Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 3

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 þeim ósköpum fæddur, að ég er tileygur á vinstra auga. Síðan le.it hún niður, unz augu hennar námu staðar við baugfingur hægri handar minnar. Þá tók ekki betra við. Enginn gullbaugur skreytti hann. Sá ég þá, hvar skugga brá fyrir í svip hennar, og skildi ég það svo, að henni þætti miður, að ég væri ekki maður kvæntur eða berlega heitbundinn. Ég gat skilið hennar sjónarmið, að alltaf gæti til einhverra tíðinda dregið, þegar ógift fólk kynnist. Og þess verður að minnast, að frk. Ingibjörg bar ábyrgð á fræðslu og framtíð eins hundraðs ungra kvenna. Kennslan hófst. Eg átti að kenna í 2., 3. og 4. bekk. Segir ekki neitt af henni allra fyrst, en brátt komu þær námsmeyjar, sem voru í 4. bekk, fram með hugmynd, sem raunverulega varð óbein orsök þess, er síðar gerðist. Þetta haust hafði verið öndvegistíð. Blóm stóðu lítt eða ekki skemmd í skrúðgörðum, þar á meðal í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík. Ungfreyjunum datt það í hug, að ferð suður í Gróðrar- stöð í kennslustund mundi vera sérlega vel til þess fallin að vekja bæði áhuga þeirra á grasafræði og efla skilning þeirra um leið. Varð það að ráði, að ég skyldi finna Ragn- ar Asgeirsson, sem þá réði ríkjum þar, og fá að koma þangað með námsmeyjar mínar. Ragnar var og er, sem kunnugt er, ljúfmennskan sjálf, að minnsta kosti þegar hann er ekki að reka áfram taf- gjarna ferðamannahópa. Tók hann minni málaleitan kon- unglega, og mátti ég koma þangað með stúlkurnar ár- degis næsta dag. Veður var hið fegursta daginn eftir. Er kennslustund skyldi hefjast, var ekki sezt á harða skólabekki, heldur skundað af stað í góðviðrinu suður í Gróðrarstöð. Eng- um gat það dulizt, er leit þann flokk, að þar hafði ég frítt og glæsilegt föruneyti. Ragnar tók okkur ástúðlega og fylgdi skaranum fram og aftur milli blómabeða, sagði deili á blómum og fræddi okkur hið bezta. Meðal annars sýndi hann okkur blóm nokkurt, sem hann sagði að héti Belladonna. „Belladonna þýðir: „Hin fagra frú“,“ sagði hann, en nafnið fengi jurt- in af því, að úr henni væri unnið efni, sem stúlkur létu drjúpa í augu sér. Stækkaði við það sjáaldrið, og þætti það fagurt. Ekki renndi ég grun í það þá, að ég ætti eftir að kynn- ast þessu efni betur síðar og læra að þekkja það, sem eitt af beztu lyfjum lækna þeirra, sem nefndir eru hómópat- ar eða smáskammtalæknar. Er þá búið að þynna það eftir reglum þeirra, þegar það er notað sem lyf. Skemmtilega stundin okkar i Gróðrarstöð.inni var brátt á enda runnin. Hve mikið stúlkurnar námu þarna, skal ég ekki reyna að dæma um. En mér varð ljóst, að fjar- lægðin milli þeirra og mín virtist hafa minnkað eða horf- ið. Er ég kom í kennslustund næsta morgun, stóð blóma- vasi með blómum í á kennaraborðinu. Hvers vegna veit ég ekki. Hann var þar ekki áður, svo að ég hefði veitt honum athygli, og hann hvarf ekki af borðinu, meðan ég kenndi þar, eða meðan útiblóm voru fáanleg. Ég leit á þetta sem þakklætis- eða vináttuvott af námsmeyjanna hendi og gleymdi því, að hann gat verið ætlaður einhverj- um öðrum kennara en mér, þeim, sem kenndi síðar um daginn. Námsmeyjarnar í 4. bekk voru þroskaðar stúlkur, al- úðlegar í viðmóti og umbáru það vel, að ég, sem 3. bekk- ingur í Kennaraskólanum, var þrepi neðar í námsstiganum en þær sjálfar. Námsmeyjarnar í 2. bekk voru meir líkar stórum börn- um, og þær virtu mig sem sér lærðari mann. Þær koma ekkert hér við sögu, heldur 3. bekkur. Áður en meira segir af samskiptum þeirra nemenda minna og mín, skal ég geta þess, að það voru stúlkur sundurleitar nokkuð og mjög misjafnlega þroskaðar. Eðlilega spurðist þetta í Kennaraskólanum, að ég væri farinn að kenna í Kvennaskólanum. Létu sumir skólabræð- ur mínir það ótæpt í ljós, að ég væri öfundsverður mað- ur, er ég ótti slíku lón,i að fagna að vera innan um allan þennan meyjaskara. Einn maður hafði þó oftast orð á þessu. Hugði ég honum þegjandi þörfina. Dr. Helgi Jónsson, grasafræðingur, kenndi þá við Kenn- araskólann. Hann vissi, að Kvennaskólinn átti gott safn mynda um grasafræði, einkanlega um innri byggingu þeirra. Myndir þessar fékk hann lánaðar og bað mig að nálgast þær, og koma þeim suður í Kennaraskóla. Mynd- irnar voru nokkuð margar og stórar. Sá ég, að ég þyrfti á hjálparmanni að halda til að bera þær suður eftir. Ég valdi þennan námsfélaga minn, sem mest hafði haft það á orði, hve gott ég ætti, og bað hann að koma með mér ofan eftir og sækja myndirnar. Var hann fús til þess. Nú skal geta þess, að maður þessi var fríður sýnum, hárið mikið og fallega brúnt, og allur var maðurinn álit- legur. Stillti ég svo til, að við skyldum vera staddir utan við fordyri Kvennaskólans, er því væri lokið upp að lið- inni kennslustund, en þá streymdi kvennaskarinn út úr húsinu, þegar veður var gott. Allt fór þetta að óskum. Við mættum fyrstu stúlkunum, er v.ið vorum að koma að dyrunum, og tróðumst gegnum þröngina eða klufum strauminn. Ég var það hár vexti, að ég gat horft yfir hópinn að mestu. En félagi minn var lægri vexti og í augnahæð við meyjarnar margar. Beindist athygli þeirra öll að honum, því að mig voru þær vanar að sjá, og auk þess skorti mig fríðleik félaga míns. Sá veit bezt, sem reynir. Eng.inn maður, sem ekki hefir reynt, hvað það er að mæta hundrað ungum og gáska- fullum stúlkum í einum hóp, sem flestar eða allar gefa honum gætur, getur sett sig í spor skólabróður míns á þessari stundu. Honum var nóg boðið, sýndist mér. Og eitt er víst: Ég minnist þess ekki, að hann minntist á það oftar, hve gott ég ætti að kenna í Kvennaskólanum. Góða veðrið hvarf. Frost og snjóar lögðust að. Þá var það einn dag, að námsmeyjar í 3. bekk hófu máls á því við mig, að vafalaust mundi það efla áhuga þeirra á dýrafræðinni, ef ég færi með þær niður á Náttúrugripa- safn í einni kennslustund. Satt var það, að ekki veitti af að efla áhugann, því að hann var niður við frostmark, oftast nær, hjá ýmsum þeirra. Nú var ekki svo vel, að ég gæti farið þetta án vitund-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.