Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 85
FOKNLEIFARANNSÓKN AÐ SUÐURGÖTU 7 í REYKJAVÍK
147
Jarðlagaskipan
Á sunnanverðri lóðinni voru grafnir fjórir skurðir: A-B, sem sneri
NA-SV, og C-D, E-F og G-H, sem lágu NV-SA. Þeir voru allir 11
metra langir, 0.70 metra breiðir og 1.40-1.90 mctra djúpir. Þeir voru
grafnir niður á malarlagið, sem skilur að tjörnina og höfnina í Reykja-
vík, og jarðlögin í miðbæ Reykjavíkur liggja á (teikn. 2—5).14
Á norðanverðri lóðinni voru grafnir Qórir skurðir: I-J, sem lá NA-
SV, og K-L, M-N og O-P er sneru NV-SA. Þeir voru einnig grafnir
niður á malarlagið (teikn. 6-9). Skurður I-J var 12.20 metra langur, 0.70
metra breiður og 1.85 metra djúpur. Skurður K-L var 5.30 metra
langur, 0.70 metra breiður og 1.90 metra djúpur. Skurðir M-N og O-P
voru um 6.30 metra langir, 0.70 metra breiðir og 1.90 metra djúpir.
Jarðlagaskipanin reyndist mjög röskuð einkum á norðanverðri lóð-
inni, þar sem aðal-byggingarsvæðið var. Var moldin þar mjög malar-
blendin. A suðurhluta lóðarinnar var mold en engin möl.
Á norðanverðri lóðinni voru eftirfarandi jarðlög (teikn. 10);
Lag 1 - Neðst var óhreyft malarlag úr hnefastórum steinvölum. Er
það hluti malarlagsins, sem skilur að tjörnina og höfnina í Reykjavík.
Lag 2 - Þar ofan á var um 0.45—0.55 mctra þykkt sendið moldarlag,
grænbrúnt að lit.
Lag 3 - Því næst var grænbrún leirkennd mold, 0.70-0.90 metra
þykk. í henni voru viðarkolaagnir og sandblettir. Þetta lag skildi sig vel
frá rauðbrúnu lagi, sem var ofan á því.
Grænbrúna lagið var líkast moldargólfi að þéttleika, en ekki eins
dökkt og gólfin eru oftast. Þar sem lagið lá yfir alla lóðina, gat það ekki
verið gólf. Er það tilgáta okkar Gunnars Ólafssonar jarðfræðings, en
hann starfaði við fornleifarannsóknina, að þetta lag sé fornt gróðuryfir-
borð lóðarinnar. Leifar húss IV voru í þessu lagi.
Lag 4 - Ofan við lag 3 var rauðbrún mold með viðarkolaleifum og
móösku. Lagið var 0.40-0.60 nretra þykkt. Það var fínkornaðara cn lag
3. í þessu lagi, í skurðum I-J og K-L, voru tvö gjóskulög, sem síðar
verður fjallað um (bls. 155).
Lag 5 - Ofan við lag 4 var víða um 0.25-0.40 metra þykkt móösku-
lag. Einkum var mikil móaska í skurði O-P. Þar sást í lóðskurði nróta
fyrir holu, senr móöskunni hefur verið kastað í (teikn. 9).
Lag 6 — Efst var unr 0.35—0.45 nretra þykkt sand- og nralarlag. í því
var víða aska og torfuslitrur. í þessu lagi voru hleðslur húss II. Kjallari
lrúss III var grafinn gegnunr öll ofangreind lög.
Á sunnanverðri lóðinni var jarðlagaskipanin eftirfarandi (teikn. 11):
Lag 1 — Neðst var sanra nralarlag og var á norðanverðri lóðinni (lag 1).