Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 32

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 32
32 NORÐURLJÓSIÐ Daníel spámaður sá: „einhver kom í skýjum himins, sem manns-syni líktist.“ (Dan. 7. 13.). Davíð konungur ritaði: „Drottinn sagði við minn Drott- in: Set þig mér til hægri handar, unz ég geri óvini þína að skör fóta þinna.“ (Sálm. 110. 1., Matt. 22. 44.). Jesús benti til þessara spádóma, þegar hann sagði: „Upp frá þessu munuð þér sjá manns-soninn sitja til hægri handar máttar.ins og koma á skýjum himins.“ Spámennirnir höfðu spáð því, að Kristur yrði guð- dómlegur. Jesús frá Nazaret gerði kröfu til að vera Krist- ur, að vera „Máttugur Guð, Faðir eilífðar,“ að hafa ver- ið til áður en eilífðin sjálf var til; að vera Jahve, Drott- inn, réttlæti vort. Þegar Jesús bar fram þessa játningu fyrir öldungunum, fræðimönnunum og æðstu prestunum, sem áttu að rann- saka mál hans og dæma hann með réttvísi, var allr.i rann- sókn sleppt. Skylda þeirra manna, sem þarna voru sam- an komnir, var sú, að halda réttarrannsókn og rannsaka staðhæfingar hans. En þeir gerðu það ekki. Þeir voru fyrirfram ákveðnir í því: að trúa engum sönnunum fyrir guðdómi Jesú Krists. Fjöldi manna nú á dögum breytir alveg nákvæmlega eins. Menn neita að trúa guðdómi Jesú frá Nazaret. Afstoða lærisveina Jesú. Þrátt fyrir það, að höfðingj arnir margir neituðu að trúa á guðdóm Jesú Krists, eða þorðu ekki stöðu sinnar vegna að kannast við trú sína, þá voru aðrir, sem trúðu Jesú og viðurkenndu hann sem „son Davíðs,“ sem Krist. Frægust er játning Péturs: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ (Matt. 16. 16.). Nefna má fleiri dæmi. Ungur maður situr undir fíkjutré. Hann heitir Natana- el. Vinur hans kemur til hans og býður honum að koma og sjá Jesúm. Hann þiggur boðið. En þegar hann fer að tala við Jesúm, kemur í Ijós, að Jesús hafði séð hann, þar sem hann sat undir fíkjutrénu. Þá verður honum þetta að orði við Jesúm: „Rabbí, þú ert Guðs-sonurinn, þú ert ísraels konungur.“ Með öðrum orðum: Þú ert Kristur, sonur Guðs. Þegar Jesús hafði mettað 5000 manna, varð hann að þröngva lærisveinum sínum til að fara á undan sér yfir vatnið. V.indurinn var á móti þeim, og róðurinn gekk örð- ugt. Síðar um nóttina kom hann til þeirra gangandi á vatninu. En þegar hann steig upp í bátinn til þeirra, lægði veðrið. „En þeir, sem í bátnum voru, veittu honum lotn- ingu og sögðu: „Sannarlega ert þú sonur Guðs.“ (Matt. 14. 33.). Með þessum orðum gátu þeir ekki átt við ann- að en það, að Jesús væri Kristur, sonur Guðs. Það var ekki von á neinum öðrum Guðs syni en Kristi samkvæmt spámannaritum ísraels. Þegar Kristur var risinn upp frá dauðum, vildi Tómas postuli alls ekki trúa því, sem aðrir sögðu honum. Hann vildi láta fingur sinn í naglaförin og leggja hönd sína í síðu hans. Hann vildi sjá, þreifa á og sannfærast þannig sjálfur. Tómas vildi ekki láta blekkjast. En þegar hann sá Jesúm upprisinn, sem bauð honum að láta fingur sinn í naglaförin og leggja hönd sína í síðu hans, þá sannfærð- ist Tómas og sagði við Jesúm: „Drottinn minn og Guð minn.“ Hvað var það, sem Jesús sagði við hann þá? „Af því að þú hefir séð mig, hefir þú trúað. Sælir eru þeir, sem ekki sáu og trúðu þó.“ (Jóh. 20. 26.—29.). Nú verða allir, sem þetta lesa, að minnast þess, að Gyðingar trúðu af öllu hjarta, að til væri aðeins einn sann- ur Guð, eins og ritað var í spádómsbók Jesaja: „Ég er Drottinn og enginn annar, enginn Guð er til nema ég.“ (Jes. 45. 5.). Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það, að Tómas hafði heyrt Jesúm ávarpa Föður sinn á himni nokkrum dögum áður og segja: „í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist,“ þá segir hann nú við Jesúm: „Drott- inn minn og Guð minn.“ Orð hans sýna, að hann var orðinn algerlega sannfærður um guðdóm Jesú frá Nazaret. Nú tökum við einnig eftir því, að Jesús andmælti ekki Tómasi eða ámælti honum fyrir þessi orð. Jesús sagði ekki: „Varastu að tala þannig, Tómas. Ég er ekki Guð eins og Faðirinn er Guð.“ Hann sagði: „Af því að þú hefir séð mig, hefir þú trúað.“ Trúað hverju? Að Jesús væri Drott- inn og Guð, að upprisa hans hefði auglýst þetta og sannað. Hvernig er þá unnt að skilja þetta, sem Tómas sagði og samræma það við orð Drottins fyrir munn Jesaja spá- manns? „Hinn mikli Guð." Skýringin finnst í orðum Jesú sjálfs: „Ég og Faðirinn erum eitt.“ (Jóh. 10. 30.). Gyðingarnir, sem heyrðu hann segja þetta, voru ekki í neinum vafa um, hvað hann átti við. Þeir tóku upp steina til að grýta hann fyrir guðlast. Og þeir sögðu við hann: „Þú, sem ert maður, gerir sjálf- an þig að Guði.“ (Jóh. 10. 30.—33.). Þetta var ósatt. Jesús gerði ekki sjálfan sig að Guði. Hann var Guð. Hefði Jesús frá Nazaret ekki verið Guð, þá hefði postulinn Páll aldrei getað ritað, að kristnir menn ættu að vera „bíð- andi dýrðar-opinberunar hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists, sem gaf sjálfan sig fyrir oss.“ (Títusarbréf 2. 13.). Hér er aðeins um EINN að ræða. Ákveðni greinirinn „hinn“ stendur hér á undan fjórum nafnorðum, sem öll eru í sama falli, eignarfalli, eins og hann. Ef menn segja: „Þjóðin ætti að kaupa hús hins mikla ljóðskálds og rit- höfundar Davíðs Stefánssonar,“ dytti engum í hug að halda, að þessi orð ættu ekki öll við sama manninn, Davíð Stefánsson. Á sama hátt má enginn láta sér detta í hug, að orðin: „hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists,“ eigi ekki öll við Jesúm frá Nazaret. Notkun hins ákveðna greinis er hér eins í málinu, sem nýja testamentið er rit- að á. Skal vísað hér til bókar, sem nefnist á ensku „A New Short Grammar of the New Testament," eftir A. T. Robertson, 9. útg. bls. 278. En Robertson þessi var eða er einhver mesti grísku-fræðingur þessarar aldar, svo að ekki verður auðveldlega gengið framhjá orðum hans í þessu atriði né öðrum, er varða frummál nýja testament- isins. Menn ókölluðu Jesúm. Nú verður að spyrja, hvort á dögum Jesú frá Nazaret eða á dögum hinna fyrstu kristnu manna, að nokkrir hafi breytt gagnvart honum sem væri hann Guð? Hvernig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.