Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 57

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 57
N ORÐURLJ ÓSIÐ 57 Sáning og uppskera Eftir FRANK JENNINGS. I. REISTUR UPP. Greyhound, lestin, sem ég ferðaðist með, nam staðar í Springfield, sem er stór og blómleg borg í Massachusetts (í Bandaríkjunum). Þar sem ég hafði 45 mínútna hvíldar- tíma, fór ég að ganga eftir einni af aðalgötunum og virti fyrir mér með miklum áhuga hið einkennilega, sem fyrir augun bar: bylgjandi umferðarstrauminn, eirðarlausan mannfjöldann, karla og konur, sem strukust við mig á gangstéttinni, síbreytileg umferðarljósin og deplandi, marglit ljósin í auglýsingum verzlananna. Athygli mín beindist að hópi karlmanna, sem störðu inn um óhreinan glugga á bókabúð. Hillur hennar voru fylltar með svívirðilegum, amerískum sorpritum, er sýndu myndir af hálfnöktum konum, myndir, sem eingöngu eru prentaðar opinberlega og sýndar til að æsa hvatir og ástríður karl- manna og til að ýta undir þá að kaupa þessi glæstu tíma- rit. Þessar rangnefndu „lista“ bækur og vafasömu „sígildu“ rit gera alveg geysilegan skaða hugum og sálum afarmikils fjölda ungs fólks, bæði pilta og stúlkna. Það er, að mér f.innst, jafnvel svívirðilega rangt af lögunum að leyfa slík rit. Mér duttu í hug þessir úteygu menn og fýsn-vekjandi rit, sem þeir horfðu á, skömmu eftir að gestur minn fór að tala. Eg var staddur þá í lestrarstofu vinar míns, sem var prestur, því að ég gegndi störfum fyrir hann, meðan ég var að starfa í Northampton, sem er næsta borg við Springfield. Vinsamlegur ritstjóri við „Northampton Fréttir“ hafði leyft mér að b.irta greinir í dálkum blaðsins, svo að ég gat ritað greinaflokk um margvísleg efni. Ein þeirra var: „Hinn kröftugi máttur kristinnar trúar,“ og hennar vegna fékk ég mörg bréf og marga gesti. Einn af þeim var nú staddur hjá mér. Eitt af kennimerkjum kristins prests er það, að umbera fúslega hina fávísu. Eins og Páll postuli forðum verður hann að vera öllum allt, ef hann skyldi geta áunnið nokkra. Eg fékk nokkra gesti, sem litu þannig á, að ég hefði komið frá Englandi aðeins til að hlusta á, hvað allt hefði gengið þeim á móti, væl um peninga og skröksögur. En meiri hluti gesta minna var skynsamir, alvörugefnir menn, sem fundu sig knúða til að koma og leita ráða hjá manni, sem þeir töldu, að gæti og vildi gefa þeim ráð, þar sem lífið hafði orðið þeim byrði og krafizt of mikils af þeim. Meðal þeirra var þessi nýi gestur minn, sem mér fannst laða mig einkennilega að sér óðar en ég sá hann. Hann er hetjan í þessari sögu. Þegar hann gekk götuna heim að húsdyrunum, gat ég séð, að tilveran væri búin að missa tilgang sinn í huga hans. Gangur hans var klunnalegt þramm, og axlirnar mjög signar niður. Höfuð hans dinglaði til hliðanna á víxl, eins og hann hefði engan mátt til að halda því kyrru. Hann bar á sér öll einkenn.i sjúks og bugaðs manns. Ég heilsaði honum þægilega og vísaði honum inn til mín. „Jæja, vinur minn, hvernig líður þér, og hvað get ég gert fyrir þig?“ Mér var kappsmál, að hann fyndi, að hann væri vel- kominn gestur á þetta stundarheimili mitt, og ég var fús til að hjálpa honum á sérhvern skynsamlegan hátt. Það hlýtur að vera mjög sárt og auðmýkjandi fyr.ir mann, er hann fer að finna prest vegna einhvers vandamáls eða einhvers, sem kemur starfi Guðs við, ef hann finnur lítinn áhuga hjá klerki annan en að losna við hann eins fljótt og unnt er. Ég álít, að frumskilyrði þess, að geta verið sálna- hirðir, sé hæfileikinn að hlusta vandlega á það, sem aðrir reyna að segja honum af ofreynslu sinni og erfiðleikum. Gestur minn hneig niður í hægindastólinn, sem ég benti honum á. Þar sem ég sat andspænis honum, horfði hann á mig með augnaráði blönduðu tortryggni og andúð. Ég gaf því gaum, að hann var höfuðstór og svíradigur. Hárið var byrjað að grána og farið að þynnast ofan við hvelft ennið. Dökkir skuggar voru undir dökkgráum augunum. Hann kippti til höndunum, eins og þær væru að erta hann. Hann lokaði síðan augunum, og lág stuna leið af vörum hans. Allt í einu hreytti hann út úr sér: „Ég er búinn að vera!“ „Búinn?“ spurði ég, „hvað eigið þér við?“ Það liðu nokkur andartök, áður en hann svaraði. Hann opnaði augun hægt. Það var enginn glampi af birtu eða von í þeim. „Ég er búinn að vera, það er úti um mig. Ekk- ert er hægt að gera fyrir mig.“ Orðin skvettust út úr honum. „Það er ekki satt,“ svaraði ég milt. „Yður finnst sjáan- lega, að eitthvað sé hægt að gera fyrir yður, annars mund- uð þér ekki hafa komið hingað að finna mig. Segið mér nú, hvað bakar yður erfiðleika.“ Hann þagði aftur nokkra stund. Meðan hann gerði það, kreisti hann líkamann saman og beygði niður höfuðið, eins og hann væri að reyna að forðast högg frá andstæð- ingi. Hann slakaði smám saman á, dró þungt að sér and- ann og starði grimmúðlega á mig. „Það eru taugar minar,“ hvæsti hann snöggt. „Taug- arnar, segi ég þér. Þær eru að reka mig til helvítis. Guð minn! Ég er kominn í tætlur. Ég get ekki haldið áfram. Ég get ekki barizt lengur. Ég er flak. Eg hefi reynt. en það gagnar ekkert. Mér er öllum lokið. Ég er búinn að vera. Það er allt og sumt. Eg er að fara.“ Þetta var ekki í fyrsta sinni, sem ég hafði haft hjá mér mann, sem hugarstríðið hafði nærri leitt til að tortíma sjálfum sér. Eg þurfti ekki að vera neinn sérfræðingur til að skynja það. Gestur minn var í hörðum greipum illra huglægra afla. Taugar hans voru splundraðar. Lík- ami hans þjáðist allur af innra ósamræmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.