Norðurljósið - 01.01.1965, Side 61

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 61
N ORÐURLJ ÓSIÐ 61 út eigi allsmár hópur rita, sem virðast gefin út í þeim til- gang.i einum að fylla vasa útgefenda peningum, þótt efnið, sem þau flytja, sé ekki hæft sem svínafóður, hvað þá sem hugarfóður manna. En auk alls þessa, sem hér er gefið út er mikið flutt inn. „Ég hefi nýlega sent vestur um haf 400.000 kr. fyrir amerísk saurlífisrit,“ sagði Davíð heitinn Stefánsson mér, að bóka-innflytjandi í Reykjavík hefði sagt við sig. „Villizt ekki! Guð lætur ekki að sér hæða; því að það, sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ Þannig rit- aði postuli Krists Galatamönnum. Páll ferðaðist um hinn heiðna heim sinnar samtíðar. Hann sá líferni fólksins og afleiðingarnar, sem það leiddi yfir þá, sem gáfu sig sið- spillingu og kynspillingu algerlega á vald. Voldug ríki hafa hrunið og hraustar þjóðir orðið dáðlausar, þegar kyn- spilling hefir gagntekið þær eins og risavaxið krabbamein, er sáir sér út um allan líkamann, unz hann veslast upp og deyr. Nokkru eftir það, að útgáfa sorprita — því að annað nafn verður þessum ritum naumast valið — hófst hér á landi, reis upp hreyfing meðal hugsandi fólks, er sá hve geigvænlega stefnir með þá æsku, sem gerir slík rit að les- efn.i sínu, jafnvel helzta lesefni sínu. Markmið þessarar hreyfingar var að bann yrði sett við útgáfu slíkra rita hér og sölu þeirra. Skyndilega lyppaðist þessi ágæta hreyfing niður, mér er sagt vegna mótspyrnu frá einhverjum „háum“ stað. Sannleiksgildi þess veit ég ekki, en víst er það, að ekkert varð úr þeirri baráttu, sem ég bjóst við, og sala þessara rita hélt og heldur áfram. Þegar svo var komið málum, fannst mér sjálfsagt, að íslenzk þjóðkirkja risi upp, og yrði þar í fararbroddi biskup og klerkastéttin, til að mótmæla því athæfi, að auragirnd örfárra manna fengi gerspillt íslenzkri æsku og þar með framtíð þjóðar vorrar. I lið með henn.i hefði átt að ganga íslenzk kennarastétt. Hverjum er fremur skylt að reyna að varðveita lífsgæfu og sálarheill manna, en einmitt þeim mönnum, sem valið hafa sér stöður fræðara og leiðtoga æskunnar? Eg ritaði grein í Norðurljósið og sendi hana sr. Jóhantii Hannessyni prófessor við Háskóla íslands. I grein þessari var svo að segja skorað á kirkjuna og b.iskup hennar að hefjast handa og hafast eitthvað að æsku landsins til varnar. Ég fékk aftur gott og fallegt bréf frá sr. Jóhanni, eins og var von og vísa þess mæta manns. Málið átti að athug- ast, mér skildist á prestastefnu næsta ár. Eigi að síður hefi ég ekki orðið var við, að nokkuð hafi gerzt, að nokkur skelegg barátta hafi byrjað. En viðurkennt skal það, að sr. Jóhann Hannesson hefir margar góðar og fræðandi greinir ritað um vandamál þau, sem nú steðja að börnum og æsku lands vors. En orð hans virðast lesin með lokuð- um augum og hlýtt á þau með heyrnarlausum eyrum. En þannig hlýddi Júda og Israel á orð spámanna Guðs, þegar þær voru fallnar undir dóm Guðs, svo að ekkert beið þeirra nema niðurrif og tortíming. Satt er það, að kirkjan er að stórauka starf sitt meðal barna og unglinga í frumæsku með sumarbúðum þeim, sem risnar eru og reisa skal. Þetta er gott sem það nær, en er líkt og að standa með litla vatnsslöngu í hendinni og dreifa vatni á blossandi mál í stóru timburhúsi, þegar þörfin er sú, að slökkviliðið allt sé kallað út með allar dælur til að berjast af alefli við eldinn. Það er var.ið milljónum á milljónir ofan í byggingar nýrra skóla og milljóna tugum eftir milljóna tugi í kostnað við skólahald. Þetta er gert í góðum og sjálfsögðum til- gangi að mejmta börn og æskulýð, manna hina komandi kynslóð. En svo er nokkrum ágjörnum aurasálum, sam- vizkulausum gagnvart velferð æskunnar bæði þessa heims og annars, leyft að hafa hana að féþúfu, kenna henni með myndum, ritum og kvikmyndum rammfalskt og rangsnúið mat á verðgildum lífsins. I amerísku blaði stóð smáklausa á þá leið, að í sömu götu standa tvær byggingar, skólinn og kvikmyndahúsið. Til annarrar er árlega varið stórfé til að manna æskuna. Svo er hinni leyft að rífa allt það niður, sem reynt er að gera, til þess að unglingurinn gangi rétta götu í lífinu. Hér á landi þykir sjálfsagt, að eftirlit sé haft með kvik- myndum. Hví nær það ekki til æsandi kynferðisrita og myndanna í þeim? Meðal vestrænna þjóða munum við íslendingar eiga það met, að 6 af hverjum 10 frumburðum mæðra eru fæddir utan hjónabands. Satt er það, að sumar af þessum mæðrum giftast síðan barnsfeðrum sínum, en því fer víðs fjarri, að ástandið sé viðunandi þrátt fyrir það. Það má ekki skerða prentfrelsið, segja menn. Það er skrýtin viðbára. Þegar maður girnist eignir náungans og stelur þeim, þykir sjálfsagt, að hann náist og hreppi dóm. Þegar einhver rænir mannorði annars manns og notar til þess meiðandi ummæli, þá hneykslast enginn á því, þótt höfðað sé meiðyrðamál. Ef hafðar eru á boðstólum vörur, sem hættulegar teljast heilsu manna, er farið af stað í her- ferð á móti notkun þeirra. Þegar var á boðstólum lyf, sem margar þungaðar konur neyttu með þeim afleiðingum, að börn þeirra fæddust vansköpuð, þótti sjálfsagt að stöðva þegar sölu þess, framleiðendum og seljendum til fjárhags- legs tjóns, auðvitað. En þegar eru á boðstólum æsirit og æsimyndir, sem kveikja girndir æskufólks og hleypa þeim í loga, svo að það bíður tjón á siðferði sínu, eins og t. d. James í sögunni hér á undan, þá má ekkert aðhafast til að skerða ekki frelsið!! Hvernig mun Guð dæma slíka kyn- slóð, sem hagar sér þannig? Við sjáum af sögunni um hann James, að Drottiún Jesús er fullnægur frelsari til að frelsa menn, bæði karla og konur, sem beðið hafa skipbrot á siðferði sínu. Hins vegar eru ekki á hverju strái menn, sem bera megi saman við hann Frank Jennings. Og þrátt fyrir það, að hann og margir hans líkar víða um lönd, hafa bjargað fjölda fólks, þá eru hinir miklu fleiri, sem enga björgun fá, en sökkva í djúpið, glataðir og gleymdir. Menn geta gleymt syndum sínum, en Guð gleymir þeim ekki. Sá tími kemur, að þær verða dregnar fram í dags- ljósið, nema þær hafi verið fyrirgefnar af Guði vegna verðleika Drottins Jesú, hreinsaðar af sál og samvizku fyrir hans úthellta blóð.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.