Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 105
105
ekki við hana áður en hann féll frá; er hún í safni hans. Loks kom bók eftir
Hjalmar Falk um þetta efni 1919, »Altwestnordische Kleiderkunde«. — »Ritgjörð-
ina um kvenbúninginn«; hún er eftir Sigurð og er prentuð í Nýjum félagsritum,
XVII., 1—53. — Bls. 85. »Sverrir«, — Runólfsson, steinhöggvari. — »Steinhús
suður í Vogum«; það er á Hábæ.
20. Bls. 85. »Hér var leikið í vetur«; sjá Þjóðólf, XXIV., bls. 33; skóla-
piltar léku þá (í 1. sinn) Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson, síðustu dagana í
desember, og Heimkomuna eftir Olaf Björnsson frá Bægisá. — Næsta vetur
færðist miklu meira líf í leiklistina í Reykjavík, sjá Fréttir frá ísl. 1873, bls. 31—
32. — Fleiri íslenzk leikrit munu nú vera til, ef vel væri leitað«. Sigurður átti
eitt í fórum sinum, eftir sjálfan sig; það heitir Smalastúlkan, er til enn. — Sig-
urður var lífið og sálin í þessum sjónleikjum, málaði leiktjöldin, sá um útbúnað
á leiksviðinu og leiðbeindi um búninga o. fl. »Mundi allur útbúnaður á sjónar-
leikum hér á landi hafa verið mjög fátæklegur, hefði hans eigi að notið«, segir
séra Valdemar Briem í Fréttum frá íslandi. — Bls. 86, 5. 1., »að«, hr. »og«.
21. Bls. 87. »Jonassens«, — Þórðar. — »Þingstaðurinn«, á Þingnesi við
Elliðavatn; þar var Kjalarnesþing háð á lýðveldistímabilinu. — »Bókmentafélags-
fundurinn«; hann var 6. júli (ekki júní); 35 voru á fundi og var Jón Þorkelsson
rektor endurkjörinn forseti með 13 atkvæðum. — Þar kom fram tilboð frá Jóni
Árnasyni um að selja félaginu handrit sín, 220 bindi, fyrir 700 rdl. — »Grimur«,
— Thomsen var kjörinn í nefnd vegna þess máls með 15 atkvæðum og forseti
með 14 (og séra Þorkell Bjarnason með 10). Sbr. minningarrit Bókmentafél. 1916,
bls. 30, og enn fr. fundabók félagsins (Reykjavíkur-deildar) og næsta bréf (22).
— »ísl. hlut. á útstillingunni«, norrænu iðnaðarsýningunni, sem þá var haldin í
Höfn. Um þátt-töku íslendinga i henni sjá Fréttir frá íslandi 1872, bls. 25—26.
— Bls. 88. »Verzlunarsamtökin«; sjá um þau í Fréttum frá íslandi 1872,
bls. 20—23.
22. Bls. 88. Sendingin« hefir án efa verið ritlaun frá Bókmentafél. (fyrir
Forngripasafns-skýrslur). — »Kvæðasafn Jóns Árnasonar«; sbr. síðasta bréf, með
aths. — Ekkert varð úr þvi, að Bókm.fél. keypti handritasafn Jóns; nefndin
virðist aldrei hafa komið fram með neitt álit því viðvíkjandi. Að Jóni látnum
keypti Landsbókasafnið, 2, júní 1891, handritasafn hans úr dánarbúinu og eru
handritin nú nr. 172— 86 fol., 528—614 4to og 370 - 425 8vo í handritasafni þess;
sbr. skrána um það. — Ekki finnst þess getið í minningarriti Landsbókasafnsins
við árið 1891, en þar er sagt (á bls. 153), að safnið hafi árið 1888 keypt nokkur
handrit af Jóni Árnasyni (fyrir 20 kr.); verður ekki séð af prentuðu skránni,
hvaða handrit það hafa verið. — Bls. 89. Viðv. myndinni í A.M. 350 fol. sbr.
næsta bréf.
XIII. Bls. 89. »Lýsing« er hér á eftir, bls. 90; hefir Jón skrifað hana á bréf
nr. 22 og er hún sett hér eftir þvi. Síðar sendi hann Sigurði eftirmynd og er
hún (með bréfi Jóns) í safni Sigurðar. — »Þjóðvinafélagið«; eftir nokkurn undir-
búning, sem var hafinn 1869 var því komið á fót 19. ág. 1871, að nokkru leyti
sem stjórnmálafélagi í fyrstu. Stóð til að gefa út tímarit, »Þjóðvinurinn« mun það
hafa átt að heita. 1. árg. af Andvara kom loks 1874. Sbr. ritið Skýrsla og lög