Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 60

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 60
60 NORÐURLJÓSIÐ þitt er og skapað úr því framúrskarandi fegurð og heiður. Hví þá ekki að láta hann taka við stjórninni?“ Eg er viss um, að verk náðar Guðs hélt daglega áfram í hjarta hans. A föstudagskvöldum hélt ég guðræknistund heima hjá mér. Um tylft manna tróð sér þar inn. James fór að vera með. Er ég leit á hann, meðan stóð á samkom- unni, skynjaði ég, að hann var undir miklum áhrifum frá þeim, sem töluðu, og vitnisburði þeirra. Þeir reyndu ekki að troða Guði upp á þá, sem viðstaddir voru. Látlaust og rólega sögðu þeir frá, hvað Kristur hefði orðið þeim, frá róttæku breytingunni, sem orðið hafði á líferni þeirra, síðan þeir hétu honum hollustu. James lét sig sjaldan vanta á þessa fundi eftir þetta. Fáeinar vikur liðu. Eitt minnisstætt kvöld á samkom- unni var maður að tala, sem átti spillta fortíð. Hann sagði okkur, að lífið hefði öðlazt nýtt gildi, vegna þess að hann hafði alveg gefið sig Kristi. Innihald lífsins var nýtt, markmið þess og tilgangur. Hann hafði öðlazt frið og gleði með því að trúa, fylgja og þjóna nýjum og elskuðum Meistara sínum. Við biðum fáein andartök eftir því, að annar tæki til máls. James reis hægt á fætur, andlit hans var stíft af tilfinningu. Hann ræskti sig og dró djúpt and- ann. Vitnisburður hans var stuttur, rafmagnaður af opin- berun og einlægni. Hjarta hans sló í boðskap hans, sem hann gaf sig á vald. Þetta var sem streymandi vorleysing viðkvæmrar sálar, sem sakfelldi sjálfa sig. Hlífðarlaust strýkti hann sjálfan sig fyrir vitvana heimsku sína. Þar voru engar sjálfsafsakanir eða hálfgerðar felur. Hreinskiln- islega, mjúklega, viðurkenndi hann sínar mörgu syndir á liðnum árum, hugarkvalir og líkamskvalir, hugsanir sín- ar um sjálfsmorð og heimsókn sína til mín. „Ég lít yfir þá leið, sem ég er kominn,“ lauk hann máli sínu, „og það hryggir mig að segja ykkur, að um mjög langan tíma hefi ég verið viljugur þræll djöfulsins. Nú ætla ég að vera ákafur þjónn Guðs. Mig langar til að læra af honum. Þegar ég hefi nú, vinir mínir, sagt ykkur mikið um sjálfan mig, gerið svo vel að vera svo góðir að biðja fyrir mér. Frá þessu kvöldi geng ég fram til að þjóna Guði, unz jarðlífsferð mín endar!“ Þetta var hrærandi vitnisburður, sem fyllti sálir áheyr- enda hans með lotningu og þakklæti. Tilfinningar báru svo ofurliði þá, sem viðstaddir voru, að enginn sagði orð. Við fundum allir, að við höfðum komið í hinn æðsta him- in. Indæl, gagntakandi tilfinning um frið, heilagleik, hvíld og sælu bjó sér stað djúpt í hverju hjarta. Frá þeim tíma varð vinur minn, James, siðferðislegur og andlegur risi. Guð var sá, sem kom samræmi í líf hans. Hann sýndi daglega sjálfur í hugsunum, orðum og athöfn- um, að hann var á valdi Guðs. Fýsnalífernið gamla féll af honum eins og laus flík. Honum varð jafneðlilegt að tala um nýja trú sína á Krist eins og manni er að tala um tóm- stundaiðju sína. Allt, sem hann snerti við: starf, lestur, vinnufélagar, ritstörf — allt var nú samtengt nálægð Guðs í daglegu lífi hans. Kvöld nokkurt kom hann óvænt heim til mín. Hann kom með þunga ferðatösku. „Ég varð að koma.“ sagði hann brosandi. „Ég hefi komið með gamlar vörur djöfulsins með mér. Þar sem ég bý í leiguíbúð, gat ég ekki brennt þær í miðstöðinni. Mætti ég gera bál úr þeim hérna neðst í garðinum?“ Þar tæmdi hann töskuna í stóra hrúgu af g.innandi, amerískum og enskum kyn-tímaritum, ósiðlegum bókum og nektarmynd- um af körlum og konum. „Sjáðu,“ sagði hann, „daglegan eiturmat minn í mörg ár. Ég nærði huga minn, heila og sál á þessum óheilnæmu skólpræsa ritum. Furðar þig á, að ég varð að kynsjúku, mannlegu dýri, missti nærri því vitsmuni mína og hugsaði um að fyrirfara mér?“ Ég hellti dálitlu af steinolíu yfir þessa hrúgu af saurugu prentuðu máli. Það varð senn að rauðglóandi ösku. Við gengum báðir að kvöldverði með þeirri ánægjutilfinning, að við hefðum gert okkar gagnlega góðverk þann daginn. Það, sem eftir var af tíma mínum á ameríska prestssetr- inu, varð James náinn trúnaðarmaður minn og vinur. A andliti hans speglaðist sv.ipur líkur Kristi. Innra ljós skein af því, og áhrifamikill göfugleikur streymdi út frá honum öllum. Ég vissi, að hann hafði öðlazt vígslu gegnumstungnu handanna. Eg athugaði hann stöðugt og fékk mikinn styrk frá krafti hins kristilega eðlisfars hans. Þakklátur var ég mér þess meðvitandi, að ég var í nánd við undursamlegt kraftaverk, kraftaverk, sem minn elskaði Drottinn hafði gert, kraftaverk með gerbreytt líf, sem birti Krist. Ekki var auðvelt að kveðjast. Innilega fólum við hvorn annan með bæn í öruggar föðurhendur Guðs. „Séra,“ sagði hann þýðum rómi og leit á mig, en andlit hans Ijómaði, „sjónum mínum er nú beint að æðri hlutum, en ekki lengur að hlutum, sem heyra sorpræsinu til. „Ég þekki nú styrkjandi merkingu orða Drottins: „Ég er upp- risan og lífið.“ Ég hefi verið reistur upp, það veizt þú. Drottinn minn og Guð minn!“ Meðan lestin þaut í áttina til New York, hugsaði ég mikið um þann söfnuð gæfusnauðra manna, sem ég mund,i senn ávarpa í Bowery trúboðinu fræga í New York. Margir þeirra mundu verða aumustu fýsnaþrælar, eins og minn kæri félagi, James, hafði verið. Mér var mjög í hug að segja þeim frá guðlega kraftinum, sem allra fyrst sigraði kynfýsnir hans og útþurrkaði þær kröftuglega og algerlega síðar. Ég ætlaði svo að sárbiðja þá, að leyfa mér að kynna þá Honum, sem gæti, ef þeir v.ildu leyfa honum að gera það, frelsað þá úr þrældómi fýsna holdsins og leitt þá inn í dýrðarfrelsi barna Guðs. (Endir). (Þýtt úr: „They Escaped from Hell“. Þýtt með leyfi út- gefanda: Arthur James Ltd., The Drift, Evesham, Worcs, England. Ofurlítið styt.t). II. „VILLIZT EKKI". Varla fer hjá því, að framanskráð saga verði til þess, að margs konar hugsanir vakni hjá þeim, sem lesa hana. Meðal þess, sem í hugann kemur, hlýtur að verða „Hvernig er ástatt hér á landi? Erum við í nokkurri hættu, að slík saga geti gerzt hér, að nektarmyndir og saurlífissögur geti gerspillt unglingum?“ Hver, sem kemur í flestar venjulegar bókabúðir, getur fljótt gengið úr skugga um það, að hér á landi er gefinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.