Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 99

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 99
99 rannsókna sinna á Þingvelli. — Guðbrandi, þ. e. Guðbr. Vigfússyni. Bréf Guðbr. er dags. 13. okt.; það er í safni Sig. til Þingvallarlýsingar, sem hann gerir grein fyrir í þessu bréfi sínu, hvernig hófst. — Dasent er George Webbe D., sem gaf út þýðing á ensku af Njáls-sögu 1861, með langri og merkilegri ritgjörð framan- við. Þar eru skálamyndir eftir Sigurð, og 2 Þingvallar-uppdrættir eru þar, en þeir virðast ekki vera eftir hann. Þeir kunna þó að vera gerðir með hliðsjón af uppdrætti hans. — Bls. 39, »ritgjörð um ÞingvölD; i næstu bréfum er hennar getið oft. Bókmentafélagið gaf hana út sérstaka 1879: Alþingisstaður hinn forni við Öxará. II. Bls. 41. Um Þorskafjarðarþing sjá Árb. 1893, bls. 15—18, og Árb. 1899, bls. 6—7; ennfremur Kál., Isl. Beskr. I., 524—27., Geogr. Ticlskr. 15., bls. 80—81 (með uppdr.) og Fortidsm. og Nutidshjem (2. útg.), bls. 96—99. — »Fornmenja- uppdrættir frá Jóni á Gautlöndum«; það hafa verið uppdrættir þeir eftir Arngrím málara Gíslason af hlutum i Baldursheimsfundinum, sem nú eru i Þjóðminja- safninu; uppdrættirnir eru 8 að tölu, dregnir með svartkrít og blýanti 1861, mjög vel gerðir og sýna listamannshæfileika Arngríms engu síður en sumt annað, sem eftir hann liggur. — Baldursheimsfundur fannst 1860—61. Um hann sjá Þjóðólf 14., nr. 17—18, og Skýrslu um Forngripasafn íslands I., bls. 7 og 37—51. Hann varð til þess að safnið varð stofnað, 1863, og hlutirnir eru hinir fyrstu (nr. 1—11) í safninu, gefnir því af Jóni bónda Illugasyni í Baldursheimi fyrir meðalgöngu Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, en hún varð fyrir áeggjan Jóns Sigurðssonar forseta (í K.höfn), svo sem sjá má af bréfi hans til Jóns á Gautlöndum, dags. 29. júlí 1863, prentuðu í Minningarriti aldarafmælis J. S., bls. 345—47. Jón kemst svo að orði í bréfinu til nafna síns: »Forngripina ætti þér sjálfsagt að láta Sig- urð Guðmundsson fá heldur en að senda þá hingað. Það gæti verið að Sigurði takist að koma safni á«. — Sigurður hafði nefnilega skrifað í Þjóðólf (14., nr. 19—20), rétt eftir að hann hafði birt skýrsluna um fundinn, »Hugvekju til ís- lendinga« útaf fundi þessum og reyndi í henni til að leiða mönnum fyrir sjónir nauðsyn og nytsemi forngripasafns á íslandi«. — Uppdrættir Arngrims komu til Þjóðskjalasafnsins meðal bréfa Jóns Sigurðssonar 1916 og voru afhentir Þjóð- minjasafninu af þjóðskjalaverði 6. júli það ár. — Þetta bréf er áður prentað í Minningarriti J. S., bls. 339—41. 3. Bls. 41. »Myndir eða kort af ÞingvellÞ, sjá Árb. 1921—22, bls. 2. Sá uppdráttur, sem þar er sagður vera ekki vís, fannst haustið 1922 í handritas. Landsbókasafnsins nr. 263 fol. (kominn frá Jóni Sigurðssyni) og var skilað til þjóðminjasafnsins í Höfn, sem átti hann raunar; er hann með tölumerki þess, nr. MCXXIV. Stendur á honum »Optaget 2.den juli 1820 af Ch. Teilmann«, en jafnframt »Tegnet af P. V. Johansen-. Sjá um þennan uppdrátt enn fremur bréf nr. 4, bls. 46, og bréf nr. V, s. bls. — Bls. 42. »Lögbergsganga«, sjá Árb. 1911, bls. 10—16; lögbergsgangan fór fram laugardaginn fyrra i þingi; hún var dóma- útfærzla til ruðningar, en hefir fengið þetta nafn af því að menn gengu fyrst til Lögbergs; þar var skrúðgöngunni skipað niður og þaðan hófst hún. Var gengið í lögbergsgöngu frá Lögbergi og austur á völluna austan Öxarár. í 24. kap. þingskapaþáttar í Grágás eru fyrirmæli um lögbergsgönguna. — »Hamraskarð«, sjá Árb. 1921—22, bls. 8—9, er hjá Snorrabúð; þar settu goðar niður dómendur föstudaginn fyrra í þingi, við dómnefnuna, sbr. 20. kap. þingskapaþáttar i Grágás. 7*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.