Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 68
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sunnudaginn í miðgóu, eða að vorlagi. Sveinn Pálsson læknir getur hans og nokkrum sinnum í ritum sínum.5 Óhætt er að segja, að þessar hugmyndir manna á síðustu hundrað árum bæta ekki miklu við til upplýsingar um uppruna eldbjargarmessu. Eftir stendur þá: 1. í Hálsasveit á íslandi hefur seint á 17. öld þekkst einhver dagamunur 7. janúar með söng, lestri, góðgjörðum og leyfi frá vinnu og gengið undir nafninu Eldbjargarmessa. 2. Á Vestur-Gautlandi í Svíþjóð þekkist það nemma á 18. öld, að drukkin er skál eldsins 7. janúar og kölluð Ellbors Skáhl. Par er eld- inum jafnframt fórnað öli og mat og beðið um vernd gegn eldsvoða. 3. Á Þclamörk í Noregi þekkist það seint á 18. öld, að menn drekki skál eldsins 7. janúar, sem þeir nefna Elbior-Dagen, en athöfnina kalla þeir Elbiors-Minde, sem skrásetjari telur merkja Ildborgs Skaal. Þar er glaðst yfir endurkomu sólarinnar með eld sinn, en jafnframt cr ölsopa hellt í eldinn og beðið um jafnan og góðan eld. Mikil samsvörun er óneitanlega með heiti þessarar athafnar, sem bregður fyrir varðandi sama dag á þrem málsvæðum á 17. og 18. öld. Hinsvegar er þessi siður a.m.k. ekki á vegum lútersku kirkjunnar, og hann er litinn illu auga af yfirvöldum í Svíþjóð á 18. öld. Engar heim- ildir eru heldur um hann í helgihaldi katólsku kirkjunnar. Líklegast er því, að upphaflega sé um að ræða einhvers konar alþýð- lcga cldvarnarbæn með eldvígslu eða eldsfórn, sem framin hafi verið nálægt miðjum vetri, þegar það fer að jafnaði saman hér á norður- slóðum, að frostið er einna grimmast, en sól þó sýnilega tekin að hækka á lofti. Katólska kirkjan kann að hafa látið þessa athöfn afskiptalausa í heimahúsum sem launblót og jafnvel reynt að fá henni kristilegt yfir- bragð. Sennileg skýring á orðinu eldsdagur líka sú, að reynt hafi verið að breyta nafni þessa athæfis úr eldbjörg í eldsdag, sem þá hefði getað merkt ljósahátíð kirkjunnar um sama leyti (sbr. bls. 128). Siðurinn hafi síðan smám saman dáið út með vaxandi strangleika hins lúterska rétt- trúnaðar eða tekið á sig aðrar myndir, þar sem ölskálin og spásögnin verður meginatriðið, en eldshyllingin hverfur að mestu. Framlenging jólanna í Noregi og Svíþjóð til 13. janúar ásamt síaukinni notkun nafns- ins Knútsdagur í prentuðum almanökum frá því um 1700 kann líka að hafa ráðið nokkru um það, að eldbjörg líkt og veslast upp. Á íslandi verður hennar hins vegar aldrei vart, utan í þessu eina bréfi frá 1728.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.