Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 87
87 fyrir, hvernig það hefir hlaupið undir bagga með safninu. — Hér er í öllu tilliti úr mjög vöndu að ráða, eins og stendur. Peníngar safns- ins eru hreint á förum, og þess vegna hefi eg ekkert getað fengið af þeim, nema eg hefði stórum skaðað safnið, sem nú hefir nærri ekkert að kaupa fyrir, og vantar þar að auki enn marga skápa og fleira. Að sýna safnið öllum útlendum og innlendum ferðamönnum tekur svo mikinn tíma, einkum í ár, að maður getur varla annað gert tvo mánuði. Þetta gerir það að verkum, að eg get varla séð að safnið geti staðizt, nema það fái stöðuga penínga úr landssjóði hvert ár, — en enginn getur, eða fæst til, að standa fyrir því upp á þenn- an hátt. En nú er einmitt þörfin mest að gera eitthvað, því ferða- mennirnir sópa burt okkar fornu menjum, og eins þeim elztu prent- uðu bókum og handritum, hvar sem þeir ná. Hjá stiptamtinu er varla að búast við neinni hjálp, eða hjá þeim »heiðraða minni hluta!«, því þeir hatast víst við safnið, eins og við íslenzku búníngana, og vildu víst helzt eg segði hvoru tveggja af höndum. Þeir skoða það allt gert í fjandskap við Dani, og varla mundi það bæta úr skák, ef karlmenn færu að taka upp búninga, eins og margir tala nú um. Það má nú svo að orði kveða, að allar yngri stúlkur séu nú hér komnar á ís- lenzkan búníng, nema dætur biskups og Jónassens og fáeinar kaup- mannadrósir. Eg held að þær séu orðnar hræddar um, að þær ekki gangi annars út. — En út um landið miðar því mjög seint áfram; þó eykst það allt af. — Hafið þér séð Elliðaár-kortið, sem er við hæstarétt? Þið ættuð að fá kopíu af því, meðan það er ytra, því á því er sýndur allur þíngstaðurinn og afstaða hans. — Vænt þykir mér, ef þið getið keypt handrit Jóns Árnasonar; eg var orðinn hreint á glóðum, að það lenti allt í útlendum, því slíkt er mjög hægt að selja fyrir afar-verð, vit- lausum Englendíngum, sem kaupa allt, sem þeir sjá. Slæmur var bókmentafélagsfundurinn síðast, þeir voru þar nærri komnir á bakið á okkur og Grimur nærri orðinn forseti. Það átti svo sem að komast í hendur minni hlutans. Við slíkt er ekki gaman að eiga, því ekki er hægt að nugga hinum á fund, þó þeim sé sagt, hvað við liggi. Eg var mest hissa á, hvað höfðíngjarnir nentu að fjölmenna. Mér er sagt, að það hafi ekki verið sérlega vinalega komið fyrir íslenzku hlutunum á útstillingunni. Slíkt ætti ekki að liggja í láginni og ekki heldur, hvað Danir og aðrir segja um það. Hér vitum við ekkert með vissu um slíkt. Það getur haft töluverða þýðíngu, ef til vill. Eg bjóst reyndar aldrei við góðu af Dönum, og hverju má búast við á þessum tímum. — Hér hefir töluvert verið byggt, eins og vant
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.