Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 82
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mestmegnis grófgröftur, þótt vissulega hafi verið gripið til múrskeiðar
þegar við átti.
Skurðgrafa var notuð til að fjarlægja efstu jarðlögin á lóðinni, og flýta
þannig fyrir við uppgröftinn. Kjallaratröppur húss III voru til trafala við
könnun húss IV og voru mölvaðar með loftbor.
Sumarið 1983 var mjög votviðrasamt. Pað rigndi 80 daga af þeim 99
sem unnið var. Mikið vatn safnaðist fyrir í skurðum, bæði rigningarvatn
og grunnvatn. Vatnið olli erfiðlcikum einkum við rannsókn húss IV, og
komu dælur ckki að gagni við að þurrka grunninn.
Fornleifarannsóknin að Suðurgötu 7 var sérstök fyrir það, að flestar
byggðalcifarnar, sem rannsakaðar voru, reyndust frá 19. öld, og þær sjást
margar hverjar á ljósmyndum, sem Sigfús Eymundsson tók um aldamótin
(myndir 1 og 2). Einnig eru til á Borgarskjalasafni frumrit skjala, sem
heimila byggingu flestra húsanna (húsa, I, II og III). Leifar húss IV reynd-
ust þó mun eldri.
Þar sem yngri leifarnar eru þáttur í byggðarþróun svæðisins, mun ég
einnig lýsa þeim hér. Ég mun þó láta túlkun á leifunum liggja að mestu
á milli hluta.
Þekktar byggðaleifar á lóðinni Suðurgötu 7
Fyrstu byggingarframkvæmdir á lóðinni Suðurgötu 7, sem heimildir
fundust um, var bygging íbúðarhúss árið 1833. Teiti Finnbogasyni,
járnsmið og dýralækni frá Finnbogabæ í Grjótaþorpi (Grjótagötu 10)8,
var þá mæld út lóð:
„á Hólakotstúni fyrir sunnan Suðurbæ og austan veginn.“9
Á lóðinni, sem náði niður að tjörn, reisti Teitur einlyft íbúðarhús.
Árið 1842 reisti Teitur smiðju sunnan við íbúðarhúsið, á austanverðri
lóðinni (myndir 1-2). Smiðjan var rifin 1904.10
Björn P. Hjaltested keypti sntiðju Teits 1859 og íbúðarhúsið nokkru
síðar.11
Árið 1873 reisti Björn geymsluhús austan við íbúðarhúsið (mynd 1).
Geymsluhúsið var endurbyggt og stækkað árið 1894. í kjallara þess var
fjós, en smíðastofa uppi (mynd 2). Árið 1934 var húsið flutt í Skerja-
fjörð og Tjarnargata 10 rcist á lóðinni.12
Svavar Hjaltested, einn eigenda lóðarinnar, vissi til þess, að á sunn-
anvérðri lóðinni, nálægt Suðurgötu 13, hafi skömmu eftir aldamót
verið reist skemma til afnota fyrir Skautafélag Reykjavíkur. Pétur
Hjaltested, sonur Björns, lét reisa skemmuna. Hann var þá formaður
Skautafélagsins. Ekki fundust upplýsingar um hvenær skemman var
rifin.