Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 81
KRISTÍN HULD SIGURÐARDÓTTIR
FORNLEIFARANNSÓKN AÐ
SUÐURGÖTU 7 í REYKJAVÍK
Inngangur
Sumarið 1983 var unnið að fornleifarannsókn á lóðinni Suðurgötu 7 í
Reykjavík. Rannsóknin var gerð á vegum Árbæjarsafns, og styrkt af
Reykjavíkurborg og Pjóðhátíðarsjóði.
Forsaga rannsóknarinnar var, að árið 1980 sóttu nokkrir eigcndur
Suðurgötu 7 í Reykjavík um leyfi til borgaryfirvalda til að láta rífa gamalt
hús á lóðinni og reisa þar nýtt hús.1 Umhverfismálaráð Reykjavíkur,
borgarminjavörður og þjóðminjavörður lögðust gegn því að leyfið yrði
veitt. Var þess í stað mælst til, að húsið yrði fiutt á safnsvæði Árbæjar-
safns.2 Eigendur liússins buðu þá Reykjavíkurborg húsið að gjöf mcð
því skilyrði að það yrði íjarlægt af lóðinni, og þáðu borgaryfirvöld
gjöfina.3 Var ákveðið að fiytja húsið í Árbæjarsafn. Var það fiutt 4.
ágúst 1983.4
Borgarminjavörður og þjóðminjavörður skrifuðu eigendum lóðarinnar
og borgaryfirvöldum brcfi þar senr þcir bentu á, að nauðsynlegt væri að
fram færi fornleifarannsókn á lóðinni, áður en þar yrði reist nýtt hús. Þeir
bentu á, að lóðin Suðurgata 7 væri nálægt lóðum við Aðalstræti og
Suðurgötu, þar sem fornleifarannsóknir á árunum 1971-1975 leiddu
í ljós leifar elstu þekktrar byggðar í Reykjavík.5 í könnunarholum, sem
voru grafnar þá á baklóð Suðurgötu 7 komu í ljós mannvistarleifar,
1-2 metrum undir yfirborðinu.'’ Var það móaska, sótugir steinar, viðar-
kol, beinaleifar, trékubbar, lcðurpjatla, járnmolar, járnhnífur og leirkers-
brot.7 Við byggingarframkvæmdir rnátti því gera ráð fyrir, að fornleifar,
sem þar gætu verið, eyðilegðust. Var því nauðsynlegt að rannsaka lóðina
nákvæinlega áður en grafið yrði fyrir húsgrunni, og veittu borgaryfirvöld
og eigendur Suðurgötu 7 lcyfi til fornleifarannsóknar á lóðinni.
Eigendum lóðarinnar var í mun að rannsókninni lyki sena fyrst. Var
því mjög skammur tími ætlaður til hennar eða 3-4 mánuðir. Var unnið
frá 31. maí til 21. september 1983. Réðust vinnuaðferðir afþeim skamma
tíma sem var ætlaður til rannsóknarinnar, og varð uppgröfturinn því