Norðurljósið - 01.01.1965, Side 7

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 7
NORÐURLJÓSIÐ 7 FALL LÆKNISINS Eftir Vernon R. Phillips, M. D. Eg fæddist á nafnkristnu heimili. Foreldrar mínir töldu viðeigandi, að börnin væru í sunnudagaskóla, þótt þau færu ekki alltaf með þeim. Þótt ég gengi í sunnudagaskóla og kirkju reglubundið, var mér kennt, og ég trúði því, að enginn gæti vitað fyrri en hann dæi, hvort hann færi í himnaríki eða helvíti. Einhvern veginn hélt ég, að Guð mundi vega góð og ill verk á vogarskálum. Sú skálin, sem þyngri væri, réði úrslitum. Þegar ég var unglingur í framhaldsskóla, snerust bæði foreldrar mínir á gamaldags vakningasamkomu í smáborg- inni okkar. í vissum skilningi olli þetta mér óþægindum, af því að námsfélagar mínir töluðu um foreldra mína sem nokkuð ofstækisfull í trúarefnum. I hér um bil þrjú ár var ég undir áhrifum heimilis, sem orðið var gerbreytt. Ahrifum þess hefi ég aldrei gleymt, þótt árin hafi liðið. Er ungur maður kýs sér ævistarf, ætti hann að nota sínar meðfæddu gáfur, en mest af öllu biðja um þetta allra mikil- vægasta mál. Þetta getur hafa átt einhvern þátt í vali mínu á læknisstarfi, en ég held, að mesta ástæðan hafi verið, að mig langaði til að láta meðbræður mína dást að mér og virða mig. Á kreppuárunum varð ég að vinna mér braut gegnum nám við menntaskóla. Ég var í meðallagi siðferðislega og sem námsmaður. Ég byrjaði að drekka dálítið og spila fj árhættuspil, sem í fyrstu skapaði ofurlitla sektarkennd. Ég harðnaði seinna. Hroki minn óx heldur við það, að ég fékk aðgang að einum af elztu og beztu læknaskólum lands- ins. Hér varð að leggja dálítið meir að sér við námið, og hér voru drykkjuveizlurnar dálítið stærri. Bæði í mennta- skóla og í læknaskóla hafði ég aldrei tíma fyrir nokkuð andlegt. Er námi mínu lauk, var ég óðar kallaður til herþjón- ustu í heimsstyrjöldinni síðari sem læknir með fótgöngu- liðum. I fyrsta sinn um mörg ár hað ég um vernd. Ég reyndi að verzla við Guð, sem er rangt. Ég lofaði að þjóna honum, ef hann kæmi mér lífs úr styrjöldinni. Minnið var samt mjög lélegt hjá mér. Þegar ég var úr allri hættu á hvíldarsvæðunum, þá gerði ég allt, sem var ljótt og rangt. Ég fékk purpurahjartað og ýmiss önnur heiðursmerki, sem geysilega efldu sjálfsálit mitt. Eg komst heim án þess að limlestast. Eftir stríðið hóf ég læknisstörf á Harrisburg, Pa. svæð- inu. Ég var leiddur inn í samkvæmislífið, sem ég taldi nauðsynlegt til þess að komast vel áfram. Þetta hafði í för með sér sífelld víngildi og dansleiki í félagsheimilum. Þetta fannst mér ágætt, því að þá losnaði ég undan vanda- málum dagsins og losnaði við veruleikann stutta stund. Um 1952 varð ég að vera í tveimur eða þremur sam- kvæmum á viku. Fyrir þann tíma gat ég litið á mig sem mikinn drykkjumann, en nú réð ég ekkert við drykkjuskap minn. Ég varð að lokum að kannast við, að ég væri orðinn áfengissjúklingur. Andlegt ástand mitt gat ekki aumara verið. Við hjónin sóttum ekki kirkju og sendum ekki dreng- ina okkar fjóra í sunnudagaskóla. En við fundum til sekt- artilfinningar. Við minntumst bæði þeirra tíma, þegar foreldrar okkar höfðu tekið á móti Drottni. Við vissum, að einhvern tíma yrðum við að breytast, ef við vildum vera um eilífð hjá Drottni. Þegar einn af veiðifélögum mínum, safnaðarhirðir nokkur, spurði mig, hvort við vildum ekki ganga í söfnuð- inn, þá hélt ég, að það gæti veitt mér þann innri frið, sem ég þráði svo afskaplega. Við gengum svo í söfnuðinn. Ég var ennþá áfengissjúklingur, og ekkert hafði breytzt hjá mér nema það, að við tilheyrðum nú söfnuði. Meðan þetta gerðist, voru afleiðingar lífernis í syndinni þær, að ég smám saman missti það, sem ég hafði barizt við að öðlast. Aðsókn til mín sem læknis dvínaði, og það, sem verst var, ég missti virðingu konu minnar og fjölskyldu. Ég viðurkenndi að lokum, að ég væri í afskaplegri þörf fyrir hjálp. Ég sneri mér til AA — ónafngreindra áfengissjúklinga -— samtakanna, en þetta var ekki lausnarleið mín. Loksins varð ég að viðurkenna, að ég væri orðinn ræfill. Nokkrum sinnum, er ég kom seint heim að nóttunni, tók ég byssu til að stytta mér aldur. En ég vissi, að það kæmi mér til helvítis. Konan mín sárþarfnaðist leiðbeininga og sendi eftir tveimur safnaðarhirðum til að fá ráð. Annar þeirra sagði, að ég þyrfti að fá meiri frí, hinn gat ekkert sagt. Hún þekkti hjálpræðisveginn, og dag nokkurn, er hún var alein heima, bað hún iðrunarbæn syndarans og tók á móti Kristi sem frelsara sínum. Álit mitt á þessu var, að hún hefði orðið eitthvað þröngsýn í trúarbrögðunum. Bróðir minn einn hafði snúið sér til Krists einu ári fyrr. Dag nokkurn bauð hann mér að koma með sér til hófs Kristinna kaupsýslumanna. Á þeirri samkomu heyrði ég vitnisburði manna, sem sögðu frá, hvernig ævi þeirra hefði verið breytt. Ævi eins mannsins hafði verið mjög lík minni, unz Kristur umbreytti honum. Er samkomunni lauk, spurði einn maðurinn mig, hvort ég vildi ekki verða kristinn. Ég sagði honum, að ég vildi verða það, en ég væri svo á kafi í syndinni, að sennilega væri það ógerlegt. Næstu vikur leið mér mjög illa, og ég var niðurbeygður. Þetta veit ég núna, að var gamaldags sannfæring um synd. Seinna fékk ég að vita, að margt fólk, þar á meðal foreldrar mínir, bað fyrir mér daglega. Guð hafði byrjað að svara bænum þess. Hinn 21. maí 1959 var ég í viðskiptaferð. Djúp synda- tilfinning hafði gripið mig, þar sem ég ók. Ég bað og beiddist þess af Guði, að hann frelsaði mig. Gleðitárin runnu niður kinnar mér, þegar hinni geysilegu syndabyrði var létt af mér. Guð gaf mér þá fullvissu, að ég væri ný sköpun í Kristi Jesú. Ég hef aldrei freistazt síðan til að fá mér nokkurn sopa af áfengi. Meginvandamál mitt, var ekki áfengið heldur það, að ég þekkti ekki Jesúm Krist. Fyrsta manneskjan, sem ég sá eftir afturhvarf mitt, var sú, sem beðið hafði fyrir mér í 30 ár, -—■ móðir mín. Við grétum bæði af gleði og lofuðum Guð fyrir gæzku hans. Er við náðum valdi yfir okkur, kom faðir minn heim úr stuttri ferð, og við fögnuðum saman af nýju.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.