Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 19

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 19
NORÐURLJÓSIÐ 19 Hönd hennar snart byssuna, og hún fór hægt að færa byssuna undan rúminu, meðan hún hélt áfram að tala og klappa á handlegg hans, unz hún gat fengið hann til að leggjast út af. Þegar hann var rólegur og augun lok- uð, tók Kay byssuna og hélt henni upp að sér, svo að bann sæi hana ekki, ef hann opnaði augun. Allan tím- ann bað hún í hljóði, að hún gæti komizt ofan, áður en hann saknaði hennar. Jafnskjótt og hún var komin niður, tók hún lokuna úr byssunni og faldi hana. Mátti það ekki seinna vera, því að Speedy kom þá reikandi niður. Hann sárbað og þrábað um lokuna, því að hann fann, að hann var að fá drykkjuæðið aftur og kvaðst heldur vilja deyja en reyna það í annað sinn. Hann leitaði og leitaði að lokunni, en gat aldrei fundið hana. Dögum sam- an var hann með tvö skothylki í vasanum, bað um lok- una og leitaði hennar. ,,Oftar en á einu kvöldi,“ rifjar kona hans upp, „lét hann mig binda hendurnar á sér við rúmið, hann var svo viss um, að hann væri að fá æðiskast aftur og svo hrædd- ur við það, sem hann kynni þá að gera.“ Lífið virtist geyma vonlausa og ófrýnilega mynd fyrir þau Speedy-hjónin. Maðurinn var hættulegur ofdrykkju- maður, sem engin von var um að lagaðist; heilsa kon- unnar mjög illa farin vegna áralangrar áreynslu á taug- arnar; peningar voru engir til nema hermannahj álpin og enginn, sem þau gátu snúið sér til og leitað hjálpar hjá. Fjölskylda Kay hafði gert allt, sem hún gat, en þol- inmæði hennar var þrotin, og hún hvatti Kay til að yfir- gefa mann sinn. En hún elskaði hann enn og blátt áfram gat ekki farið frá honum. Hvað yrði um hann, ef hún færi? Foreldrar hans voru dáin; bróðir hans og systir voru hrædd við að hafa hann hjá sér, og eina ráðlegging læknisins var að koma honum fyrir fullt og allt í einhverja stofnun. Smiðshöggið virtist svo rekið á, þegar jafnvel presturinn þeirra neitaði að sjá hann oftar. „Aðeins Drottinn var eftir til að hjálpa mér,“ segir Kay, „og það virtist næstum eins og hann heyrði ekki.“ Hún fór að vinna utan heimilis hluta úr degi, að líta eftir lítilli aldraðri konu, þjáðri af liðagigt. Ekki datt Kay í hug, að þetta væri raunverulega upphafið að frels- un Speedys. „Hafið þér nokkru sinni hlustað á Kathryn Kuhlman í útvarpi?“ spurði ungfrú Minor, þar sem hún sat í hjóla- stólnum, daginn, sem Kay kom fyrst að vinna. „Nei,“ svaraði Kay, um leið og spurningin fór inn um annað eyrað og út um hitt. En spurningin kom á hverjum degi, jafn reglubundin og tifið í klukkunni: „Hlustuðuð þér á Kathryn Kuhlman í dag?“ „Eg varð svo þreytt á að segja ,nei‘, að ég ákvað að hlusta, svo að ég gæti sagt ,já‘, svona til tilbreytingar,“ segir Kay. „Hvílík tilbreyting! Dagskrá hennar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ I allra fyrsta skiptið, sem hún hlustað.i, heyrði hún vitnisburð fyrrverandi ofdrykkjumanns, og í fyrsta skipti á mörgum árum lifnaði von í brjósti hennar. Ef Kristur hafði frelsað einhvern líkan Speedy, þá gat verið — rétt gat verið —- að Speedy yrði hjálpað líka. Með endurnýjaðri og sívaxandi trú hlustaði hún á hverj- um deg.i á dagskrána, knékrjúpandi, meðan hún stóð yfir. Um þetta leyti fluttu þau í kjallara, sem átti að vera undir húsi, er fólk Kay ætlaði að byggja. Staðurinn var um 8 km. frá borginni. Það var vatn, rafmagn og svelgur (vaski) í kjallaran- um. Það var allt og sumt. Engin skilrúm voru í honum eða aðrar pípulagnir, en þau þurftu ekki að borga húsa- leigu og voru þakklát fyrir stað til að búa í. Kay hafði vonast til, að það, að eiga heima úti í sveit, mundi hjálpa Speedy. Það mundi verða erfitt fyrir hann án bifreiðar að komast í borgina og í vínsölukrá, en ein- hvern veginn tókst honum það alltaf. Stundum gekk hann þessa 8 km. en oftar kippti einhver honum upp í hjá sér. Hvar hann fékk peninga, er hann var kominn þangað, virtist enginn vita, því að alltaf hafði hann nóg til að byrja með, og þá bætti einhver við hann nokkrum staupum. Hann var orðinn hálfsljór lengst af. Hann titraði svo mikið, að hann gat naumast haldið á bikar eða bolla. Hann borðaði svo að segja ekkert og byrjaði hvern dag með því að drekka edik eða vanilluseyði. Kay var komin fast að fullu niðurbroti á taugum. H.ið eina, sem hélt henni uppi, var kristilega útvarpið. Kvöld nokkurt, sjúk og örmagna, gafst hún upp. Bænir hennar höfðu virzt gagnslausar. Af einhverri ástæðu var Guð ekki að hjálpa henni. „Eg ákvað það kvöld, að ég yrði að yfir- gefa Speedy, gleyma Guði og reyna sjálf að gera mér eitthvað úr líf.inu,“ sagði hún. „Og þá komu orð Krists svo skýrt, að það var eins og hann hefði talað upphátt: ,Og hvað ætlar þú að gera, þegar erfiðleikarnir koma? Því að þeir munu koma, og ekkert hefir breytzt. Og þú getur ekki gleymt Speedy í sárustu neyð hans blátt áfram með því að ganga á burt. Til hvers ætlar þú þá að snúa þér og fá hjálp?‘ “ Orð hans voru einmitt það, sem Kay þarfnaðist. „Án máttar hans,“ segir hún, „hefði ég ekki getað lif- að af einn dag undir þeirri martröð, sem ævi mín hafði verið svo lengi. Eg tók ákvörðun þetta kvöld: að treysta Kristi algerlega. Ég afhenti honum Speedy þar með alvég algerlega og hét því að ég skyldi aldrei karpa við hann út af drykkjuskap hans, en vera eins væn og skilningsrík og unnt væri, en láta Guð um allt annað.“ „Þetta hlýtur að hafa verið það, sem Drottinn var að bíða eftir,“ heldur Kay áfram sögunni, „því að þegar næsta dag var vitnisburður í dagskrá Kathryn Kuhlman, sem óbeint leiddi til afturhvarfs Speedys.“ Vitnisburðurinn kom frá fjórum fyrrverandi áfengis- sjúklingum, sem allir höfðu á einu andartaki algerlega frelsast frá áfengisnautn, og þeir voru frá Warren, sem er aðeins nokkra km. frá staðnum, þar sem Speedy hjón- in bjuggu. Kay varð svo mikið um, að hún datt um sjálfa sig, er hún fór að ná í blýant og pappír til að rita hjá sér nöfn þeirra og símanúmer. Innan fimm mínútna var hún far- in að tala við einn þeirra, Paul Winyard. Hve heitt hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.