Norðurljósið - 01.01.1965, Page 50

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 50
50 N ORÐURLJ ÓSIÐ leit fyrst á fólkið, síðan á manninn og loks á ljónið, sem sat þar svo rólegt. Síðan tók hann ákvörðun. Svo hljóp hann kátur yfir gólfið til ljónsins og hreiðraði sig upp að gulbrúnni bringunni á því milli stóru framlappanna. Tumi alveg gapti, þegar hann sá ljónið sleikja hvolpinn alveg eins og hann væri hvolpurinn þess. Það varð ókyrrð, þegar dýravörðurinn kom inn í ljónahúsið. Stóri maðurinn, sem var hræddur við andúð fólksins, stóð upp og sagði hátt: „Litli hundurinn minn datt inn í ljónsbúrið; — viljið þér fara inn og ná honum út fyrir mig? Eg er nýbúinn að kaupa hann á markaði og var að fara með hann heim, og hann bara stökk úr fanginu á mér. Skrýtið, er það ekki?“ „Hann ýtti honum inn,“ hrópaði Tumi. Vörðurinn var fljótari að átta sig á kringumstæð- unum en hefði mátt búazt við. „Nei,“ sagði hann, „það var ekkert skrýtið, karl minn. Þú ýttir honum inn, og þú getur ekki náð honum, nema hann vilji sjálfur koma út.“ En hvolpurinn vildi vera þar, sem hann var kom- inn. Hann leit á gamla eigandann sinn og síðan á nýja vininn sinn, hjúfraði sig enn betur inn í loð- feldinn hans og geispaði. Guð er mikill og hátignarlegur og almáttugur. Hann er svo sterkur, að það er ekkert, sem hann getur ekki gert. En haldi hann litlum dreng eða stúlku í sterkum örmum sínum, og hjúfri þau sig inn að hinu mikla ástarhjarta hans, þá eru þau óhult um tíma og eilífð. Guð er svo máttugur. Guð er svo mikill. Guð er svo mikill Guð. 3. NAUTASMALAR OG INDÍANAR. Eins og var siður hennar í hverri viku, hélt litla járnbrautarlestin másandi eftir nýju járnhrautinni, sem verið var að leggja þvert yfir Ameríku. A hverjum föstudegi fór lestin eins langt og brautin var þá komin, en verkamennirnir skipuðu sér í röð til að taka á móti laununum sínum. Dökk augu horfðu inni í skóginum á lestina, þegar hún nálgaðist ákvörðunarstað sinn. Indíánarnir höfðu tekið eftir því, að hún kom í hverri viku og biðu eftir henni. Þeir gátu ekki skilið, hvers vegna járnbrautar-verkamennirnir, verkfræðingarnir og nautasmalarnir ættu að fá virkilega hvítra manna peninga fyrir ekki neitt á hverjum föstudegi. í þetta skipti höfðu þeir ráðgert eitthvað. Þegar lestin nam staðar, skall örvadrífa yfir hvítu mennina, svo að þeir urðu að stökkva inn í skóginn. Oðar en þeir voru farnir, kom lítill hópur af Indíán- um í ljós til að stela peningaskápnum, sem pening- arnir voru í, og hurfu svo með hann aftur inn á milli trjánna. Þegar hvítu mennirnir sneru aftur frá ár- angurslausum eltingaleik, voru launin þeirra horfin. Hvernig átti nú að opna skápinn? Rauðskinn- arnir höfðu engan lykil að honum, og afarreiðir brutu þeir axirnar sínar á hörðu stálinu. Einhver stakk upp á eldi, og geysimikið hál var kynt kring- um skápinn. En skápurinn var eldtraustur, svo að hann skemmdist ekki, nema málningin. „Við skulum sprengja hann upp,“ stakk einhver upp á og lét púðrið sitt í dós. Þeir söfnuðu saman öllu púðrinu, sem þessi litli Indíánahópur átti. Hvellurinn var svo sem nógu hár. En skápurinn var sterkur og dalaðist ekki né sprakk. Seinast tóku þeir það til bragðs, að þeir fluttu skápinn á hestum sínum upp á hæð og fleygðu hon- um fram af þverhníptum kletti niður í dalinn fyrir neðan. Þar sökk hann í leðju, svo að varla sást í hann. Indíánarnir höfðu fengið nóg af því, að fást við skápinn, svo að þeir létu hann eiga sig, en héldu heim til tjalda sinna. Nokkur ár voru liðin. Járnbrautin var nærri full- gerð. Ný borg var farin að byggjast þarna, og tveir menn, sem voru að leita að gulli, fóru að grafa undir hæðinni. Allt í einu hrópaði annar þeirra: „Heyrðu, ég hefi rekið mig á eitthvað hart hérna. Við skulum grafa það upp. Það sýnist líkt stórum kassa.“ Þegar þeir höfðu grafið skápinn upp, athuguðu þeir númerið, sem stimplað var á læsinguna, og nafn smiðsins. Þeir símuðu til stóru borgarinnar eftir lásasmið. Hann kom eftir fáeina daga með lest á nýju járnbrautinni. Hann stakk lykli í lásinn og opnaði skápinn. Þegar hann opnaðist, komu í ljós þúsundir og þúsundir af dollurum, sem voru alveg eins góðir og daginn þann, sem þeir voru látnir í skápinn nokkrum árum áður. Biblían er peningaskápur Guðs. Hún er full af dýrmætum fyrirheitum, loforðum, sem Guð hefir gefið þér og mér. Menn hafa reynt um langan aldur að sanna, að biblían væri ekki sönn, og hún hefir

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.