Norðurljósið - 01.01.1965, Side 43

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 43
NORÐURLJÓSIÐ 43 ég hefi ekki talað við mann í prestsbúningi, síðan ég kvæntist, og það var ekki lengi. Eg hefi hugsað margt, síðan gamli læknirinn sagði mér, að ég yrði að vera í rúminu. Eg svaf ekkert í nótt, verkjaði of mikið til þess. Hvílíkur heimskingi! Allt saman mér að kenna. Hvað sýnist yður um það? Þér vitið, hvernig ég varð svona? Of margar flöskur og sopar. Það er ég! Hugsa sér ann- að eins, að bjóða heim öllum þessum vandræðum, af því að ég get ekki haft stjórn á mér. Okkar á milli segi ég það. Ég hefi breytt sem argasti heimskingi — gagnvart sjálfum mér, konu minni og öllum öðrum. Hefði ég haft meira vit, væri ég ekki hér. Ég á við á þessu skipi. Ég er vitlaus, skal ég segja yður. Ég fer að drekka, og ég hefi nóga peninga til að halda áfram með það. Ég held áfram, þangað til ég er orðinn rækilega drukkinn. Þá fer ég að berja fólk. Ég álasa því ekkert, þótt það veiti mótspyrnu og ráðist á mig. Það var það, sem kom fyrir hérna. Þeir börðu mig, af því að ég bað um það. Afleiðingarnar — mikið marið andlit og líkami, rækileg flenging, góðar tekjur handa lækninum, skapraun hinum farþegunum, fjarlæging frá konu minni og fjölskyldu. Yndisleg ævi, er ekki svo?“ Mér hafði aldrei dottið í hug, að samtal okkar mundi snúast á þessa sveif. Ég bjóst við að mæta erfiðum, þras- gjörnum manni. En hér var maður, sem virtist fús til að vera félagslegur og fræða mig um sjálfan sig, maður, sem ekki var seinn til að kannast v.ið kærulaus heimsku- pör. Það var augljóst, að drykkjufélagar hans höfðu gert meira en að lúberja hann í andlitið. Þeir höfðu líka rek- ið inn í hann dálítið af hreinni, heilbrigðri skynsemi. Ég fann, að ég gæti hagnýtt hreinskilnar og karlmannlegar játningar hans til að leiða honum fyrir sjónir æðstu sannindi lífsins. Eigi að síður taldi ég skynsamlegast að hvetja hann til að halda áfram að tala, til þess að sann- færa hann um, að ég hefði áhuga á almennri velferð hans. „Hvar hafið þér verið á þessari sjóferð?“ spurði ég. „Ætlið þér að fara af skipinu í Hong Kong eða Kobe (Japan) eða Vancouver eða fara alla leið til Tilbury? Þér eruð ekki Ástralíumaður, vænti ég?“ „Ég, Ástralíumaður? Hamingjan sanna, nei! Mér væri svo sem sama, þótt ég væri það. Góðir náungar það. Hvar hefi ég komið á þessu ferðalagi? Hvergi! Ég steig á skip í Sidney. Dvaldi þar í fáeina daga. Kom þangað á holl- enzku skipi. Ég hélt, að sjóferð væri mér til heilsubót- ar. Lítið á mig! Hún sýnist ekki hafa gert mér mikið gott. Hún ætti að hafa gert það, eins og þér vitið! Ég hefi eytt í þetta hrúgu af peningum. Mér er sama um það. Mig vantar ekki peninga. En það, sem mér stendur ekkí á sama um og ætti ekki að standa á sama um, er það, að ég er óttalegur þorskhaus. Ég er óvinur sjálfs mín, hef.i alltaf verið það. Ég hefi lausa skrúfu, hefi alltaf haft hana.“ Hann hló hátt og sló blaðið með hendinni. „En þér þurfið ekki alltaf að hafa lausa skrúfu,“ svar- aði ég. „Þér vitið, að ég er herprestur. Hvers vegna er ég það? Af því að ég trúi á Mátt, sem getur gert við það, sem aflaga fer á ævi okkar, yðar og minni. Hvers vegna skyldi ég ekki vera líkur yður? Þér kannist við að vera drykkjumaður; þér getið ekki haft stjórn á yður; þér lendið í barsmíðum. Hvað ætti að hindra mig í að fylgja fyrirmynd yðar? Það, að ég nota þá heilbrigðu skyn- semi, sem Guð hefir gefið mér, af því að ég gerði mér ljóst fyrir löngu, að kristindómurinn herðir á siðferðis- legum, líkamlegum og andlegum skrúfum mannsins, spyrn- ir gegn rótgróinni eigingirni og heimsku hans með sterk- um skömmtum af viti, góðvild og krafti. Þetta er hinn heilbrigði, nytsamlegi og trausti kristindómur. Þetta er ástæða þess, að Jesús kom hingað til jarðar, hvers vegna kirkjur eru til, hvers vegna fólk gerist kristið. Hvers vegna gerist þér ekki kristinn? Þér munduð aldrei iðr- ast þess, verið þér vissir um það. Meðal annarra orða, hvað heitið þér?“ „Kallið mig Jack! Ég að gerast kristinn? Komið mér ekki til að hlæja, herprestur minn. Ég er ekki hneigður fyrir þetta. Ég að syngja sálma allan guðslangan daginn, fara í kirkju, kannske taka við samskotum! 0 nei! Mér þykir góður sopinn minn og ærleg blótsyrði og fjár- hættuspil stundum. Ég get ekki enn séð sjálfan mig í hvítri skyrtu. Ég er maður, ekki engill.“ Hann rak upp hrossahlátur og reyndi að brosa út í annað munnvikið að svo miklu leyti, sem bólgið andlitið leyfði. Mér geðjaðist vel þessi algera hreinskilni hans, vingjarnleg afstaða og jafnvel hin einfalda misskilda hugmynd hans um kristna trú. Það var alveg augljóst, að hann hafði ekki hugsað mikið um hana. „Jack, ég vil segja allt í fullri vinsemd. Ég er hér til að hjálpa yður. Það vitið þér, vænti ég? Ég vil ekki troða minni kristnu trú upp á yður. Ég er viss um, að það er yður ljóst.“ „Mér er það auðvitað. Mér þykir gaman að þessu spjalli. Segið það, sem þér viljið. Ég býst ekki við, að spjall um trúarbrögð geri mér nokkurn skaða.“ „Það getur gert okkur báðum talsvert gott. Trúarbrögð- in, það er að segja hin kristna trú, hafa veitt mannkyn- inu meiri velgerðir en nokkuð annað. Hafið þér nokkru sinni hugsað um það, Jack? Hún er fulltrúi alls hins bezta, sem þér þekkið í lífinu. Hugsið um allt hið illa, sem er að breyta þessum heimi í bjarndýragarð, hið illa, sem lætur mennina haga sér eins og skepnur, að vera ósiðlegir, svíkja, ljúga, gefa sig að lauslæti og haga sér eins og viðbjóðsleg.ir dónar og hrottar. Hvað er svarið við þessu? Hvað er svarið við því, þegar auvirðilegur þorpari réðist á bankasendil hér um daginn, rændi frá honum allmiklu af peningum og skildi hann eftir blæðandi og meðvitundarlausan á gangstéttinni? Var þessi þorpari kristinn maður? Fjarri fer því! Hefði hann verið það, mundi hann þá hafa ráðist á bankapiltinn og beðið Guð á undan árásinni að láta hana heppnast? Mundi hann hafa gert það? Skiljið þér ekki, Jack, að væri fleira af fólki ákveðið kristið fólk, sannir fylgjendur Jesú Krists, þá mundi þessi heimur vera miklu betri og sælli staður til að lifa í. Það mundi verða langtum minni eymd, glæp- ir, hatur og grátur alls staðar!“ Hann hafði starað á mig allari tímann, meðan ég var

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.