Norðurljósið - 01.01.1965, Page 38

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 38
38 N ORÐURLJ ÓSIÐ Guðfræðingar rita um skírn Siðabótarmaðurinn Marteinn Lúter ritaði þannig um skírn ungbarna: „Hún veldur fyrirgefning syndanna, frelsar frá dauð- anum og djöflinum, og gefur eilífa sáluhjálp öllum, sem trúa því, er orð Guðs og fyrirheit boða.“ Thorvald Klaveness, prófastur í Kristjaníu (Osló), rit- aði á þessa leið: „I skírninni fæðumst vér til að lifa nýju lífi; því að vér komumst inn í samfélagið við Guð, fáum anda hans og verðum börn hans.“ Ofangreindar tilvitnanir standa í „Kristilegum barna- lærdómi,“ 4. útgáfu, 247. og 250. grein. Kirkjuleiðtoginn alkunni, John Calvin, ritaði á þessa leið: Sjálft orðið baptize (skíra) merkir samt sem áður að dýfa í kaf (immerse), og það er áreiðanlegt, að það var siður fornkirkjunnar.“ (Institutes, kap. 15. 19. grein.). Hann var stofnandi Öldungakirkjunnar (Presbyteriana.). Berkhof segir: „Það er ekkert skýrt boðorð í biblíunni um að skíra börn, og það er ekki nokkurt dæmi þess, að oss sé greinilega sagt, að börn hafi verið skírð.“ Berkhof er fremstur við Princeton háskólann og meðal guðfræð- inga siðbættu (reformeruðu) kirkjunnar. Albertus Pieters, fyrrum háskólakennari í guðfræði, segir: „Ef einhver skynsemigædd vera frá Marz kæm,i í heimsókn hingað til jarðar og vér fengjum henni biblíu vora með þeirri beiðni, að hún segði oss, hvað hún fyndi, þá mundi hún læra hina almennu kenningu og sumar af siðvenjum kristinnar trúar án nokkurrar annarrar hjálpar. Hún mundi finna þar kvöldmáltíð Drottins, skipulag safn- aðarins með öldungum og djáknum og skírn fullorðinna, en það er óhætt að segja, að henni kæmi aldrei til hugar, að lítil börn ætti að skíra. Hún mundi ekki finna ungbarna- skírn í biblíunni, af því að HÚN ER ÞAR EKKI, OG EKKI ER HÆGT AÐ FÁ HANA ÚT ÚR BIBLÍUNNI." (Hvers vegna vér skírum ungbörn, bls. 8. Útgefendur William Eerdman). Pieters er verjandi kenninga siðbættu kirkj- unnar. (Heimild: Sword of the Lord, 2. ágúst 1963, bls. 1.). Eins og lesendur sjá af þessu, eru jafnvel guðfræðing- ar ákaflega ósammála, þegar þeir rita um skírn. Þó telj- ast þeir andlegir leiðtogar sinna kirkjudeilda, og fjöldi manna fylgir ólíkum skoðunum þeirra, gerir þær að sín- um skoðunum, sinni trú. Ólíkar skoðanir, ólík trú, geta skipt miklu máli, allra helzt í eilífðarmálunum, sem mikilvægust eru allra mála að því skapi, sem eilífðin er lengri en líf vort hér á jörð. Fyrst guðfræðingunum kemur ekki saman í þessu mikla máli um skírn barna, þá er ljóst, að þeim er ekki unnt að treysta fremur en öðrum skeikulum mönnum. Eini and- legi leiðtoginn, sem oss er unnt að treysta, er Drottinn vor Jesús Kristur. „Einn er leiðtogi yðar, Kristur,“ sagði hann. Um þetta geta allir verið sammála. Þeir Lúter og Klaveness staðhæfðu, að skírnin veitti eilífa sáluhjálp, gerði manninn að Guðs barni. Þar sem nálega allir íslendingar eru skírðir sem ungbörn, eiga þeir samkvæmt þessu að hafa öðlazt eilífa sáluhjálp og vera orðnir Guðs börn. Sé það hins vegar rétt, sem Pieters segir, að skírn ung- barna sé alls ekki í biblíunni, þá er hún óbiblíuleg, og þar af leiðandi getur hún hvorki endurfætt né veitt eilífa sáluhj álp. Hefir leiðtogi vor, Drottinn Jesús Kristur, varpað nokkru ótvíræðu ljósi á þetta viðkvæma mál, sem menn eru svo ósammála um? Mér virðist það. Mér virðist Kr.istur hafa gefið einn óskeikulan mælikvarða, óbrigðulan prófstein, sem sérhver sá, sem línur þessar les, getur mælt sig á eða prófað sig með, hvort hann er endurfæddur eða ekki, hvort hann á eilífa sáluhjálp eða ekki. Ef við flettum upp guðspjalli Jóhannesar, 8. kafla, 41. versi, lesum við, að Gyðingarnir sögðu við Jesúm: „Vér höfum einn föður, Guð.“ Hér eru þá menn, sem staðhæfa, að Guð sé faðir þeirra, og þar með, að þeir séu Guðs börn. Hvað sagði Kristur við þá, mennina, sem staðhæfðu, að Guð væri faðir þeirra, að þeir væru Guðs börn? Hann svaraði þeim og notaði einföld orð og auðskil- in, jafnvel hverju barni: „Ef Guð vceri faðir yðar, þá elskuðuð þér mig.“ Með sálarheill þína fyrir augum, án þess að skipta mér af því, hvort þú varst skírður sem barn eða fullorðinn, spyr ég þig í nafni Drottins Jesú Krists: „Elskar þú Drottin Jesúm?“ Það er prófsteinninn hans sjálfs, mæli- kvarði hans sjálfs á það, hvort þú ert Guðs barn eða ekki. Þess vegna bið ég þig: Svaraðu sjáifum þér þessu af fullri hreinskilni, eins og þú verður að svara, þegar þú stend- ur frammi fyrir dómstóli Krists. Það er sjálfum þér fyrir beztu. Ef þú getur svarað þannig játandi, segi ég: „Guði sé lof, gott átt þú. Þú ert Guðs barn samkvæmt orði Drott- ins Jesú Krists.“ En hefir þú alltaf frá blautu barnsbeini elskað Jesúm? Eða snerir þú þér til hans seinna? Vera má, að þú viljir mæta spurningu minni með ann- arri spurningu: „Hvað kallar þú að elska Jesúm Krist?“ Hvernig hefir Drottinn Jesús svarað þessu? Hann sagði: „Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð.“ (Jóh. 14. 23.). Varðveitir þú orð Jesú Krists? Varðveitir íslenzka þjóð- in sem heild orð Jesú Krists? Elskar æskan á Islandi Jes- úm Krist? Elska íslenzk heimili Jesúm Krist? Eru orð hans lesin þar daglega, innrætt börnum og unglingum, og lifir fullorðna fólkið eftir þeim? Það fólk er ekki Guðs börn, sem ekki elskar Drottin Jesúm Krist. Það er dóm- ur hans, en ekki minn dómur. Hvernig breytir þú gagnvart Jesú Kristi? Er hann þér dýrmætur, einkavinur þinn, sem þú talar oft við? Tekur þú vilja hans fram yfir vilja þinn? Hefir þú gefið honum hjarta þitt, svo að þú elskir hann framar öllu öðru? „Ef Guð vœri faðir yðar, elskuðuð þér mig.“ Hvernig verða menn þá Guðs börn, ef þeir elska ekki Jesúm, og sanna þar með, að þeir eru ekki Guðs börn? Þeir verða það með því að veita Jesú viðtöku sem Drottni sínum og frelsara sínum. „Öllum þeim, sem tóku

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.