Norðurljósið - 01.01.1965, Page 29

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 29
NORÐURLJÓSIÐ 29 HÁSPENNA, LÍFSHÆTTA Eftir Ethel E. Wallis. Nútírna fræðimaður brezkur, sem unnið hefir að nýrri þýðingu nýja testamentisins, skýrir frá því, að hann hafi orð.ið undrandi á „lífseiginleika“ efnis þess. Hann viður- kenndi, að honum „fannst hann vera dálítið líkur raf- virkja, sem er að leggja rafleiðslu í gamalt hús án þess að geta tekið strauminn af!“ Biblíuþýðendur, sem vinna að því að snúa heilagri ritningu á tungur frumstæðra kyn- kvísla, verða fyrir sömu reynslu, er þeir snúa máttugum boðskap fagnaðarerindis Guðs á eitthvert mál í fyrsta sinn. Þar koma þó ekki áhrifin frá nýrri „raflögn“, heldur frá nýrri „rafveitu“ í þjóðfélagi, þar sem boðskapurinn er nýr. Kraftur kemur sem lífgandi straumur, en hann færir með sér „lykt af dómi.“ Eg sá þessi tvenns konar áhrif að verki hjá litlum hópi af Amuzgo Indíánum í Mexikó, sem í fyrsta sinn áttu að fá að taka þátt í kvöldmáltíð Drottins. Þeir höfðu nýlega tekið trú á Krist og hafði verið boðið að taka þátt í drott- inlegri máltíð ásamt öðrum Indíánum af öðrum ættflokk- um. Athöfnin átti að fara fram á spænsku. Þeir Indíánar, sem aðeins kunnu sín móðurmál, áttu hver um sig að fá undirbúningsfræðslu hver á sínu máli. Ættflokkarnir komu og tóku sér sæti, nema Amuzgo Indíánarnir. Hvar voru þeir? Loks er samkoman var um það bil hálfnuð, komu þeir inn í röð. Seinna fékk ég að vita ástæðu þessa dráttar. 1. Korintubréf, 11. kafli (sem fjallar um kvöldmáltíð Drottins) hafði enn ekki verið þýddur á mál Amuzgo manna, svo að stutt bráðabirgðaþýðing var gerð. Til- gangur heilagrar kvöldmáltíðar var skýrður fyrir þeim, og sérstök áherzla lögð á nauðsyn þess að rannsaka hjarta sitt, sjálfan sig, áður en brauðsins og vínsins væri neytt. „Hver, sem etur og drekkur óverðuglega, etur og drekkur sjálfum sér til dóms.“ Orðin alvöruþrungnu skullu á Amuzgo mönnum sem rothögg. „Þá get ég ekki neytt hennar,“ sagði A. „Ekki ég heldur,“ sagð.i B og hengdi niður höfuðið. „Ekki ég,“ tók C undir. Þetta kom flatt upp á biblíuþýðendurna. Þeim fannst sem þeir hefðu ekki skýrt ritningarkaflana nógu vel. Þeir reyndu aftur. „Nei, ég get ekki neytt hennar,“ staðhæfði A. Þessir þróttmiklu ungu sveinar, kjarni og framtíð vax- andi Amuzgo safnaðarins, sátu þarna í hvirfingu, niður- beygðir. Fleiri tilraunir voru gerðar til að skýra merkingu þessa ritningarkafla. Loksins kom ástæða viðbragðs þeirra í ljós. Piltarnir höfðu átt í innbyrðis deilum. Kona eins þeirra hafði verið ráðin til að elda fyrir þá matinn. En hún var bæði óvön og ódugleg, svo að maturinn var ýmist viðbrunninn eða hálfsoðinn. Óánægjan og ósamlyndið í þessum litla hópi var komið á hátt stig. „Nei,“ sögðu þeir allir, „við getum ekki neytt kvöld- máltíðar Drottins.“ Enn fleiri dýrmætar mínútur liðu, meðan þýðendurnir leiddu þá spor fyrir spor að krossi Krists, þar sem þeir gátu fengið fyrirgefningu, hreinsun og v.iðreisn. Loksins rofnaði löng og kveljandi þögn. Hver á fætur öðrum ját- uðu piltarnir grátandi synd sína fyrir Guði og svo hver fyrir öðrum. Þeir komu mjög seint að borði Drottins, en nógu snemma samt til að geta drukkið bikar Drottins — verðuglega. (Þýtt úr Translator, Purley, Englandi). --------x--------- NARDOO PLANTAN í eyðimörkum Ástralíu vex nardoo plantan. Hún er náskyld burkna-ættinni. Ástralíunegrar eru vanir að eta hana, þegar þá skortir venjulegar rætur og ávexti, sem þeir lifa á að jafnaði. Verður þeim gott af henni og þríf- ast vel. Eigi að síður er þó sorgarsaga tengd við þessa plöntu. Fyrir eigi mjög löngu fór rannsóknarleiðangur Evrópu- manna þvert yfir meginland Ástralíu. Foringi þeirra hét King. Leiðangursmenn urðu matarlausir og tóku að eta nardoo plöntuna. Þeim fannst hún seðja sig, og að þeim liði vel. Eigi að síður megraðist King og vinir hans dag frá degi og urðu æ þróttminni. Holdið hvarf af beinum þeirra og þróttur þeirra varð sem ungbarns. Með sársauka tókst þeim að skreiðast eina til tvær mílur enskar á dag. Loksins, er leiðarlokin nálguðust, tóku þeir að deyja hver á fætur öðrum úr hungri. Einn maður lifði af, og fannst hann nær dauða en lífi undir tré, þar sem hann hafði lagzt fyrir til að deyja. Fann hann hópur manna, er sendir voru til að leita hins týnda leiðangurs. Þegar nardoo brauðið var efnagreint, kom í ljós, að í það vantaði viss næringarefni, lífsnauðsynleg Evrópu- mönnum. þótt ástralskir villimenn gætu um stundar sak- ir haft gott af brauðinu til skiptis við annan mat. Þetta var orsök þess, hvers vegna þessir ógæfusömu Englend- ingar fórust úr hungri, þótt þeir ætu nóg á hverjum degi til að seðja sult sinn. Er þetta ekki nákvæmlega reynsla þeirra, sem leita þess- ara hluta, sem jarðneskir eru, og hafa þá sem hlutskipti sitt? Þeir eru ánægðir með þetta, en raunverulega er hungri þeirra ekki svalað. Þeir fullnægja óskum sínum, en farast þó af skorti. Guð uppfyllir ósk þeirra, en sendir megrun í sál þeirra. (Sálm. 106, 15. (ensk þýð.)). — H. Macmilan. (Þýtt). -— Vér skulum líka heyra orð Drott- ins Jesú: „Eg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ Fólk, sein finnur, að þetta líf færir því ekki það, sem svalað getur hungri hjartans, ætti að reyna að eta brauð lífsins: koma til Drottins Jesú með hjartahungur sitt, veita honum viðtöku sem Drottni sínum og frelsara, fara að miða lífið við hann og vilja hans, en ekki sjúlft sig. Þá mun verða breyting og hjartahungrið hverfa.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.