Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 107
107
urður hafa fundið upp sjálfur; það var jafnan gert eftir uppdrætti hans, sem er
til enn. Sbr. Árb. Fornl.fjel 1915, bls. 21—23. — Á Þingvalla-fundinum 1874
(8. ág., sbr. Frjettir, bls. 20) var rætt um að taka það upp í stað þorskmerkisins
gamla. — Viðv. þessu máli sjá ennfr. sögu fánamálsins i Fánabókinni.
26. Bls. 97. ’>Þjóðhátíðin á Öskjuhlíð« sbr. t. d. Frjettir 1874, bls. 10—13.
Þeir séra Matthias Jochumsson og Þorv. Thoroddsen ræða einnig nokkuð um
þessa þjóðhátíð i endurminningum sínum. — Hátíðarstaðurinn hafði verið illa
valinn og stormur hafði spillt mjög hátíðarhaldinu; Reykvíkingar komu því
hátíðarhaldi á aftur 30. ágúst og þótti það hið ánægjulegasta; sbr. t. d. Frjettir
1874, bls. 23—24. Sigurður minnist ekkert á þá samkomu. — »Kostnaðaráætlunin,
sem þér stíngið [upp á]«; svo er að sjá af þessu sem Sigurður hafi (nýlega)
fengið bréf frá Jóni þessu viðv., en það bréf er þá ekki víst nú. — Bls. 98. »Eg
er með herkjum fær um að skrifa«. Einum 3 dögum síðar dó hann, 7. septem-
ber, fertugur að aldri. — Ævisaga hans hefir verið rituð oftar en einu sinni,
en mætti þó verða miklu gjör rituð enn, og bréf hans þau, sem hér hafa verið
prentuð að framan, mættu þá verða góðar heimildir; enda kynna þau mönnum
hann og ýms áhugamál hans síðasta hluta ævinnar betur en nokkur skrif annara
um hann. Jafnframt eru þau heimildir til þróunarsögu Þjóðminjasafnsins og
íslenzkrar fornfræðistarfsemi.