Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 96
96
-sem lýsir bæði viðleitni og töluverðri kunnáttu, sem sýnir, að nokk-
uð má þó gera með dálítilli tilsögn, ef menn eru svo lítillátir að
vilja nota slíkt.
Eg leyfi mér að senda yður 4 uppdrætti, sem sýnishorn af 2
fyrstu heftunum, og verð að biðja yður að sýna þá einhverjum
autograf og spyrja hann, hvort maður fái þá gerða, og hvað þeir
myndu kosta upp og niður; þá gæti maður slumpað til, hvað þessi
:2 hefti kostuðu, með um 40 uppdráttum til samans. —Ennúer eptirað vita
hvað mörg aftryk maður getur tekið á þennan hátt; þau hljóta víst
að geta orðið nógu mörg, enda þarf þetta ekki að vera neitt sérlega
fínt. — Eg hafði ekki nema gamla uppdrætti til að senda, en eg
ætlast til að hinir verði töluvert betur gjörðir, en þó ekkert fínir.
Nr. 1 er af þeim allramargbrotnustu uppdráttum, sem koma
fyrir í öllum heftunum; líkir nr. 2 eru nokkrir, líkir nr. 3 og 4 eru
margir, svo þér sjáið, að fjöldinn er mikið einfaldur og auðvelt að
gera; 3. heftið er margbrotnast. — Það er því fyrst að vita, hvort
þetta fæst gert, þar næst hvað það kostar og í þriðja máta, hvort
hægt er að amla saman peníngum til þess. Verði það ekki fjarska
dýrt, er það reynandi; — en fáist það ekki autograferað, er það
varla kljúfandi fyrir oss.
Hefði maður von um, að þetta tækist, þá fyndist mér ekki svo
fjarri lagi, að gefa út 2 fyrstu heftin í haust, jafnvel í minningu um,
að ísl. konur hafa borið sinn þjóðbúning í þúsund ár. (Hvað segið
þér um þetta?) Eg vona að þér gerið það bezta í þessu máli.
Sár-illa lízt mér á þjóðhátíðina. Eg held að þjóðin sé orðin vit-
laus; allt af koma uppástúngur og mót-uppástúngur, hver annari
vitlausari, og engar ráðstafanir eru enn gerðar um neitt af því, sem
mest ríður á. Norðlendíngar eru verstir; þeir sundra öllu og ætla að
halda þjóðhátíðina 2. júlí í héruðum, en látast ætla að koma á Þíng-
völl 2. ágúst, en aðrir þykjast ekki vita, hvort nokkrir sæki fundinn
norðan að. Þannig er ekkert hugsað um enn að undirbúa neitt á
Þíngvelli. Ef oddborgararnir úr Reykjavík ættu þar einir að figurera,
og svara einir allra þjóða ávörpum og öllu fyrir landsins hönd, þá
erum við vel farnir(?) — Ef Norðlendíngar afsala sér þannig sínum
rétti og leggja hann undir rass Reykvíkinga, þá sannast á þeim mál-
tækið: að sér stríðir vesæll maður. — En það er ekki búíð með þessu,
þeir ætla að eyðileggja fyrir okkur valsmerkið og eru búnir að taka
upp Ameriku-flagg! Það er að segja, með hvítri stjörnu á bláu í horn-
inu, og svo bláar og hvítar randir þar út frá. Mér er sagt að þeir