Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 97
97
séu farnir að hafa það á hákarlaskipum; er slíkt ekki alveg ólöglegt
og á móíi öllum þjóðrétti? Má ekki lögsækja þá fyrir þetta? —
Viljum við gera valinn að landsmerki, er þá ekki vissara að gera
það að þíngmáli nú straks að ári, áður en þeir fá tíma til að rugla
þetta mál meira? Þarf annara þjóða samþykki til þess en Dana-
stjórnar? Merki landsins (vaaben) gætum við þá allt af borið með
frjálsu í merki og væri mikið unnið við það. Með allt þetta þarf
maður að ákveða sig í tíma.
Hér er ekkert að segja um byggingar né vegabætur eða neinar
framfarir. Leirskáldin ætla nú hreint að kæfa líf og sál. Þið ættuð að
taka þeim tak í Andvara; það gerir meiri áhrif þegar það kemur frá
Kaupmannahöfn.
Fyrirgefið nú þessar fáu línur.
Yðar
Sigurður Guðmundsson.
26.
Reykjavík 4. September 1874.
Háttvirti, góði vin!
Furðanlega vel gekk þjóðhátíðin á Þíngvelli, þrátt fyrir það, þótt
höfðingjarnir gerðu allt sitt til, að hún yrði sem ómerkilegust; en það
kom allt yfir þeirra eigin koll sem maklegt var; því að þeirra eigin
þjóðhátíð á Öskjuhlíð er höfð í minni sem það versta hrak þess kyns.
Við Sigfús brúkuðum töluverða penínga á Þíngvelli til að laga
staðinn hér og þar. Sumt stendur, en sumt mun meira eða minna
skemma. Þó hefi eg von um, að það muni allt verða að nokkru gagni.
Mjög þykir mér vænt um að hafa fengið að vita, hvað auto-
grapheraðar myndir kosta, því eg held, að það sé mikið praktiskt, að
nota þær fyrir oss eins og stendur. Það getur nú vel farið svo, að
ekkert verði úr þessu, því þó að landar vorir hlaupi upp til handa og
fóta og lofi öllu óbeðið, þá gleyma þeir því opt óðum aptur. Þetta eru
samt ekki svo mikil stórvirki, að það væri ekki hægt að framkvæma,
ef nokkur áhugi og dugur væri í fólki.
Ekki held eg það geti gengið alment, að hafa 4 myndir á blaði,
það verður of breytt og stórt format. Eg hafði hugsað mér hálfrar
arkar format, í grallara formi. Hitt sparar reyndar pappír, en það dug-
ar varla, því það verður óhentugt.
Kostnaðaráætlunin, sem þér stíngið [upp á], líkar mér vel, en hætt
er við, að maður verði að gera ráð fyrir meiri pappírskostnaði. — En
7