Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 84
84 hvað Borgfirðingar nú gera. Sigfús liggur í rúminu. Einhver hreyfing er i vestanmönnum, og einkum Skagfirðíngum; þeir austan vatna tala um að kaupa Grafaróss-verzlunarhús, en þeir vestan vatna tala um að byggja búð á Sauðárkrók. Þeir hugsa víst um sjálfsverzlun. Að austan heyrist ekkert lífsmark. — Nýja blaðið för á hausinn, það fékkst ekki það hálfa af áskrifendum, sem þurfti. Það er bágt að berj- ast við slíka alþýðu. Nú eru (eins og þér sjáið af Norðanfara nr. 42— 43) konurnar farnar að taka hönd í bagga með, að reyna að halda við þjóðerni voru, máli, búníngi, þjóðlegum nöfnum og fleiru. Það ætti að styrkja þær og hvetja á allar lundir, til að gera sama yfir allt land. Eg hefi skrifað þeim, en það eingöngu mun verka lítið. Opt hefir mér dottið í hug, að leita yðar álits um, hvort ekki væri tiltök til að prenta smám saman fáeina búníngs-uppdrætti, sem væru reyndir og útvald- ir. Það gæti verið í smá-heftum, t. d. 10—12 í hefti. Eg þykist sjá fyrir, að flestir þeir uppdrættir, er eg hefi gert, líði undir lok, ef eg dey, því þeir eru Iítið sem ekkert hirtir, þegar búið er að brúka þá, því flestum þykir hægurinn hjá, að leita til min, ef eitthvað þess kon- ar vantar, en farið getur svo að þetta blissi. Þetta gæti ekki að eins leiðbeint kvenfólki um allt land jafnt og bætt þess smekk, en það gætu líka eins gullsmiðir, söðlarar og þeir, sem grafa horn og kopar og skera í tré, haft gagn af því, eins og kvenfólkið. Eg þykist skilja að þetta væri einúngis tiltök, ef maður gæti látið autogrcifera það. Það gæti varla orðið dýrt, en mér er ekki Ijóst, hvað mörg exemplör maður getur autograferað með sömu plötu; um þetta væri gaman að forvitnast. Slíkir uppdrættir þyrftu ekki að vera neitt sérlega fínir, bara að lagið sé rétt. — Opt hefi eg orðið var við, í mörgum grein- um, að það er ýmsu til tálmunar að okkur vantar greinilega ritgjörð um karlmannsbúninga í fornöld. Meðal annars, þá er eg viss um, að karlmenn tækju þá upp af sjálfu sér, meir eða minna, fornbúnínginn; menn tala nú margir um það, einkum í seinni tíð, en öll slík fyrirtæki þurfa að standa á föstum, sögulegumgrundvelli,því annars verður engin föst stefna til að fara eftir, og mótmælendur geta með meira afli nítt það alveg sannanalaust og gert úr því endalaust hríngl. Þetta vildu menn gera við kvenbúnínginn, en gátu það ekki, því þá báru menn fyrir sig ritgjörðina um kvenbúnínginn og sögðu hana enn ó- hrakta, og eins óhrekjanlegar myndir og hluti, sem eru á forngripa- safninu. — Eg tala um þetta bæði í gamni og alvöru, en vildi samt heyra álit yðar um það, því eg held að það sé þess vert, það getur að vísu verið meiníngamunur um það, að hvað miklu leyti það sé rétt að taka hér upp flesta okkar fornu þjóðbúnínga, en hitt álít
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.