Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 46
108 ÁIU3ÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS manns, efndi til ung heimasæta að Hjaltastöðum. Er frásögnin eftir systur Kristínar, Elínu, sem nefnd er hcr á eftir, og segir hún að í brauðveislum hafi verið „raðað fyrir hvern mann laufabrauði, vöflum, eplaskífum, kleinum og pönnukökum."24 Þá eru og til endurminningar ónafngreindrar skagfirskrar konu um jólahald á bernskuheimili hennar um 1885, þar sem segir að laufabrauð hafi verið hluti af mat þeim scm fram var borinn aðfangadagskvöld.21 I næstelstu íslensku matreiðslubókinni, Ný matreiðslubók eftir Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur, scm út kom 1858, er laufabrauðs að engu getið.2í’ Uppskrift að laufabrauði, önnur en fyrirsögn Magnúsar Stepb- enscn, kemur ekki á prent fyrr en 1889, í Kvennafrœðaranum eftir Elínu Briem.27 Er fyrirsögn hennar á þessa leið, samkvæmt þriðju útgáfu bókarinnar, frá 1904: „1 pd. sigtað rúgmjöl, tæpur pcli mjólk. Þetta er hnoðað vel saman og flatt út mjög þunt og skornar úr því kökur undan diski. Síðan eru skorin með hníf ýmiskonar lauf á hverja köku. Kök- urnar eru samdægurs soðnar í tólg.“28 III Efnið sem Jón Grunnvíkingur og Magnús kont'erensráð segja notað við laufabrauðsgerð: hveiti og smjör, og Magnús auk þess mjólk, sykur og jafnvel rjómi, virðist eindregið benda til að laufabrauð hafi í þann tíð, þ.e. á 18. öld, verið á borðum efnameira fólks en ekki alþýðu manna. Konferensráðið hefur að vísu þau orð um kökurnar, að þær scu algengar, en hlýtur að eiga við að þær séu algengar meðal þeirra sem bók hans var ætluð samkvæmt titli hennar, þ.e. heldra fólks. Enda tekur hann sérstaklega fram í formála matreiðslukversins, að það sé ætlað fyrir „þessháttar menn en ecki eginlega almúga, og eptir fyrir- manna efnum og ýmissu standi lagað.“2<) I áðurgreindum 19. aldar heimildum, sem engin nær þó aftur fyrir um 1840 eins og fyrr segir, er ekki getið um laufabrauð úr hveiti heldur er það sagt búið til úr fínt möluðu bankabyggi eða sigtuðu rúgmjöli. Hvorki er þar nefndur sykur né rjómi sem efni í deigið, heldur einvörð- ungu mjólk, og þótt smjör sé tilgreint, eru kökurnar einnig sagðar soðnar eða steiktar í tólg (feiti). í grein um laufabrauð sem Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli (f. 188230) skrifaði í Skinfaxa 1930, segir hann að kökurnar séu úr hveiti og steiktar í góðri tólg, en að „áður cn hveitið var almennt til notkunar í brauð“ hafi það verið „búið til úr mjöli,“31 þ.e. rúgmjöli;32 ennfremur að ef mjólk sé ekki fyrir hendi sé notað vatn í deigið.33 Þessar upplýsingar, ásamt fyrrgreindum heimildum, benda til að frá því að vera heldri manna munaður og hnossgæti á 18. öld, hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.