Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 45

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 45
N ORÐURLJ ÓSIÐ 45 líka ágætis kristin kona. Ég skal segja þér, að væri ég líkur henni, mundi ég verða hreykin af líferni mínu. En ég er það ekki. Það hryggir mig nú, að ég hefi ekki verið henni sannur eiginmaður. En eins og þú segir, það er ekki of seint að snúa við, og ég vil sannarlega reyna að bæta henni þetta upp. Ég vil það í raun og veru. Nú skil ég betur, hvað það er að vera kristinn, hvernig þú hefir sett það fram og það, sem ég hefi lesið í bókum þínum. Einhvern veginn finn ég, að ég vildi fá meiri fræðslu um það. Þú segir mér, hvað ég á að gera, til þess að verða kristinn. Ég er með í leiknum.“ Ég ræddi við hann klukkustund í v.iðbót um kjarna hins kristna boðskapar, að kristindómurinn er það, að Jesús komi í hjörtu mannanna, hvernig hann kemur til að vera með í líferni okkar, til að opna felustaði hins leynda illa, til að leysa okkur úr sterkum klóm syndarinnar, til að fyrirgefa okkur syndir okkar, til að framkvæma innri hreinsun, umbreyting hjartans, gerbreytingu eðlisfarsins. Hann gefur okkur hið dýrlega frelsi sona Guðs. Hann kemur til að bjarga drykkj umönnum, fjárhættuspilurum, eiturætum, háættuðum sem lágættuðum, sérhverjum þeim, sem kemur til hans. Enginn stendur utan við ástríka um- hyggju hans. Hann lifði og dó til að sanna, að þetta vær.i satt. „Jack, Jesús Kristur er hinn sanni miðdepill veru þinn- ar, fullnægur til að mæta sérhverri þörf þinni. Hann bíð- ur nú eftir að uppfylla endurlausnarverk sitt í þér. Hann er í hjartaþrá þinni, í verkjandi líkama þínum, vaknandi sál þinni og bíður eftir, að þú ákallir sig. Hendur hans eru framréttar til að grípa um hendur þínar; augu hans brosa í augu þín. Hví þá ekki að afhenda sjálfan þig al- gerlega honum nú? Hlustaðu á rödd hans: ,Komið til mín!‘ Hann er upprisan og lífið hið innra með þér. Opna þú hjarta þitt og sál fyrir honum. Segðu blátt áfram: — ,Kom þú inn í líf mitt, Drottinn Jesús, og gerðu það að föstu heimili þínu‘.“ Við báðum saman. Meðan við enn krupum á kné, bað ég hann aftur að veita Jesú viðtöku, kærasta vini syndugs manns, sem Drottni sínum og frelsara. Ég beið í fulla mínútu, en þá mælti hann gleðilegu orðin, sem ég hafði verið að bíða eftir: „Kæri Jesús Kristur, ef þú getur frelsað spillingarþræl eins og mig, þá er ég þinn upp frá þessu.“ Þegar hann stóð upp og sneri sér að mér, var sælusvip- ur á andliti hans. „Það hefir eitthvað komið fyrir mig rétt í þessu,“ sagði hann glaðlega, „mér finnst ég vera endurfæddur.“ „Það ertu líka. Endurfæddur af Anda Guðs.“ Hann bað mig að segja konu sinni gleðifréttirnar og að koma með hana síðdegis næsta dag til sælla endur- funda. Irene varð undrandi og orðlaus, þegar ég sagði henni fréttirnar miklu um afturhvarf manns hennar, og fylltist yfirfljótanlegri gleði. Hún var mjög lagleg og aðlaðandi, þegar ég hitti hana næsta dag. Lítil merki sóust eftir meiðslin á andliti henn- ar. Herbergisdyr Jacks voru lítið eitt opnar, og Jack, sem nú var alklæddur og vel búinn, geistist fram, hrópaði „Irene!“ og greip hana í faðm sinn. Hann hélt henni mjög þétt að sér og kyssti hana með ákefð manns, sem nýlega hefir lært að þekkja heilaga merkingu orðsins Ást. Læst í hvors annars arma stóðu þau þarna um stund, meðan tár- in runnu óhindrað niður kinnar þeim. Ég leit undan, hrærður með sjálfum mér. Þetta skrautlausa herbergi var orðið skyndilega breytt i aukabústað himinsins, og mér hafði leyfzt að stíga inn í hann. Ég heyrði málróm, og sneri mér að þeim aftur. „Þetta er verk Drottins, og það er dásamlegt,“ sagði Irene. „Þökk sé Guði! Þökk sé Guði!“ Sólskini lík viðkvæmni ljómaði á andliti hennar. „Þakka þér fyrir, Irene,“ sagði Jack lágt og leit á hana ástúðlega. „Þakka þér fyrir að hjálpa mér að sjá veg minn til Guðs. Ég veit það núna. Ég veit, að ég get ekki lifað án hans og sloppið við afleiðingarnar. Ég hefi verið svo mikið flón, mikið flón.“ „Við höfum bæði verið flón, en nú aldrei meir. Guð hefir fyrirgefið okkur, og nú þurfum við að byrja bæði saman á nýjan leik. Ég elska þig og vil hafa þig.“ „Ég vil hafa þig,“ svaraði hann með krafti. „Ég hefði nú haldið það! Mig langar til að sýna þér mig sem sann- an mann.“ „Það er alveg rétt, Guðs góða mann. Við skulum bæði helga okkur alveg Kristi, og þá getur ekkert komizt fram- ar á milli okkar.“ Eftir andartaksþögn sner.i hún sér snögglega að mér. „Herprestur, mér dettur nokkuð í hug. Er hægt fyrir okkur að hafa eins konar hjónavígsluathöfn aftur? Ég á við þetta, þó að við séum gift, gætum við sagt þessi hjónavígsluorð aftur, þegar við nú skiljum raunverulega merkingu hjónabandsins. Ég held mér mundi þykja vænt um það. Hvað segir þú um þetta, Jack?“ „Ég er alveg með þessu. Onnur hjónavígsluathöfn? Já! Ég skildi ekki áður, hvað hún þýddi, en ég skil það nú. Þetta er skynsamleg hugmynd. Þetta er ágætt upphaf að samein.ing okkar á ný og að nýju heimili! Já, við skul- um gera þetta! Ég hefi heyrt um gift fólk, sem endurnýj- að hefir heit sín. Við skulum gera þetta, Irene!“ Ég athugaði málið dólítið og ákvað, að einföld endur- vígsluathöfn, þar sem notuð væru orðin, sem eru kjarni hjónavígslunnar, mundi vera mjög uppörvandi og minnis- stæður atburður fyrir kristna sambúð þeirra í framtíð- inni. Með samþykki þeirra safnaði ég saman fáeinum vin- um, og við komum saman í herbergi Jacks síðdegis næsta dag. Sumir sátu ó rúmunum, en aðrir á gólfinu. Jack og Irene stóðu fyrir framan mig. Við byrjuðum með stuttri bæn. „Við þökkum þér, Faðir vor, fyrir heilaga stofnun hjónabandsins. Lát þér þóknast að blessa þessi tvö börn þín, sem komin eru hér til að endurvígja sig í félagsskap hjónabandsins. Megi þessi gleðilega athöfn vera ytra og sýnilegt tákn innri og andlegrar sameiningar, sameitiing- ar hjartnanna og ævinnar í sannri, guðrækilegri óst og þjónustu. Við felum þau þinni elskuríku umsjá og varð- veizlu alla þeirra jarðnesku daga. I nafni Jesú beiðumst við þessa. Amen.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.