Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 98
98 ætli autogaphia þoli 800 aftryk? Um það veit eg ekkert. — Batnaði mér töluvert, þá gæti eg í snatri haft 2 fyrstu heftin tilbúin og nóg er til í þriðja heftið. — Það er ekki til neins að tala um þetta eins og stendur Mjög þykir mér vænt um að fá skýrsluna um forngripasafnið. Nú bið eg yður að fyrirgefa þessar fáu línur; eg er með herkjum fær um að skrifa, eins og stendur. Yðar Sigurður Gudmundsson. Athugasemdir og skýringar við bréf Jóns Sigurðssonar og Sigurðar Guðmundssonar. Bréf Jóns til Sigurðar eru flestöll i vörzlum Þjóðminjasafnsins, sum í bréfa- safni þess, sum í safni Sigurðar; að eins eitt, nr. VI, er í handrs. Jóns í Lands- bókasafninu, nr. 144 fol. Bréf Sigurðar til Jóns eru nú i Þjóðskjalasafninu, i bréfasafni Jóns, sem þar er. 1. Bls. 34, »steininn«, þ. e. hinn svo-nefnda »álnarstein«, sem er fyrir fram- an kirkjuna á Þingvöllum; sbr. niðurlag bréfsins. — Hann er raunar enginn »álnarsteinn«, ekki markað á hann neitt alinmál. Rákirnar á honum eru eftir augu eða holur í berginu. — Bls. 35, »uppkast af korti«, sbr. 2. bréf. — Kata- stasis, nefnilega Sigurðar lögmanns Björnssonar, frá 1700; sjá Árb. 1887, bls, 45 —46. — Um Þingskálaþingstað sjá Árb. 1888—92, bls. 54—60, og Árb. 1898, bls. 13—14 með uppdrætti. — »Mynd af blótbollanum«; þessi bollasteinn kom til Þjóð- minjasafnsins síðar, 1881; er með tölumerkinu 1929 i safninu. Hann kann að hafa verið vatnssteinn, fyrir vigt vatn, og tilheyrt kirkju á Þingvöllum í kaþólsk- um sið. Sumir slíkir bollasteinar hafa sennilega verið notaðir til að mylja í, eða eins konar mortél, sumir mundlaugar. — Jón Sigurðsson áleit hann vera gamlan »Ólafsstein«, sbr. athugasemd við bréf nr. IV. 1. Bls. 36, »Professorinn«, þ. e. dr. Pétur Pétursson, síðar byskup; hann var forseti Reykjavíkur-deildar Bókmentafélagsins þá. — Af þessu er bersýnilegt, að Jón Sigurðsson hefir beðið þá Björn og Sigurð um Þingvallaruppdráttinn fyrir Bókmentafélagið, enda er uppdráttur Björns enn i eigu þess. — Uppdrættir Sig- urðar af »álnarsteininum« og »blótbollanum« eru nú i safni hans til Þingvallar- lýsingar, sem var fyrrum meðal skjala og bréfa Hafnardeildar, en nú er í safni Sigurðar í Þjóðminjasafninu. — Bréfið er prentað áður í Minningarriti J. S„ bls. 327. 2. Bls. 36. Fyrir 1. nóvbr. hefir Sigurður skrifað af vangá 28. septbr. (sbr. upphaf á bréfi nr. I). — Bls. 37. Sigurður gerir hér grein fyrir upphafi staðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.