Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 36
36
NORÐURLJÓSIÐ
an dýrð sína og dýrð Jesú frá Nazaret, tilbeiðslu sína
og tilbeiðslu hans. Með þessu hefir hann auglýst fyrir al-
heiminum, að guðdómur Jesú frá Nazaret er guðdómur
Guðs sjálfs.
Við hljótum að trúa staðreyndum fremur en hugsmíð-
um. Við hljótum að trúa þeim vitnisburði, sem ritningin
hefir borið um Jesúm frá Nazaret. Við skulum því lúta
honum, tilbiðja hann og segja við hann eins og Tómas
forðum: DROTTINN MINN OG GUÐ MINN.
S. G. J.
---------x---------
KYNNI MÍN AF MERKU FÓLKI
2.
Brúður dauðans varð brúður lífsins
Frásögn birt eftir áskorun.
1. Inngangur.
Vorið 1923 kvað læknir þann dóm upp yfir mér, að ég
hefði „slím“ í lungum. Yfirlæknirinn á Vífilsstöðum stað-
festi það um haustið, að ég væri með berkla í lungum á
byrjunarstigi. Sýndi hann mér þá vinsemd, að láta sjúkra-
rúm bíða eftir mér nokkurn tíma, meðan ég kenndi fólki,
sem ætlaði að þreyta inntökupróf í Kennaraskólann þá
um haustið.
H.inn fyrsta dag vetrar rölti ég svo frá Reykjavík til
Vífilsstaða. Þar var þá fyrir merkiskona, frú Valgerður
Briem, fyrri kona sr. Þorsteins Briem á Akranesi. Hana
hafði ég áður séð. Hún var trúkona mikil og vildi láta alla
njóta þess yls og þeirrar birtu, sem Guðs orð getur veitt
sálum mannanna. Hún hafði séð um, að guðræknistundir
voru þar um hönd hafðar á sunnudögum og fékk þá menn
til að lesa lestur.inn, einhverja prédikun eða prentaða ræðu.
Þetta starf fól hún mér að annast, því að hún var þá á
förum.
Með frú Valgerði var á stofu ung stúlka, sem alltaf var
kölluð Dúna. Um hana sagði frú Valgerður við mig: „Dúna
er ágætur unglingur, en hún er ekki orðin staðföst í trú
sinni.“ Ég skildi, hvað hún fór. Hún var að fela mér hlut-
verkið háleita og vandasama: að leiða sál á vegu trúar
á Krist sem persónulegan frelsara hennar.
Dúna hét annars fullu nafni Guðrún. Hún var dóttir
síra Böðvars Bjarnasonar frá Reykhólum. Sá ættleggur var
mér kunnur. Móðir mín hafði ver.ið á Reykhólum ferm-
ingarvorið sitt og hafði sagt mér frá Bjarna og Þóreyju,
konu hans, sem var systurdóttir Jóns Thóroddsens skálds.
Ég kynntist Guðrúnu ekki mikið, meðan ég var á Víf-
ilsstöðum, en mér duldist ekki, að góð sál fór þar, sem
Guðrún fór. Skal hér sagt frá einu atviki.
Siður var — og sjálfsagt er — á Vífilsstöðum, að sjúkl-
ingar .iðkuðu göngur, þeir, sem gagn gátu haft af þeim.
Dag nokkurn síðdegis var illviðri mikið, er ég ætlaði út.
Allmargir karlmenn stóðu þá inni í fatageymslu, þar sem
við geymdum skó og yfirhafnir, í stað þess að fara út.
Hjá þeim var roskinn maður, og var hann að syngja:
„Frá Höfn er karlinn kominn heim.“ En eig.i hafði hann
fyrr lokið erindinu en hann var beðinn að syngja það
aftur. Auðheyrt var, að hann var tekinn að þreytast. En
því rámari, sem hann varð, því meir hvöttu gárungarnir
hann að halda áfram.
Mér þótti þetta Ijótur leikur og vildi stöðva hann, en
vissi eigi, með hverjum hætti ég gæti það. Rétt í þessu
kom Dúna að. Hún leit á manninn og mælti brosandi: „Ég
held þú ættir ekki að syngja meira núna, Olafur minn.“
Gamli maðurinn leit á hana, hálfráðvilltur að sjá. Nú
greip ég tækifærið og studdi mál Dúnu. Þá kom á hann
feginssvipur, hann kvaðst vera þreyttur og hætti. Dúna leit
á mig þakklátum augum.
Eftir þetta kynntumst við Guðrún dálítið, en þó eigi
svo, að við hættum að þérast. Og þannig fór ég frá Vífils-
stöðum, að ég virtist ekki feti nær því marki, sem mér
fannst mér falið að ná: að leiða Dúnu til staðfastrar trú-
ar á Krist, sem eigin frelsara hennar.
Ég náði heilsu minni að fullu. En berklarnir náðu æ
meiri tökum á Guðrúnu á næstu árum, t. d. varð hún að
liggja tvö ár í gifsi. Hún var dauðanum vígð.
Afturhvarf Guðrúnar.
Vorið 1934 fór Arthur Gook til Reykjavíkur, og ég með
honum, og hélt þar samkomur. Að þeim loknum hélt hann
til Englands, en ég varð eftir í Reykjavík til að sinna inn-
heimtu ársgjalda Norðurljóssins. Ég hélt þá einnig sam-
komur og var beðinn að annast morgunlestra i elliheim-
ilinu Grund. Var ég syðra um mánaðartíma við þetta starf.
Meðan ég var syðra, heimsótti ég Guðrúnu Böðvars-
dóttur nokkrum sinnum. Eins og að líkum lætur barst tal
okkar oft að trúmálum, en ég fann, að mér vannst lítið
á. Hún var bjargföst í þeirri trú, að sérhver maður verð-
ur að bera afleiðingar verka sinna hér í lífi, þegar hann
fer inn í næstu tilveru eftir þessa.
Áður en ég ætlaði norður, kom ég að kveðja. Ég hafði
þá tilfinningu, að nú yrði að skríða til skarar, úrslitaorr-
ustan yrði að standa nú.
Frá því samtali, sem þá fór á milli okkar, reyni ég að
segja, eins rétt og mér er frekast unnt. Ég hefi oft farið
yfir það í huganum og man það að minnsta kosti í aðal-
atriðum.
Er ég hóf samtalið, flúði hún fljótlega inn í þetta varn-
arvirki sitt: Það er óumflýjanlegt, að við verðum að bera
afleiðingar gerða okkar. Það er óbreytanlegt lögmál.
Ég svaraði: „Þetta er alveg satt, nema í því tilfelli, þeg-
ar þetta lögmál er upp hafið.“
Hún spurði, hvernig það mætti verða.
Ég svaraði með því að vitna til friðþægingar Krists,
að hann tók á sig hegninguna, sem okkur bar að líða.
Þess vegna kemur ekki endurgjaldslögmálið niður á þeim,
sem tekið hafa á móti Kristi sem frelsara sínum.
Þá mælti Guðrún: „Þetta er of gott til að geta verið
satt.“
„Ekki, þegar Guð á í hlut,“ svaraði ég.
Við ræddum þetta nánar. Mér varð Ijóst, að nú vildi
hún trúa þessu, en gat það ekki. Það var eins og eitthvert
ósýnilegt vald héldi henni fastri. Hvernig átti að fást við
það vald?