Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 11

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 11
NORÐURLJÓSIÐ 11 munu róttæku trúflokkarnir og rómversk-kaþólska kirkjan brátt verða kröftugustu trúarstefnurnar í þjóðfélagi Banda- ríkjanna. Það verður fróðlegt að sjá, hvað gerist á hæstu stöðum innan kirkjudeildanna, þegar dvínandi tala fólks í söfnuðunum fer að sjást á samskotadiskunum. Alsælu- trúin nýja leiðir af sér óhjákvæmilega minnkandi safn- aðartekjur. Flestir góðviljaðir menn eru nógu mannúðlegir til þess að óska, að helvíti væri ekki til og enginn eilífur dómur. Samt sem áður er kenning Jesú Krists um óhjákvæmilegan, guðlegan, eilífan dóm yfir hinum iðrunarlausu eins skýr og kenning hans um eilífðina og Sæluboðanirnar. í gjör- völlum hinum þekkta alheimi er ekki til hin minnsta ögn af eilífðarvon fyrir manninn án iðrunar eða afturhvarfs frá synd til trúar á Jesúm Krist sem hinn eina frelsara, sendan af Guði. En það er sorgleg saga, að svo margir okkar, sem trúum raunveruleika eilífs dóms, sjáum ekki þá ábyrgð, sem við berum gagnvart hinum glötuðu, eða breytum samkvæmt henni. Eg heyrði dr. Martin Niemöller frá Þýzkalandi segja frá þeirri draumsýn, sem Guð þurfti að gefa honum, til þess að gera honum ljóslifandi þá ábyrgð, sem hann bar á því: að vitna fyrir öðrum. Niemöller fullyrti, að hann hefði enga skylduhvöt fundið hjá sér til að vitna fyrir Nazista-varðmönnunum, sem gættu hans, áður en hann dreymdi þennan draum á sjöunda árinu af þeim átta árum, sem hann var í fangelsi fyrir að standa uppi í hárinu á Hitler. I draumnum sá hann Hitler verja mál sitt fyrir dómstóli Guðs. Afsökun hans á syndum sínum var, að hann hefði aldrei heyrt fagnaðarerindið. Þá heyrði dr. Niemöller rödd Guðs hljóma til sín: „Varstu með honum heila klukkustund án þess að flytja honum fagnaðarerind- ið?“ Þegar Niemöller vaknaði, mundi hann eftir, að hann hafði verið aleinn með Hitler heila klukkustund án þess að vitna fyrir honum um hjálpræðið. Þá skildi hann skýrt, að skylda hans var að vitna fyrir öllum mönnum, jafnvel sínum fyrirlitlegu varðmönnum. Verðum við að fá sérstaka sýn frá Guði, til þess að við getum séð, að við berum ábyrgð á eilífum örlögum ann- arra? Okkur er af Guði gefin tilfinning gagnvart nauð- syn þess að vitna fyrir öðrum. Fagnaðarerindi Jesú Krists er hinn eini öruggi boðskapur vonar, sem getur snúið mönnum frá örvænting gagnvart örlögum „í tómi geims- ins.“ (Dr. Crow er prestur hjá Baptista-siifnuði í Bandaríkjunum. Hann er forstjóri trúboðssambands Baptista í Suður-Kalifornín. — Þórður M. Jóhannesson, Reykjavík, þýddi ræðuna, en ritstj. Nlj. fór yfir þýðinguna.) ---------x--------- Háskólakennari, sem ekki vildi heyra um syndaspilling mannsins, sagði: „Við erum ekki spilltir. Það er dálítill engill í okkur öllum, og hlutverk fagnaðarerindisins er að finna engilinn, hreinsa í burtu ruslið, svo að engill- inn sjáist.“ — Þótt við værum englar, þá værum við fallnir englar. „Hinir mörgu urðu að syndurum fyrir ó- hlýðni hins eina manns.“ (Róm. 5. 19.). VALD KRISTS Saga frá Filippseyjum. (Þýdd). „Góði vinur, hvaða lyf er handa manni, þegar hugs- unin yfirgefur hann?“ Dick Elkins var önnum kafinn í sjúkradeildinni, þegar Siblian, sem hjálpaði honum með tungumálið, spurði þessarar spurningar. „Það eru margs konar lyf til,“ svar- aði Dick, „en stundum er ekki hægt að lækna manninn með lyfjunum einum. Hver er svona veikur?“ „Það er Anuy,“ svaraði Siblian. „Hann er eins og villi- dýr. í morgun fór hann út í grafreitinn og mokaði upp gröf litlu stúlkunnar, sem dó nýlega. Síðan tók hann lík- ið úr kistunni.“ Þá mundi Dick eftir því, að þá um morguninn höfðu þeir Siblian verið að þýða söguna af manninum, sem haldinn var af illum öndum. Sá maður hafði hafzt við í gröfunum, unz Jesús læknaði hann og leyfði illu öndun- um að fara í svínahjörðina. „Veiztu, á hvað þetta minnir mig?“ spurði Dick. „Já, á kaflann, sem við vorum að þýða í morgun.“ Siblian virtist hugsandi. „Þetta hlýtur að vera illur andi?“ „An vafa,“ svaraði Siblian. „En hvað getum við gert?“ „Hið eina, sem við getum gert,“ svaraði Dick, „er að biðja.“ „Hvernig förum við að því að biðja?“ „Við blátt áfram tölum við Guð, okkar himneska föð- ur, eins og við værum að tala v.ið vin. Við biðjum hann að reka út illa andann. Við Betty munum biðja, og þú biður líka.“ Þegar þeir komu inn í húsið, þar sem Dick og Betty og börnin þeirra þrjú áttu heima, sáu þeir hóp af konum, sem voru í æsingu að tala hvíslandi við Betty um „brjál- aða manninn.“ Tveimur árum áður, árið 1953, höfðu þau Dick og Betty farið að eiga heima í þessu litla þorpi, Barandias. Húsið þeirra var mjög líkt húsum annarra þorpsbúa, úr fjölum og grasi. Þorpsbúar voru lengst af á ökrum sín- um, en samt gaf oftast einhver sér tíma til að hjálpa þeim Dick og Betty með Manobo-málið. Sú stund rann loksins upp, að Dick gat farið að þýða guðspjall Markúsar. Hann þráði, að sá dagur rynni upp, þegar fólkið lærði að þekkja kærleika Krists, sem frelsað gat það frá ótta þess og skelfingu. Um kvöldið báðu þau Dick og Betty einlæglega um það, að Drottinn vildi lækna Anuy og með þeirri opin- berun máttar síns að láta nafn Hans hljóta heiður og dýrð. Snemma næsta dag urðu þau að takast ferð á hendur til aðalstöðva kristniboðsins. Meira en mánuður leið, unz þau komu aftur. Þá spurði Dick jafnskjótt um Anuy. „Hann er heill heilsu,“ sagði Siblian, sjáanlega snort- inn, „alheilbrigður, Andinn yfirgaf hann daginn, sem þið fóruð. Bæn ykkar er virkilega sterk.“ Þetta var hið fyrsta, sem Siblian fékk að sjá af mætti Guðs. Er tímar liðu, meðan hann hélt ófram að hjálpa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.