Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 95
95
forngripasafnsskýrsluna, sem eg læt hér fylgja með, og fella burt,
hafi eg áður skrifað eitthvað, sem kemur í bága viðþað; þér sjáið
hvar það á inni. Eg hafði ekki vel áreíðanlega bók að fara eftir, þó
katólsk væri. —
S. G.
25.
Reykjavík 14. Júní 1874.
Háttvirti, góði vin!
Það var hvort tveggja, að það lagðist í mig illa, vetrarkuldinn og
eldiviðarleysið í haust, sem eg þá skrifaði yður, enda hefi eg fengið
að kenna á þvi, því síðan að gleðileikirnir hættu og fram á þennan
dag, þá má heita að eg hafi verið til einskis fær. Eg varð svo alveg
gegnkulsa, án þess að vita af því, fyr en á eptir, að hamingjan má
vita nær eg verð jafn-góður.
Eg sá bréf Þjóðvinafélagsins frá ykkur, sem eg sé þið hafið látið
autografera, en einmitt við það sama tækifæri, þá datt mér í hug, hvort
við ekki gætum brúkað sömu autografiu oss í hag í fleiri stefnur. Eg
hefi tekið eptir að menn autografera kort, hér er því spursmál um,
hvort maður geti ekki eins autograferað búnínga-uppdrætti, og hvort
það yrði svo dýrt, að það yrði ókljúfandi fyrir oss að setja það í
verk. íslenzki kvenbúníngurinn eykst nú í ár meira en nokkru sinni
áður, og er orðið ókljúfandi verk fyrir mig að útvega öllum upp-
drætti, sem þurfa, jafnvel þótt eg hafi fengið nokkrar til að safna
flestum uppdráttunum i bækur handa sjálfum sér, þá hrekkur slíkt
ekkert til. — Eg hefi því samsett 2 hefti með ca. 20 uppdráttum í
hvoru, sem eru mikið til albúin. í 1. heftinu eru mest kyrtilsupp-
drættir í heiðnum stílum. í 2. heftinu er flest treyju- og fata-upp-
drættir i bysönzkum stíl. í þriðja heftinu ætti að vera fatauppdrættir,
flestallir teknir eptir ísl. blómum. Gæti maður komið þessu i verk,
þá bætti það mikið úr mestu þörfinni í bráð; samt veitti ekki af, að
heftin væru 4—5 í allt, ef kvensilfur og fleira væri talið með, sem
þyrfti, en slíkt má tala um síðar. — Það er nauðsynlegt að reyna
að menta kvenfólkið, því það er, ef til vill, móttækilegra fyrir ment-
un en karlmennirnir, því allt hjá þeim lendir nú í drykkjuskapar-
mikilmensku, að fáeinum undantekningum fráskildum. Sunnudagaskól-
inn gefst illa, enginn vill læra neitt, því allir þykjast áður vita allt,
og vera vaxnir yfir alla byrjun í lærdómnum og hætta svo í miðju
kafi. Eg vona þér fáið núna lítið sýnishorn af kvenmannshandbragði,