Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 15
NORÐURLJÓSIÐ
15
ekkert annað en endurtekið í sífellu: „Ég get ekki trúað
þessu! Ég blátt ófram get ekki trúað þessu!“
Síðan Amelia læknaðist, hefir hún aldrei orðið sjúk
nokkurn dag eða tekið svo mikið sem eina aspirintöflu. I
nálega tíu ár hefir hún aldrei þurft að leita læknis.
Þetta er kraftaverk Guðs, framkvæmt af honum sem
svar við eftirvæntingarfullr.i trú eins barns hans.
„Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir Anda minn,
segir Drottinn hersveitanna.“ (Sak. 4. 6.).
Hve vel vér þekkjum sannleika þessara orða. Frá djúpi
hjartans þökkum við honum fyrir þessar dásamlegu opin-
beranir máttar hans og strengjum þess heit, að gefa hon-
um dýrðina um aldir alda.
Úr bókinni: 1 Believe in Miracles. (Ég trúi á kraftaverk).
------------------------x--------
KRAFTAVERKALYFIÐ
„Ekki er Drottinn seinn ó sér með fyrirheitið, þótt sumir ólíti
það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar sem hann
vill ekki, að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar."
(II. Pét. 3. 9.).
Pensilínið er nútíma kraftaverkalyf. Allir, sem þarfnast
þess, geta fengið það. Þetta lyf er ekki nýtt. Löngu áður
en Kólumbus fann Ameríku, var pensilín í notkun hjá
Indíánum í Suður-Ameríku. Nafn þess var Cuxum. Til eru
margar tegundir af pensilíni.
Annað gamalt læknislyf er til, sem allir geta fengið, sem
þarfnast þess. Það er kröftugra en pensilín. Lyf þetta
læknar þúsundir af vonlausum og sundurkrömdum manna-
hjörtum, og sálunum veitir það undursamlega hvíld. Þetta
lyf boðar bandingjum lausn. (Lúk. 4. 18.).
Þetta læknislyf er Kristur. Hann er hinn eini, sem læknað
getur mannleg hjörtu. Hann er heilsugjafi sálarinnar,
þegar hún er sjúk af synd. Hann er kominn til að frelsa
synduga menn. Hann er uppspretta hins sanna lífs. Kraftur
hans til að frelsa er meiri en mannlegur skilningur nær.
Trúarjátning margra manna er á þessa leið: „Ég trúi,
að Kristur hafi dáið fyrir allt mannkynið. Ég lifi ólastan-
legu lífi, er meðlimur í kirkjunni og var skírður þar og
borga mín gjöld og gef til líknarstarfsemi. Ég trúi því, að
ég komist til Guðs eins og flestir aðr.ir.“
Má ég segja yður, að þér komist aldrei inn í himin Guðs
vegna þessa. Biblían segir: „Af NAÐ eruð þér hólpnir orðnir
fyrir trú, og það er ekki yður að þakko, heldur Guðs gjöf, ekki
af verkum, til þess að enginn skuli geto þakkað sér sjólfum."
(Efes. 2. 8., 9.). Menn frelsast og endurfæðast fyrir laug
endurfæðingar og endurnýjunar heilags Anda.
Trúarjátning endurfæddrar mannssálar hljóðar því
þannig: „Ég er syndugur maður, en frelsaður af náð, af
því að Kristur dó fyrir mig, vegna minna synda. Og
„ekki er hjólpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað
nafn undir himninum, sem menn kunna að nefna, sem oss sé
ætloð fyrir hólpnum oð verða"." (Post. 4. 12.). Þetta er leiðin,
sem Faðirinn á himnum hefir opnað oss til hjálpræðis.
Hann gerði það af kærleika, því að #,svo elskaði Guð heim-
inn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann
trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." (Jóh. 3. 16.).
Guð vill ekki, að neinir glatist, þess vegna segir ritn-
ingin: „Hann er langlyndur við yður, þar sem hann vill ekki,
að neinir glatist, heldur oð allir komist til iðrunar."
Kristur vill koma inn í mannshjartað til að vera frelsari
allra þeirra, sem veita honum viðtöku. Þess vegna segir
hann: „Sjó, ég stend við dyrnar og kný ó. Ef einhver heyrir roust
mina og lýkur upp dyrunum, þó mun ég foro inn til hans og
neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." (Opinb.
3. 20.).
Hann vill búa í hjarta mannsins, og tilgang hans sjáum
við í þessum orðum heilagrar ritningar: „Svo segir hinn hói
og hóleiti, hann sem rikir eilíflcga og heitir Heilagur: Eg bý á
hóum og helgum stoð, en einnig hjó þeim, sem hofo sundur-
kraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna auð-
mjúku og til þess að lifga hjörtu hinno sundurkrömdu." (Jes.
57. 15.).
Þegar maðurinn hefir fengið fyrirgefningu synda sinna
og Kristur býr í hjarta hans, þá gleðst hann og fagnar
yfir Guði, og hann syngur: „Lofa þú, Drottin, sóla min, og
allt, sem í mér er, hans heilaga nafn. Lofa þú, Drottin, sólo
min, og gleym eigi neinum velgjörðum hans, sem fyrirgefur allor
misgjörðir þinar, læknar öll þin mein, leysir lif þitt fró gröfinni,
krýnir þig nóð og miskunn, sem mcttar þig gæðum, þú yngist
upp sem örninn. Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum
kúguðum." (Sálm. 103. 1.—6.).
Allar þessar blessanir Guðs standa þér til boða. Af
kærleika sínum vill hann gefa þér þær. Þú þarft ekkert
nema að vilja þiggja þær og svo að taka á móti gjöf Guðs,
taka á móti Jesú Kristi.
Ef þú heyrir eða finnur, að Guð er að tala til þín meðan
þú lest þessar línur, minnstu þess þó, að heilagur Andi
segir: „I dag, ef þér heyrið raust hans, þó forherðið ekki hjörtu
yðar." (Hebr. 3. 7., 8.). Herð þú eigi hjarta þitt, þegar
frelsarinn hvíslar: „Komið til min, allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Tokið ó yður
mitt ok og lærið af mér, þvi að ég er hógvær og af hjarta litil-
lótur, og þó skuluð þér finno sólum yðor hvíld; því að mitt ok
er indælt og byrði mín létt." (Matt. 11. 28.—30.).
En líferni þess manns, sem tekur á móti Kristi Jesú sem
frelsara sínum, verður að breytast. Gamlar syndir og
venjur eiga að hætta. Guð segir: „Þvoið yður, hreinsið yður,
takið illskubreytni yðar i burt fró augum minum; lótið af að
gjöra illt. Lærið gott að gjöra, leitið þess, sem rétt er; hjólpið
þeim, sem fyrir ofríki verður, rekið réttar hins munaðarlausa og
verjið mólefni ekkjunnar." (Jesaja 1. 16., 17.).
Guð býður oss öllum fullkomna hreinsun allra vorra
synda. Hann segir: „Komið nú og eigumst lög við, segir Drott-
inn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvitar
sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða
sem ull." (Jes. 1. 18.).
Þetta er Guðs fullkomna hjálpræði: Kristur sjálfur með
frelsun og hreinsun af allri synd. Þetta er Guðs kröftuga
læknislyf. Hefir það læknað þig? Viltu láta það gera það
og gera það NÚ?
x-