Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 62
62
N ORÐURLJ ÓSIÐ
Skyldi einhver lesa þessar línur, sem beðið hefur skip-
brot með svipuðum hætti og hann James, þá viti sá hinn
sami, að Drottinn Jesús er fullnægur frelsari handa hon-
um, ef hann v.ill snúa frá syndum sínum og gefur sig alger-
lega Kristi til að lifa honum einum, þjóna honum, en ekki
syndinni í nokkurri mynd. S. G. J.
--------x-------—
Molar frá borði Meistarans.
(Greinir handa lœrisveinum Krists.)
Hljóða stundin.
Eftir Alfred P. Gibbs.
1. Mikilvægi hljóðrar stundar.
Hver er sú lífsregla, sem trúað fólk ætti allt að temja
sér ævilangt? Hún er sú: að eiga hljóða stund í einrúmi
með Guði. Sú stund sé fyrst af öllu á morgnana og síðust
af öllu á kvöldin, á hverjum degi.
Ofarinn vegur bíður þín á hverjum nýjum degi. Aður
en þú stígur fæti á hann, þá átt þú að taka þér tíma til að
hlusta á, hvað himneskur fað.ir þinn hefir að segja þér í
ritningunni, og einnig að tala við hann í bæn. Þú gerir
aftur hið sama, þegar dagurinn er að enda, og þú ætlar að
leggjast til hvíldar.
Hví þurfum við slíka hljóða stund? Af því að við erum
alveg háð Drottni, honum háð um vizku, leiðbeining, bless-
un og tímanlegar nauðsynjar. Hinn trúaði verður andlega
styrktur, þegar hann hefir slíka stund með Guði, og búinn
undir að mæta erfiðleikum, freistingum og reynslustund-
um á pílagrímsferð sinni. Jes. 40. 29.—31.
Hver getur byrjað daginn vel, gengið vel yfir daginn
og endað hann vel? Sá einn, sem gefur sér tíma til hljóðrar
stundar með Drottni.
Hvað á þessi stund að vera þér? Stund, sem þú ákveður
að taka þér tíma til að hafa, stund, sem þú varðveitir vel
og samvizkusamlega handa Guði. Ekkert á að koma í veg
fyrir hana, því að glatist hún, getur ekkert annað bætt það
tjón, sem hinn trúaði bíður við það. Satan, heimurinn og
holdið sameinast um: að ýta henni burt úr dagskrá okkar
með þessari afsökun: „Enginn tími afgangs." Hvað eigum
við þá að gera? Taka okkur tíma til að framkvœma hana
•og varðveita, ef Kristur á að telja vitnisburð okkar og
skaplyndi nokkurs virði. Moody sagði: „Hafir þú ekki
tíma til að biðja og rannsaka Orðið, hefir þú meira að
gera en Guð ætlaði þér.“ Samma, einn af köppum Davíðs,
nam staðar í spildunni miðri, er aðrir hörfuðu undan, náði
henni og vann sigur á Filistum. Við skulum líka nema
staðar, verja þessa hljóðu stund af alefli og láta eigi óvin-
inn ræna henni frá okkur. 2 Sam. 23. 11., 12.
Sá sorgarleikur hefði aldrei gerzt, að þúsundir manna,
umhverfis okkur, biðu skipbrot og glötuðu vitnisburði
sínum, ef Guð væri fyrstur í lífinu hjá öllu trúuðu fólki
og „hljóða stundin“ heiðarlega varðveitt. Afleiðingar þess,
að hljóða stundin var vanrækt, urðu þær, að fólkið varð
kærulaust í framkomu sinni, afskiptalaust um ábyrgð sína
og missti mótstöðukraftinn til að standa gegn freistingum
og syndsamlegum girndum. Af því spratt svo óhamingjan,
sem rændi gleði þess í Drottni og gerði það gagnslaust til
þjónustu hans.
Við erum öll að eðlisfari óstöðug og þurfum kraft, —
óttafull og þörfnumst djörfungar, — fávís og þurfum
vizku, — villugjarnt og þörfnumst leiðbeiningar, — synd-
ug og þurfum endurnýjun. Þar, sem „hljóða stundin“ er,
þar veitist okkur kraftur, djörfung, vizka, leiðbeining og
endurnýjun.
Við skulum segja með Habakúk: „Eg ætla að nema
staðar á varðbergi mínu og ganga út á virkisvegginn og
skyggnast um til þess að sjá, hvað hann talar við mig og
hverju hann svarar umkvartan minni.“ Hab. 2. 1. Við
skulum líka varðveita þessa „hljóðu stund“ og helga hana
Drottni, hvað sem það kostar.
2. „Hljóða stundin" þart undirbúning.
Aðalreglur þær, sem gilda fyrir hljóðu stundina, gilda
jafnt kvölds og morgna, nema þær, sem alveg eiga við
morguninn.
I fyrsta lagi: Veldu henni þann tíma, sem er beztur,
mismunandi eftir því, hvernig eru kringumstæður. Sjáðu
um, að þú hafir nægan tíma til að klæða þig, nógan tíma
til að borða og fara að heiman, svo að þú mætir á réttum
tíma til vinnu eða í skólanum. Mundu eftir því, er þú kýst
þér þennan tíma, að helga Drottni bezta hluta dagsins.
í öðru lagi: Farðu nógu snemma á fætur, svo að þú
hafir nægan tíma til að hafa hljóða stund. Það finnst ekki
öllum auðvelt, eigi þeir að fara snemma á fætur. Til þess
getur þurft sterka ákvörðun og sjálfsaga. Það munar
miklu, hve auðveldara er að liggja í rúminu og hugsa um
að fara á fætur heldur en henda sænginni af sér og fara
á fœtur. Einn ástundunarsamur, trúaður maður var spurð-
ur, hvort hann bæði Drottin að hjálpa sér að fara á fæt-
ur og eiga hljóða stund á morgnana. „Þess þarf ekki, —
ég fer á fætur í staðinn.“
Það, að fara snemma á fætur, er mjög háð því, hvenær
háttað er á kvöldin. Biblían segir: „Það er til ónýtis fyrir
yður, þér, sem snemma rísið og gangið seint til hvíldar.“
Sálm. 127. 2. Háttaðu á venjulegum háttatíma. Fótaferð á
vissum tíma verður fljótt að vana. Hún veitir hinum trú-
aða ríkulegt endurgjald, andlegar blessanir. Gott er að
nota vekjaraklukku, ef með þarf.
I þriðja lagi: Þvoðu þér og farðu í f'ótin þegar í stað.
Þetta vekur þig til fulls. Þá verður þú ekki hálfsofandi,
meðan hljóða stundin er. Þetta er fjarska mikilvægt. Þú
þarft að vera vel fyrirkallaður, bæði andlega og líkam-
lega, svo að þessari stund verði ekki rænt frá Guði og
þér, af því að svefndrungi hamlar þér frá að beita hugan-
um.
3. Sjólf hljóða stundin.
Fyrst er sú ákvörðun, er trúaður maður verður sjálfur
að taka, hvað hljóða stundin hans á að vera löng. Við
getum hugsað okkur, að hún taki 15 mínútur. Hún gæti
verið miklu lengri, en alls ekki styttri. Við hugsum okkur,
að hún eigi að taka 15 mínútur. Sá tími er grundvöllur að