Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 65
ELDBJÖRG
127
hefðu hvarvetna haft hneigð til að búa til nýja tyllidaga, eftir að lúterski
rétttrúnaðurinn tók að útrýma gömlum katólskum hátíðum, þá væri
það furðuleg tilviljun, ef næstum því sama nafnið hefði orðið til um svo
til sama daginn á íslandi, í Noregi og Svíþjóð án þess að nokkur tengsl
væru á milli.
Ennfremur er ljóst, að Eldbjörg er ekki þekkt sem katólskur dýr-
lingur, og engar sagnir fara heldur af henni sem neins konar alþýðudýr-
lingi á miðöldum í líkingu við t.d. Guðmund biskup góða. Petta er því
ekki pápisk siðvenja að uppruna. Hitt er alkunna, að katólska kirkjan
sýndi víða mikið langlundargeð gagnvart þjóðlegum heiðnum sið-
venjum og leitaðist raunar hvarvetna við að innbyrða þær og fá þeim
sitt kristilega yfirbragð eða finna þeim með einhverju móti stað innan
ramma eigin helgihalds. Þessa steinu má rekja allar götur aftur til Greg-
oriusar páfa mikla um 600. Þess vegna var ekki algjört samræmi í helgi-
haldi katólsku kirkjunnar á miðöldum, og einstök biskupsdæmi gátu átt
sína aukadýrlinga og þolað einhvcrjar aukahátíðir af umburðarlyndi
sínu, þótt móðurkirkjan hefði ekki átt frumkvæði að þeim.37
Það er því líklegast, að nafnið Eldbjörg sé tilbúningur úr eldra orði
eða orðum og menn hafi verið hættir að skilja merkingu þess, a.m.k.
þegar tekið var að amast við siðvenjunni í Svíþjóð á 18. öld.
Nú vill svo til, að í norskum skjölum frá 14. og 15. öld kemur fyrir
heiti á degi um jólaleytið, sem menn hafa helst skilið sem eldsdag jóla og
talið eiga við lok jólanna 6. eða 7. janúar. Það kemur fyrst fyrir í hand-
ritinu AM 12, 4to af lögum Magnúsar konungs Hákonarsonar. Þar
stendur ællzdag iola sem önnur handrit hafa þrettanda dag iola. Þetta
ltandrit hefur verið talið frá fyrra hluta 14. aldar, en fornlegt bæði að
stafsetningu og málfari.38
í bréfi frá 1419 stcndur a œlsdag jola, í öðru frá 1458 a elzs dagh jola
og í hinu þriðja frá 1465 a elsdagh jola.y>
Stundum þykir það illt fræðimanni, að skrifarar skuli fara eftir fram-
burði án þess að skýra uppruna. Af samhengi orða í bréfunum verður
ekki ljóst, um hvaða jóladag er að ræða. Eina haldreipið er lagahandrit-
ið, sem notar ællzdag í staðinn fyrir þrettánda dag. Og við það verður
að búa, uns annað kemur í ljós.
Ekki verður nú bent á neina skynsamlegri íslenska endurgerð eða
ráðningu þessara samstafa en einmitt orðið eldsdagur. Það ber engan
árangur, þótt reynt sé að hugsa sér mislestur úr rómverskri tölu í for-
riti, t.d. XIII, XIV eða XX, sem væru líklegastar, ef átt væri við ein-
hvern lokadag jólanna, þrettánda, fjórtánda eða tuttugasta dag. í fyrsta
lagi er nánast ógerningur að lesa els úr rómverskum tölustöfum, nenra