Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 59
ELDBJÖRG 121 inga frá 1330. Að öðru leyti verður ekki séð, að Knutsdagur 10. júlí hafi átt nokkurn sess á íslandi, og ekki kemst hann inn í íslensk almanök fyrr en 1837, þegar Finnur Magnússon tekur að gefa út árlegt almanak, sem að verulegu leyti var sniðið að danskri fyrirmynd. Knútsdagur 7. janúar kemst mun fyrr inn í tímatal Islendinga. Hann er að vísu ekki í almanökum Guðbrands biskups og Arngríms lærða frá 1576 og 1597, en hann er kominn í nokkur rímhandrit frá miðri 17. öld og almanök Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1671 og 1692. Þetta er auðvitað eitt lítið merki um aukin dönsk áhrif samfara erfðahyllingu og einveldistilskipun nálægt miðri 17. öld. I rímhandritunum frá 17. öld stendur við 7. janúar ýmist Knútsdagur, Kanuti dagur eða Kanutus, og í einu þeirra, AM 175, 8vo, er þessi setning: S. Knut i hel sleginn 1130. í handriti frá 1704 stendur hinsvegar Knútur hertogi, og svo er einnig í almanökum Þórðar Þorlákssonar, en í almanökum Jóns biskups Árnasonar frá 1707 og 1739 einungis Knútur. í almanaki sínu frá 1707 hefur hinn konungholli Jón hinsvegar breytt gamalli minnisvísu um páskakomu á þá lund, að í stað Þrjú ný frá Þrettánda þarf minnast tungl finna kemur Þrjú ný frá Knút kongi kannt minnast tungl finna.211 I Lesrími Odds Hjaltalín frá 1817 stendur Knútsdagur, og í almanaki Finns Magnússonar frá 1837 stendur bæði Knútur hertogi og Knútsdagur í sviga. Unt það orð er til eldra dæmi í Sjálfsævisögu sr. Þorsteins Pét- urssonar á Staðarbakka (d. 1785), sem segir svo um andlát Bjarna Hall- dórssonar sýslumanns á Þingeyrum í ársbyrjun 1773: Vciktist sérdcilis með jólum vcturinn cftir. Lá scrdeilis um þann tíma, scm vant var að halda jólaleiki, og andaðist kvöldið cftir Knútsdag, þá liann var vanur að gjöra á stað gcsti sína úr veislunni.21 Hér virðist kvöldið eftir merkja að kvöldi þess dags, því að sam- kvæmt æviskrám andaðist Bjarni sýslumaður 7. janúar. Rúmri öld síðar minnist Guðmundur Jónsson frá Húsey í Hróarstungu á aftakaveður, sem gerði þennan dag árið 1886: Þá gerði hinn illræmda byl þann 7. janúar, sem kallaður var Knútsbylur, kenndur við daginn, Knútsdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.