Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 102
Bardaginn við Þorgeirsvað.
Hve nær, sem Fornritafjelagið gefur út Njálssögu, og hver, .æm
annast þá útgáfu fyrir það, verður að taka þetta tvennt til greina,
meðal ótalmargs annars: 1) Holtsvað var á einungis einum stað,
hjá Holti, sem það var kennt við, síðar Dufþaks-Holti, — eins og
öll hin fornu handrit sögunnar sýna og nærfelt sanna. 2) Bardaginn
við Þorgeirsvað var vestan, eða raunar norðan, Rangár, eins og
sagan gefur í skyn (sbr. 71. kap. og Árb. 1928, bls. 19). Hvar sem
„eyjar“ Gurmars á Hlíðarenda hafa verið, hefur bardaginn við
Þorgeirsvað verið vestan (norðan) ár og hvergi annars staðar, —
alls ekki austan (sunnan) ár, þar er ekkert vígi og hefur aldrei
verið, enda er það í mótsögn við söguna, að segja, að hann hafi
verið þar. Fyrirsátin var við Rangá að norðanverðu (eða vestan);
fyrirsátarmenn komu saman í Kirkjubæ. „Þeir ræða um, hvar þeir
skulu sitja fyrir Gunnari, ok kom þat ásamt, at þeir skyldi fara
ofan til Rangár ok sitja þar fyrir hánum“. Þeir hafa verið vissir
um engjaveg hans. „Gunnar reið neðan ór eyjum; reið Kolskeggr
með hánum“.-----------„Síðan riðu þeir til þess, er þeir sá mennina
við ána, — sjá, at þeir sitja en hafa bundit hestana“ (72. kap.).
Fyrirsátin hefur verið alveg við ána, verið að Bergsnefi, er svo
heitir, vestan mynnis Stokkalækjar. Þar er eini ugglausi staðurinn
til að leynast, en staðhættir eru þar þannig, að hvorugir hafa sjeð
hina fyr en að var komið, enda fór svo fyrir þeim fyrirsátum, að
þeir urðu síðbúnir til að taka á móti, er þá Gunnar bar að. Austan
(sunnan) Rangár er slíkur leynistaður ekki til, — vakandi fyrir-
sátarmönnum.
Vissu hafa fyrirsátarmenn talið fyrir því, að Gunnar færi
þarna um, norðan (vestan) ár, er hann færi heim til sín. Það gef-
ur bending um, að Gunnar hafi heyjað í þessum eyjum fyr en þau
8 ár í röð, er sagan getur um, jafnvel árlega, og þá, að þar hafi
verið ættleifð hans frá Hrafntóftum, Hrafntófta-eyjar. Hafi svo
verið, kemur allt í frásögninni þessu atriði viðvíkjandi svo vel heim,
að ekki verður á betra kosið.
í tíð Gunnars hefur Hlíðarendi að sönnu ekki legið undir áföllum
Þverár, en þó hefur þar þurft viðbótar-heyskap. Sennilega hefur svo