Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 56

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 56
56 N ORÐURLJ ÓSIÐ HANS RAHMS Eftir Corrie Ten Boom. (Corrie Ten Boom er hollenzk að ætt. Um tíma á dögum síðustu heimsstyrjaldar var hún í fangelsum og þrælabúð- um Nazista í Þýzkalándi. Drottinn frelsaði hana dásamlega úr öllum hættum, eins og saga þessi sýnir). A dögum fangelsisvistar minnar í Hollandi ár.ið 1944 lifði ég skelfilega stund. Dómarinn, Hans Rahms, sem hafði yfirheyrt mig, sýndi mér nokkur blöð, sem fundizt höfðu í húsi mínu. Mér til skelfingar las ég nöfn, heimilis- föng og upplýsingar, sem gátu le.itt bæði mig og einnig fjölskyldu mina og vini í lífshættu. í undangengnum yfir- heyrslum höfðum við fjölskylda mín getað vitnað um dásamlega leiðbeiningu Drottins okkur til handa fyrir þess- um manni, og við vissum, að hjarta hans hafði orðið snortið. Hann vissi betur en v.ið, hve hættuleg þessi skjöl voru. Allt í einu opnaði hann ofnhurðina og fleygði öllum blöðunum í eldinn. Hvað ég varð glöð! Þegar ég sá logana brenna þessi hættulegu blöð, var sem ég skildi í fyrsta sinni merkingu orðanna í Kól. 2. 14.: „Hann afmáði skulda- bréfið á móti oss, með ákvæðum þess, það sem stóð í gegn oss, og hann tók það burt með því að negla það á krossinn.“ Frá þeirri stundu hefi ég ásamt vinum mínum og fjöl- skyldu beðið um afturhvarf þessa manns. Hann er góður maður, en biblían gefur oss „góðar fréttir handa vondu fólki." Sá, sem getur ekki séð sjálfan sig sem syndara, getur ekki frelsazt. En aðeins heilagur Andi getur sannfært oss um synd. Hér um daginn hitti ég Hans Rahms aftur. Eg sagði við hann: „Ef einhver hefir stolið 1000 ríkismörkum, hjálpar það honum ekki, þótt hann geti sagt, að hann hafi verið góður faðir börnum sínum, hafi hjálpað fátækum og að hann hafi gert mörg önnur góð verk.“ „Nei, áreiðanlega ekki,“ samsinnti hann. „Þegar ein- hver hefur stolið einu sinni, þá er hann þjófur lögum sam- kvæmt og verður að taka út hegningu sína.“ „Munið þér eftir því, hvernig eitt sinn við yfirheyrzlu, að þér fleygðuð hættulegum blöðum í eldinn?“ „Já, það var góðverk hjá mér.“ „Hans, það eru til blöð, sem yður eru hættuleg. Það eru J)au, sem syndir yðar eru skráðar á. I hinum hinzta dómi Guðs verða þessi skjöl lögð á borðið, og ég er hrædd um, að tírni náðarinnar verði þá liðinn. En þegar þér hafið í þessu lífi játað syndir yðar fyrir Jesú, munuð þér fá að reyna, að hann hefir neglt þær á krossinn til þess að veita yður fyrirgefningu og hjálpræði. Páll hefur sagt í Kól. 2. 14. (þýðing Phillips). „Kristur hefir algerlega þurrkað út fyrirdæmandi sönnun brotinna laga og boðorða, sem alltaf hékk yfir höfðum vorum, og hef.ir algerlega afmáð hana með því að negla hana yfir 'höfuð sjálfs sín á krossinum!“ Það, sem þér gerðuð í þessari yfirheyrslu, er aðeins lítil mynd af því, sem Jesús vill gera fyrir yður.“ Ég bað, að Drottinn vildi opna augu hans, og allt í einu sagði hann: „Já, ég veit af einni synd.“ Síðan kraup hann niður og sagði: „Drottinn Jesús, ég er syndari, frelsa þú mig.“ Meðan við töluðum saman á eftir, sá hann fleiri syndir. Hann nefndi þær, kom með þær til Drottins og fékk að reyna, að „ef vér játum syndir vorar, þá er hann (Guð) trúfastur og réttvís, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ (1. Jóh. 1. 9.). Hvílík gleði er það, að vera frelsaður frá synd! Ég hefi aldrei séð Hans Rahms svo hamingjusaman. Hann sagði við mig: „Mig langar til að rita ævisögu mína, og ég ætla að byrja á því, sem gerðist í dag, þegar ég varð syndari, en frelsaður syndari." I tuttugu ár höfðum við beðið fyrir Hans, og nú er svarið komið við bænum okkar. Biður þú um frelsun einhvers syndara, ef til vill sonar þíns eða dóttur? Haltu áfram. Treystu Drottni. Myllur Guðs mala seint, en öruggt. Það er oss mikil gleði að mega vita, að Jesús er sigur- vegarinn. Og vér stöndum sigursins megin með honum. (Þýtt úr „It’s Harvest-Time.“) .. ——-x----------- Var hann góður andlegur leiðtogi? Prédikari nokkur var að prédika í borg í Bandaríkjun- um, þar sem mikið var um kenningar Alsælutrúarmanna. En hún er á þá leið (sbr. Eilífðin og ábyrgð vor), að all- ir menn verði sáluhólpnir, alveg sama hvernig svo þeir hafi breytt. Prédikari, sem flutti þá kenningu, kom að hlusta með það markmið, að standa gegn boðskap hins. Hann var mjög reiður, meðan hann hlýddi á ræðuna. Henni var ekki fyrr lokið en hann skoraði á prédikarann að verja mál sitt. Orðið var nokkuð áliðið, svo að prédikarinn hafnaði reglulegum kappræðum um málið, en stakk upp á því, að þeir skyldu spyrja hvorn annan þriggja spurninga, og skyldu verða gefin hrein, ákveð.in svör við þeim. Þetta var samþykkt og alsælutrúarmaðurinn spurði fyrst. , Prédikarinn svaraði skjótt spurningum hans, og síðan kom röðin að honum. Fyrsta spurning hans var: „Hafið þér um hönd heimilisguðrækni á heimili yðar?“ Þrumu- lostinn og skelfdur v.issi hinn ekki, hvað hann átti að segja. Loks spurði hann: „Hvað kemur þetta við sann- indum trúar minnar?" „Mikið,“ svaraði prédikarinn. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ “ Loksins varð hann að játa það hreinlega, að þetta gerði hann ekki. Þá kom önnur spurningin: „Þegar yður mislíkar dá- lítið, notið þér þá ekki blótsyrði?“ Framhjá þessu varð ekki flúið. Svara varð hann. Gagnslaust var að neita. Hann játaði, að hann blótaði. „Ég spyr ekki um fleira,“ sagði hinn guðrækni prédik- ari. „Ég hefi fengið nóg.“ Hann sneri sér að söfnuðin- um og mælti: „Ég býst við, að eins sé um ykkur. Þið þor- ið ekki að trúa bænarlausum og blótandi leiðtoga fyrir sálarheill ykkar.“ Allir sáu og fundu kraftinn, sem fylgdi þessum rökræðum. Heil tylft af fyrirlestrum hefðu ekki gert hálft gagn á við þetta. (Þýtt).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.