Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 102
Bardaginn við Þorgeirsvað. Hve nær, sem Fornritafjelagið gefur út Njálssögu, og hver, .æm annast þá útgáfu fyrir það, verður að taka þetta tvennt til greina, meðal ótalmargs annars: 1) Holtsvað var á einungis einum stað, hjá Holti, sem það var kennt við, síðar Dufþaks-Holti, — eins og öll hin fornu handrit sögunnar sýna og nærfelt sanna. 2) Bardaginn við Þorgeirsvað var vestan, eða raunar norðan, Rangár, eins og sagan gefur í skyn (sbr. 71. kap. og Árb. 1928, bls. 19). Hvar sem „eyjar“ Gurmars á Hlíðarenda hafa verið, hefur bardaginn við Þorgeirsvað verið vestan (norðan) ár og hvergi annars staðar, — alls ekki austan (sunnan) ár, þar er ekkert vígi og hefur aldrei verið, enda er það í mótsögn við söguna, að segja, að hann hafi verið þar. Fyrirsátin var við Rangá að norðanverðu (eða vestan); fyrirsátarmenn komu saman í Kirkjubæ. „Þeir ræða um, hvar þeir skulu sitja fyrir Gunnari, ok kom þat ásamt, at þeir skyldi fara ofan til Rangár ok sitja þar fyrir hánum“. Þeir hafa verið vissir um engjaveg hans. „Gunnar reið neðan ór eyjum; reið Kolskeggr með hánum“.-----------„Síðan riðu þeir til þess, er þeir sá mennina við ána, — sjá, at þeir sitja en hafa bundit hestana“ (72. kap.). Fyrirsátin hefur verið alveg við ána, verið að Bergsnefi, er svo heitir, vestan mynnis Stokkalækjar. Þar er eini ugglausi staðurinn til að leynast, en staðhættir eru þar þannig, að hvorugir hafa sjeð hina fyr en að var komið, enda fór svo fyrir þeim fyrirsátum, að þeir urðu síðbúnir til að taka á móti, er þá Gunnar bar að. Austan (sunnan) Rangár er slíkur leynistaður ekki til, — vakandi fyrir- sátarmönnum. Vissu hafa fyrirsátarmenn talið fyrir því, að Gunnar færi þarna um, norðan (vestan) ár, er hann færi heim til sín. Það gef- ur bending um, að Gunnar hafi heyjað í þessum eyjum fyr en þau 8 ár í röð, er sagan getur um, jafnvel árlega, og þá, að þar hafi verið ættleifð hans frá Hrafntóftum, Hrafntófta-eyjar. Hafi svo verið, kemur allt í frásögninni þessu atriði viðvíkjandi svo vel heim, að ekki verður á betra kosið. í tíð Gunnars hefur Hlíðarendi að sönnu ekki legið undir áföllum Þverár, en þó hefur þar þurft viðbótar-heyskap. Sennilega hefur svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.