Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 99
99
rannsókna sinna á Þingvelli. — Guðbrandi, þ. e. Guðbr. Vigfússyni. Bréf Guðbr.
er dags. 13. okt.; það er í safni Sig. til Þingvallarlýsingar, sem hann gerir grein
fyrir í þessu bréfi sínu, hvernig hófst. — Dasent er George Webbe D., sem gaf
út þýðing á ensku af Njáls-sögu 1861, með langri og merkilegri ritgjörð framan-
við. Þar eru skálamyndir eftir Sigurð, og 2 Þingvallar-uppdrættir eru þar, en
þeir virðast ekki vera eftir hann. Þeir kunna þó að vera gerðir með hliðsjón af
uppdrætti hans. — Bls. 39, »ritgjörð um ÞingvölD; i næstu bréfum er hennar
getið oft. Bókmentafélagið gaf hana út sérstaka 1879: Alþingisstaður hinn forni
við Öxará.
II. Bls. 41. Um Þorskafjarðarþing sjá Árb. 1893, bls. 15—18, og Árb. 1899,
bls. 6—7; ennfremur Kál., Isl. Beskr. I., 524—27., Geogr. Ticlskr. 15., bls. 80—81
(með uppdr.) og Fortidsm. og Nutidshjem (2. útg.), bls. 96—99. — »Fornmenja-
uppdrættir frá Jóni á Gautlöndum«; það hafa verið uppdrættir þeir eftir Arngrím
málara Gíslason af hlutum i Baldursheimsfundinum, sem nú eru i Þjóðminja-
safninu; uppdrættirnir eru 8 að tölu, dregnir með svartkrít og blýanti 1861, mjög
vel gerðir og sýna listamannshæfileika Arngríms engu síður en sumt annað, sem
eftir hann liggur. — Baldursheimsfundur fannst 1860—61. Um hann sjá Þjóðólf
14., nr. 17—18, og Skýrslu um Forngripasafn íslands I., bls. 7 og 37—51. Hann
varð til þess að safnið varð stofnað, 1863, og hlutirnir eru hinir fyrstu (nr. 1—11)
í safninu, gefnir því af Jóni bónda Illugasyni í Baldursheimi fyrir meðalgöngu
Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, en hún varð fyrir áeggjan Jóns Sigurðssonar
forseta (í K.höfn), svo sem sjá má af bréfi hans til Jóns á Gautlöndum, dags.
29. júlí 1863, prentuðu í Minningarriti aldarafmælis J. S., bls. 345—47. Jón kemst
svo að orði í bréfinu til nafna síns: »Forngripina ætti þér sjálfsagt að láta Sig-
urð Guðmundsson fá heldur en að senda þá hingað. Það gæti verið að Sigurði
takist að koma safni á«. — Sigurður hafði nefnilega skrifað í Þjóðólf (14., nr.
19—20), rétt eftir að hann hafði birt skýrsluna um fundinn, »Hugvekju til ís-
lendinga« útaf fundi þessum og reyndi í henni til að leiða mönnum fyrir sjónir
nauðsyn og nytsemi forngripasafns á íslandi«. — Uppdrættir Arngrims komu
til Þjóðskjalasafnsins meðal bréfa Jóns Sigurðssonar 1916 og voru afhentir Þjóð-
minjasafninu af þjóðskjalaverði 6. júli það ár. — Þetta bréf er áður prentað í
Minningarriti J. S., bls. 339—41.
3. Bls. 41. »Myndir eða kort af ÞingvellÞ, sjá Árb. 1921—22, bls. 2. Sá
uppdráttur, sem þar er sagður vera ekki vís, fannst haustið 1922 í handritas.
Landsbókasafnsins nr. 263 fol. (kominn frá Jóni Sigurðssyni) og var skilað til
þjóðminjasafnsins í Höfn, sem átti hann raunar; er hann með tölumerki þess,
nr. MCXXIV. Stendur á honum »Optaget 2.den juli 1820 af Ch. Teilmann«, en
jafnframt »Tegnet af P. V. Johansen-. Sjá um þennan uppdrátt enn fremur bréf
nr. 4, bls. 46, og bréf nr. V, s. bls. — Bls. 42. »Lögbergsganga«, sjá Árb. 1911,
bls. 10—16; lögbergsgangan fór fram laugardaginn fyrra i þingi; hún var dóma-
útfærzla til ruðningar, en hefir fengið þetta nafn af því að menn gengu fyrst til
Lögbergs; þar var skrúðgöngunni skipað niður og þaðan hófst hún. Var gengið
í lögbergsgöngu frá Lögbergi og austur á völluna austan Öxarár. í 24. kap.
þingskapaþáttar í Grágás eru fyrirmæli um lögbergsgönguna. — »Hamraskarð«,
sjá Árb. 1921—22, bls. 8—9, er hjá Snorrabúð; þar settu goðar niður dómendur
föstudaginn fyrra í þingi, við dómnefnuna, sbr. 20. kap. þingskapaþáttar i
Grágás.
7*