Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 58
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og a.m.k. austanfjalls í Noregi miðast við tuttugasta dag jóla eða 13.
janúar.
Að öllu saman lögðu verður því niðurstaðan sú, að affaradagur jóla
merki á íslensku 7. janúar, a.m.k. á 13. og 14. öld. Merking þess cr ein-
faldlega burtfarardagur, enda var slíkur skilningur jafnvel til í Svíþjóð
eftir miðja 19. öld, cn þá var reyndar talið, að það væri jólaenglarnir,
sem flygju á braut.
Orðið affaradagur virðist ekki koma fyrir í rituðu máli eftir 1500,
nema í sumum orðasöfnum, en þangað getur það hæglega verið komið
úr fornritum. í orðabók Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá f.hl. 18.
aldar segir einungis.
að-fara dagr et af-fara dagr, est dies proveniens et subsequens,
affara noott, nox subsequens
affara noot sunnudags, est qvæ sequitur dieni dominicain,
þ.e. dagur á undan og eftir; nóttin eftir sunnudag.16
í orðabók Björns Halldórssonar frá s.hl. 18. aldar segir hinsvegar:
Affaradagr, m. dics ultimus vel feria ultima natalitiorum,
sem á dönsku er þýtt: den sidste Dag afjulen.1'
Knútsdagur
Nú má spyrja, hvort dagurinn hafi þá ekki fengið eitthvert annað sér-
heiti á síðari öldum. Víst er, að þau nöfn hafa þá ekki verið ýkja
útbreidd, lífseig eða munntöm, því að þeim bregður naumast fyrir. Þó
er um tvö slík heiti að ræða, Kmítsdag og eldbjargannessu, og verður
reynt að gera nokkra grein fyrir þeim.
Knútsdagur í ýmsum tilbrigðum var 7. janúar nefndur í Danmörku,
og svo var einnig víðast annars staðar á Norðurlöndum fram undir
1700, en þá fór nafnið að færast yfir á 13. janúar víða í Svíþjóð og
Noregi. Hann er til minningar um Knút lávarð Eiríksson, sem drepinn
var með svikum 7. janúar 1131, einmitt daginn eftir að úti voru grið
jólavcislunnar, sem hann hafði setið. Valdimar konungur sonur hans
fékk páfann til að taka Knút lávarð í helgra manna tölu árið 1169 eða
1170. Annar Knútur, sonur Sveins Úlfssonar, Danakonungur 1080-
1086, hafði þegar um 1100 verið gerður að dýrlingi. Hann þótti fremur
dýrlingur kirkju og konungsvalds en alþýðu manna, og var messudagur
hans 10. júlí.
Við þann dag mun átt í tilskipun um einokunarvcrslunina frá 1619 og
sennilega einnig í áminningu Magnúsar konungs Eiríkssonar til íslend-