Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 59
NORÐURLJÓSIÐ
59
bognum. rykkjandi líkamanum og fór aftur að tala. Nú
hafði hann losað um böndin, sem bundu tungu hans. Hann
virtist ákafur að halda áfram að sýna mér traust.
„Veiztu það,“ hélt hann áfram, „að mig langar í raun
og veru til að vera góður og gera gott. Mig langar til að
gera rétt og vera heiðarlegur. Ég hata sjálfan mig fyrir
það, að líferni mitt hindrar mig frá því að vera það, sem
mig langar sannarlega til að vera: göfugur maður, sem
elskar það, sem heilagt er og fagurt. Ó, já, þessi hlið er til
á mér. Það gleður mig mikið. En h.ið illa í mér er sterkara
en hið góða. Ég er svo viljaveikur. Séra, mér líður ögn
betur nú, síðan ég opnaði mig fyrir þér. Ég sá síðustu
grein þína í „Fréttum“ og fann, að ég yrði að koma og
finna þig. Ég veit þú hefir víðtæka reynslu, hefir séð
marga náunga líka mér. Ég er viss um það, að þeir geta
ekki hafa ver.ið eins slæmir og ég. Hvað um það, ég er fús
að fara að ráðum þínum. Ef þú aðeins getur hjálpað mér,
hjálpað mér að brjóta þessar syndsamlegu venjur mínar,
þá skal ég gera hvað sem þú segir. Ég veit, að ég verð að
sigra þennan iila anda fýsnanna, koma taugum mínum í
lag og geta litið beint framan í hvern sem er. Þetta verð
ég að gera, eigi ég að geta haldið viti.“
Hann varp öndinni djúpt af innri fróun og blátt áfram
fleygði sér aftur á bak í stólinn.
„Þakka þér, vinur, fyrir hreinskilni þína og traust til
mín,“ sagði ég. „Það gleður mig líka, að þú komst hér.
Ég sagði þér, að ég mundi hjálpa þér, ef ég gæti. Ég er
viss um, að ég get það. Ég er prestur, eins og þú veizt.
Leyfðu mér að bæta við nokkrum orðum. Ég er ánægður
yfir því, að ég er kristinn maður. Ég segi það vegna þess,
að sumt fólk segir, að margir prestar séu það ekki. Getur
verið, að það hafi rétt fyrir sér. Ég veit ég hefi hrasað
nokkuð mikið, brugðizt Drottni minum alloft. En ég hefi
flýtt mér til hans og látið í ljós eftirsjá og beðið um kraft
til að gera betur í framtíðinni. Þú skilur ég er nógu skyn-
samur til að vita, að yrði fleira fólk kristið, yrði það betra
fyrir það sjálft og þennan gamla heim. Þetta er ekkert
nema almenn dagleg skynsemi. Vinur minn, líttu aldrei á
kristindóminn sem eitthvað aðeins bundið kirkjunni, svo
sem guðsþjónustur með biblíulestri og sálmasöng. Því
miður líta margir þannig á, að hann sé þetta og ekkert
annað. Þeim hættir til að loka Jesúm Krist inni í kirkjunni
eftir guðsþjónustu á sunnudögum og skilja hann þar eftir
til næsta sunnudags. Það er ekki rétta leiðin. Kristindómur
Krists er jákvæður, öruggur, andlegur kraftur fyrir hug-
ann og siðferðið, sem færa má sér í nyt í einkalífi, þjóð-
lífi og samskiptum þjóða á milli. Hann er hjá okkur nú í
dag sem gagnlegt, öruggt lyf við öllum sjúkdómum, sem
plága okkur og herja. Ef fólk vildi alls staðar vinna það
heit, að komast að raun um vilja Krists og fylgja honum á
hverju sviði lífs síns, þá mundi verða sannarlega stjórnar-
bylting, sem almenningi yrði til heilla. Getur þú skil.ið
þetta?“
Félagi minn horfði á mig með miklum áhuga og kinkaði
hægt kolli.
„Við skulum taka þig til dæmis,“ hélt ég áfram. „Ég
gæti fylgt þér til sálfræðings, læknis eða fátækrafulltrúa.
En í einlægni sagt, þá held ég ekki, að þessir heiðursmenn
mundu lækna þig af því, sem núna gengur að þér. Ég er
sannfærður um, að hjá þér, eins og hjá aragrúa annarra,
liggja miklir erfiðleikar þínir á andlega sviðinu. Þú þarfn-
ast algerðrar innri hreingerningar. Eftir það, að hugur
þinn er orðinn fullur af göfugum hugsunum, eftir það, að
þú ert orðinn fús til að láta Krist ráða hjá þér i lífinu, er
ég eins viss um það og ég sit hér, að gerbreyting verður á
líferni þínu og ástandi, sem verður örugg og fögur að
skoða. Við þessa föstu staðhæfingu stend ég.“
„Ég held það sé eitthvað til í þessu, sem þú segir,“ mælti
hann blátt áfram.
Við báðum saman, og ég gerði ráð fyrir því, að hann
kæmi aftur til mín í næstu viku. Aður en hann fór, bað
ég hann að lofa mér því og leggja þar við drengskap sinn
að hann skyldi enga kynlífs athöfn fremja, hvorki með
körlum né konum, að hann skyldi engar ósiðlegar skáld-
sögur lesa né sækja nokkurn nætur skemmtistað. Hann
hét því alvarlega, að ekkert af þessu skyldi hann gera.
Á tilteknum degi kom hann aftur. Hvað ég varð glaður
að sjá, að nú voru horfnir þunglyndisfjötrarnir, sem um-
vöfðu hann áður. Það var nýr léttleiki í spori, ný birta í
augum, einhver roði í kinnum hans. Ég fann, að í hjarta
hans var tekinn að loga eldur nýs trausts. Hann tók fast
í hönd mér.
„Mér hef.ir tekizt það,“ mælti hann léttur í máli. „Heil
vika án lostagirndar af nokkru tagi. Og mér líður líka
betur.“ ....
Opinber játning, er sagt, gerir sálinni gott. „Játið hver
fyrir öðrum syndir yðar,“ ráðleggur ritningin oss. Heil-
næmari leið er ekki til, svo framarlega sem þeir, er að játn-
ingunni standa, eru einlægir og hreinskilnir, og þrá hvors
annars algera velferð. Vinur minn, sem James hét, greip
hvert tækifæri, þegar hann sat hjá mér í lesstofu minni,
til að rýma burt úr huga sér og hreinsa hann af djúpstæða
eitrinu, sem hann hafð.i oflengi sogið í sig. Þetta gerði
hann með því að opna allar leiðir inn í innra líf sitt og
með einarðri, fullri viðurkenn.ingu á viðbjóðslegum, höt-
uðum syndum sínum. Afleiðing þessa varð sú, að honum
létti mjög mikið, og er vikurnar liðu, fór heilsa hans greini-
lega og sjáanlega batnandi.
í hvert skipti, er v.ið ræddum saman, talaði ég um það
við hann, hve skynsamlegt og knýjandi nauðsynlegt það
væri, að Kristur fengi að stjórna lífi hans. Hröðum skref-
um náði hann aftur glötuðum manndómi, og áhugi hans á
trúarlegum samtölum okkar fór vaxandi.
„James,“ sagði ég við hann kvöld nokkurt, „Guð er ekki
ánægður með að leyfa týndum syni eins og þér að halda
áfram að dvelja í fjarlæga landinu. Ég held þú skiljir, hvað
ég á við. Hvers vegna snýr þú ekki aftur heim til hans?
Hvers vegna viðurkennir þú ekki, að Jesús sé meira en
læknir heimsins, heldur einnig frelsari handa öllum. Frels-
ari þinn og minn. Þetta er stærsti sannleikurinn, sem við
öll stöndum andspænis við. Ég er viss um, að þú þekkir
sögu hans og starf. Hann kemur til að snúa lífi mannsins
á braut hins góða. Hann getur breytt glæpamanni í heilag-
an mann. Hann getur tekið rangsnúið manneðli eins og