Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 60
122 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Guðmundur var fæddur 1862 og dó í Kanada 1950. Um þetta ill- ræmda fárviðri á Austurlandi hefur raunar verið gefin út heil bók.22 Slíkar nafngiftir vitna heldur um, að þetta heiti dagsins hafí verið mönnum allmunntamt, a.m.k. austur þar. En yfirleitt virðast menn hafa látið sér nægja að tala um daginn eftir þrettánda. Eldbjarga rm essa Þriðja og torskildasta nafnið á þessum degi er eldbjargarmessa. Hún hefur til skamms tíma ekki fundist í íslensku ritmáli fyrr en í almanaki Finns Magnússonar árið 1837. Fyrir nokkrum árum kom hinsvegar í leitirnar merkilegt bréf frá séra Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar dagsett 30. september 1728. Séra Jón er þar að svara ýmsum fyrirspurnum Árna í bréfi hans frá 19. júní sama ár, sem því miður hefur ekki varðveist. Árni hefur m.a. spurt um eldbjargarmessu, og séra Jón svarar: Quinto. Um þá Hátíð Eldbjargar messu er cg mjög fáfróður, heyrða eg á ungdóms árunr mínum hana af eldri mönnum nefnda cinasta, en ei vissa eg hana sem Messudag haldna; Guðríður Stefánsdóttir Sem Sálaðist í vctur 89 ára gömul, og hennar ættfólk, er í kvcnlegg var komið af móður hennar Þórdísi dóttur Henrichs Gerkens, hélt vcl- flest minning þcss dags, næsta dag eftir þrettánda í Jólum, (þó privatim) bæði með Söng og lestri, gjöra fólki sínu betur til þann dag, heidur en hvörn annan virkan, leggja ci vinnu fyrir það etc. Fyrrnefnd Þórdís Henrichsdóttir hafði fcngið stóran Eldskaða í Sínu Ekkjustandi og Raunum, austur á Skriðuklaustri, eftir missir síns fyrra manns Erlends Magnússonar föðurs Torfa Sýslumanns Erlendssonar, og hans Systkina. En hvort það Eldbjargar messu hald hjá henni og hcnnar niðjum skeði í þá minning, eður hafði sinn uppruna af Pápískri Siðvenju, veit eg ekki, og öngva frekari Skorðu get eg viðreist þeini Lærdómi framar til stuðnings, eður upplýsingar.23 Guðríður Stcfánsdóttir ætti að vera fædd 1639 og uppalin á Seltjarnar- nesi, en frá 1660-1691 var hún prestmaddama á Húsafelli í Borgarfirði, gift sr. Helga Grímssyni. Hún andaðist á Laugarvatni árið 1728. Um séra Fíelga er m.a. sagt, að hann liafði hug á fornum fræðum, til dæmis að taka fór hann ásamt mági sínum og tveim fylgdarmönnum að leita Þórisdals í Langjökli árið 1664.24 Tilhaldinu á eldbjargarmessu er hér lýst með einkar almennum orðum, en upp úr stendur þó, að Guðríður og velflest ættfólk hennar hélt í heimahúsum minning þessa dags, næsta dag eftir þrettánda í jólum bæði nteð söng og lestri og með því að gjöra fólki sínu betur til þann dag heldur en hvern annan og leggja ei vinnu fyrir það. Pað er með öðrum orðum leyfi frá vinnu, góðgjörðir, söngur og lestur, hvort scm þær menntir hafa meir vcrið spunnar af trúarlegum en veraldlcgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.