Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 56
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Grégóríus fór úr Konungahellu ofarla jólanna mcð miklu liði, og komu þcir til Fors inn þrettánda dag jóla og voru þar um nóttina og hafði þar óttusöng affaradag jól- anna, og var honum lesið guðspjall eftir. Það var laugardagur. Hér telur Bjarni Aðalbjarnarson, að átt sé við 7. janúar í báðum til- vikum, enda er naumast hægt að skilja síðara dæmið á annan veg.4 í Fóstbræðra sögu segir: Affaradag jólanna bjuggust menn á brott. Hér telur Guðni Jónsson, að átt sé við þrettánda dag jóla. í Valla-Ljóts sögu segir: Húskarl Ljóts spurði, hvenær Halli myndi heim fara. Húskarl Þóris kvað hann af- farardag jólanna fara mundu. Hér telur Jónas Kristjánsson, að átt sé við þrcttánda dag jóla eða fyrsta dag eftir jól.6 í Kjalnesinga sögu segir: Affaradag jólanna gekk Búi fyrir Dofra. Hér segir Jóhannes Halldórsson, að orðið merki síðasta dag jóla eða e.t.v. fyrsta dag eftir jól, en hann er nokkuð viss um, að síðari skýringin eigi við þessa frásögn í Þórðar sögu hreðu: Nú er að segja frá Össuri að Þvcrá, að hann heldur njósnum til um ferð Þórðar, þá hann fer frá jólavcislunni. Safnar hann að sér mönnum og ríður heiman við inn nítjánda mann um nóttina fyrir affaradag jólanna út til Hjaltadals.7 í Sturlaugs sögu starfsama er í stað affaradags talað um afgöngudag jóla, en útgefendur reyna ekki að útskýra það: En afgöngudag jólanna gekk konungur á málstefnu og Hemingur.8 í fornbréfi frá 1476 er talað um afara nóttina laugardagsins næsta eftir kertamessu, og um sama atburð er getið í transskrifti frá 1480 með orð- unum: á affaranóttina laugardagsins næsta cftir kyndilmessu.9 Ekki er fullvíst, hvort hér er átt við nóttina eftir laugardaginn eða á undan, en í því tilviki væri um að ræða samlögun úr aðfaranótt líkt og þegar orðið aðfangadagur sést samlagað í affangadagur.10 En það skiptir raunar ekki máli varðandi fyrrgreind dæmi úr fornsögum, því að þau eiga ótvírætt við lok jóla eða veislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.