Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Blaðsíða 44
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. niynd. Laufabrauð skorið Í973. Munslrið á kökumii ticðsl lil vinslri er skammdegissól. Ljástu.:
Krisljátt Pélur Cuðttasoti. — Laufabrauð, leafbread, cut 1973. Tlie desigtt of llie bread at lower
lefl is called wiuter suti.
haft var til sjaldhafnar um miðja öldina: lummur, kleinur og laufabrauð,
og getur þess jafnframt að almenningur hafi venjulega látið sér nægja að
hafa í það „fínt malað bankabygg.“I3 Áður í sömu grein hafði hann sagt
frá svonefndum brauðveislum, sem um og litlu fyrir öldina miðja, að
því er skilja má af frásögn hans, tíðkuðust í Eyjafirði og stöku sinnum
í Skagafirði, og nefnt þar til veislukosts „lummur, vöfflur og hveiti-
kökur (skonrokskökur)"14 án þess að minnast á laufabrauð.
Laufabrauð er cinnig nefnt í tveimur greinum eftir Ólaf Davíðsson,
hinni fyrri prentaðri 1893. Þar segir hann fyrst að hann hafi ekki vanist
því að „laufabrauð væri búið til optar en á jólunum." Síðar í sömu grcin
getur hann þess jafnframt að á árunum 1840-1860 hafi veislur í Eyjafirði
verið brauðveislur, án þcss þó að tilgreina brauðtegundirnar.15 f viðbæti
við þessa grein, frá 1898, birtir hann síðan nákvæma lýsingu á veislum
þessum sem móðir hans, Sigríður Ólafsdóttir,l(’ tók saman. Segist henni
meðal annars svo frá, að á borðinu frammi fyrir hverjum manni liafi