Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 68
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sunnudaginn í miðgóu, eða að vorlagi. Sveinn Pálsson læknir getur hans og nokkrum sinnum í ritum sínum.5 Óhætt er að segja, að þessar hugmyndir manna á síðustu hundrað árum bæta ekki miklu við til upplýsingar um uppruna eldbjargarmessu. Eftir stendur þá: 1. í Hálsasveit á íslandi hefur seint á 17. öld þekkst einhver dagamunur 7. janúar með söng, lestri, góðgjörðum og leyfi frá vinnu og gengið undir nafninu Eldbjargarmessa. 2. Á Vestur-Gautlandi í Svíþjóð þekkist það nemma á 18. öld, að drukkin er skál eldsins 7. janúar og kölluð Ellbors Skáhl. Par er eld- inum jafnframt fórnað öli og mat og beðið um vernd gegn eldsvoða. 3. Á Þclamörk í Noregi þekkist það seint á 18. öld, að menn drekki skál eldsins 7. janúar, sem þeir nefna Elbior-Dagen, en athöfnina kalla þeir Elbiors-Minde, sem skrásetjari telur merkja Ildborgs Skaal. Þar er glaðst yfir endurkomu sólarinnar með eld sinn, en jafnframt cr ölsopa hellt í eldinn og beðið um jafnan og góðan eld. Mikil samsvörun er óneitanlega með heiti þessarar athafnar, sem bregður fyrir varðandi sama dag á þrem málsvæðum á 17. og 18. öld. Hinsvegar er þessi siður a.m.k. ekki á vegum lútersku kirkjunnar, og hann er litinn illu auga af yfirvöldum í Svíþjóð á 18. öld. Engar heim- ildir eru heldur um hann í helgihaldi katólsku kirkjunnar. Líklegast er því, að upphaflega sé um að ræða einhvers konar alþýð- lcga cldvarnarbæn með eldvígslu eða eldsfórn, sem framin hafi verið nálægt miðjum vetri, þegar það fer að jafnaði saman hér á norður- slóðum, að frostið er einna grimmast, en sól þó sýnilega tekin að hækka á lofti. Katólska kirkjan kann að hafa látið þessa athöfn afskiptalausa í heimahúsum sem launblót og jafnvel reynt að fá henni kristilegt yfir- bragð. Sennileg skýring á orðinu eldsdagur líka sú, að reynt hafi verið að breyta nafni þessa athæfis úr eldbjörg í eldsdag, sem þá hefði getað merkt ljósahátíð kirkjunnar um sama leyti (sbr. bls. 128). Siðurinn hafi síðan smám saman dáið út með vaxandi strangleika hins lúterska rétt- trúnaðar eða tekið á sig aðrar myndir, þar sem ölskálin og spásögnin verður meginatriðið, en eldshyllingin hverfur að mestu. Framlenging jólanna í Noregi og Svíþjóð til 13. janúar ásamt síaukinni notkun nafns- ins Knútsdagur í prentuðum almanökum frá því um 1700 kann líka að hafa ráðið nokkru um það, að eldbjörg líkt og veslast upp. Á íslandi verður hennar hins vegar aldrei vart, utan í þessu eina bréfi frá 1728.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.