlasýslur til að reyna
að porra menn upp til verzlunarsamtaka, einkum við Norðmenn, því
eg vil þeir fái verzlun kringum allt land og það sem fyrst. Það ger-
ir okkur geigvænlega bæði við kaupmenn og stjórnina, og með þvi
getum við bezt, sem stendur, hefnt okkur á þeim; hér dugar engin
góðmenska. Mikil neyð er að hafa hér ekkert blað, sem neitt dugar,
það þarf að segja sannleikann óskrælaðan, því annars tekur enginn
eftir honum. Ekki ætlast eg samt til, að menn segi allt hugsunarlaust.
Er það satt, að Gröndal sé orðin ein roðatíkin Dana, eins og
Gisli, og jafnvel Jón Ólafsson? Eg er hreint hissa á kynslóðinni; þeir
vilja helzt vera eins og kamarshurðarsnerlar, sem má snúa í allar
áttir. Maður getur eingum treyst.
Fyrirgefið þessar línur.
Yðar
Sigurður Guðmundsson.
18.
Reykjavík 29. Marts 1871.
Góði vin!
Nú sendi eg yður skýrsluna um forngripasafnið, eins og eg síð-
ast sagði að eg mundi gera. Eg hefi vandað hana eins og mér var
unnt, og haft (mér er óhætt að segja) mikið fyrir að smala saman
mörgu af því, sem í henni er. Eg vona að menn geti séð af henni,
að safnið er ekki orðið eins þýðingarlaust fyrir kúltúrsögu landsins
og margir hugsa. í henni held eg finnist töluvert um flesta aðal-
karla- og kvenn-búnínga, sem hafðir voru hér á landi eptir 1500, og