Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 66

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 66
66 NORÐURLJÓSIÐ Þá kom síðasta bréfið. Hún sagði mér, að hún væri að flytja með fjölskyldu sinni í annað ríki. „Eg mun ekki skrifa yður oftar,“ sagði hún, „en munið, að ég mun hlusta á hverjum degi. Eg lifi aðeins fyrir útvarpsþættina yðar, þó að ég hafi aldrei séð yður. Ef ég aðeins hefði þorað að koma á samkomu.“ Þá bætti hún spurningu við, sem tilefni gaf til þessa kafla: „Hefir nokkur verið sannarlega frelsaður frá eit- urlyfjanautn á samkomum yðar?“ Sem svar við spurningu hennar set ég hér söguna af Rósu alveg eins og hún gerðist í veruleikanum. Hið eina, sem ekki er staðreyndum samkvæmt, er nafnið hennar. Það var kraftaverkaguðsþjónusta síðdegis einn föstu- dag. Skyndilega varð ég vör við, að ung stúlka var að koma aftast úr áheyrendasalnum. Hún gekk fyrst hægt, en er hún hafði gengið ákveðinn spöl, nærri hljóp hún. Þar sem ég bjóst ekki við þessu, stóð ég og horfði á ungu stúlkuna og velti fyrir mér, hvað hún ætlaði að gera og hver væri orsök þess. Þegar hún kom að framþrepunum, sem liggja upp á ræðupallinn, þá í stað þess að ganga upp þau, féll hún á kné og virtist ekki vita af öðrum í áheyrendasalnum; hún vissi ekki heldur af nálægð minni. Hún huldi andlit- ið í höndum sér og fór að snökta, unz allur líkami henn- ar skalf af geðshræringu. Tárin runnu niður hvarma henn- ar og hrundu á þrepin fyrir framan hana. Meðan ég lifi, gleymi ég aldrei þessari sjón, því að hafi ég nokkru sinni séð iðrandi sál, hafi ég nokkru sinni verið vottur að virki- legri einlægni, hafi ég nokkru sinni séð örvœntingu, þá var það á þessari stundu. Ég gekk hægt þangað, sem hún kraup, og við krupum saman. A því andartaki fann ég, að sérhvert orð, sem ég kynni að segja, væri óþarft, því að hún hafði þegar náð sambandi við Guð. Með viðkvæmni lagði ég arminn yfir herðar hennar og sagði hljóðlega: „Hvað langar þig til, að Jesús geri fyrir þig?“ Spurningu minni var svarað með aðeins einu orði: „Eitur!“ Annað sagði hún ekki. Hvorug okkar vissi af því, að nokkurir aðrir væru ná- lægir okkur, og á þessu andartaki var Jesús sjálfur orð- inn svo raunverulegur, eins og við þyrftum aðeins að rétta fram höndina og snerta hann. Þá sagði ég blíðlega við hana: „Við vitum báðar, að Jesús getur gert allt.“ Hún svaraði: „Þess vegna er ég hér.“ Ég sagði við hana: „Ég skal biðja einfaldrar bænar, og þú tekur hana upp eftir mér, og þegar þú biður þessi orð, láttu þau vera hjartans meiningu þína.“ „Kæri Jesús, ég játa, að ég er syndari,“ og hún endur- tók orðin eftir mér. „Ég varpa mér alveg upp á miskunn þína, — gerðu svo vel að hjálpa mér! Ég gef þér sjálfa mig algerlega. Taktu í burtu þessa löngun í eitur, taktu hana burt með sjálfum rótum hennar.“ Hún endurtók hverja setningu greinilega og með þeirri uppgjöf fyrir Guði, sem ekki varð misskilin. Um það bil er hún mælti síðustu orð þessarar einföldu bænar, var hún hætt að gráta; það var ekkert meira snökt, engin meiri geðshræring, athöfninni var lokið, og við báðar vissum það. Þetta var alveg allt það, sem einhver nálægur hefði getað séð eða heyrt. En athöfn hafði gerzt, sem himinninn allur var vottur að, og ég trúi, að englarnir sjálfir hafi séð það, sem gerðist, því að hin stærsta athöfn, sem mannleg vera getur nokkru sinni reynt, hafði gerzt. Einmitt það, sem Jesús dó til að gæti gerzt, hafði farið fram í líkama þess- arar ungu stúlku. Hún hafði verið leyst, ekki aðeins frá syndinni sjálfri, heldur einnig frá sjálfu iioW/' syndarinnar. Ég er alveg viss um, að þetta allt tók ekki meira en fimm mínútur, og með svarta augnaháralitinn smurðan á and- litið stóð hún og leit út eins og engill. Skyndilega og ósjálf- rátt hló ég og sagði: „Þú lítur út eins og allt önnur mann- eskja.“ Og jafn ósjálfrátt svaraði hún: „Ég er allt önnur manneskj a! “ Með fullvissu, með trausti, með þekkingu á fyrirgefn- ingu syndanna og með fullum skilningi á lausn liennar stóð ég upp og horfði á hana, þegar hún gekk aftur fram ganginn og upp til sætis síns á loftsvölunum, en þaðan hafði hún komið. Við héldum áfram með kraftaverka samkomuna. Lítið vissi ég um söguna, sem var á bak við þessa undursamlegu reynslu; lítið vissi ég um það, að þarna á þessari stundu hafði kropið niður ung stúlka, sem verið hafði í öllum sjúkrahúsum í Pittsburgh nema einu. Hún hafði auk þess verið nokkrum sinnum í hverju sjúkrahúsi. Einnig hafði hún verið lögð í Mayview ríkissjúkrahúsið nálægt Pitts- burgh, þar sem hún hafði verið til lækninga í nærr.i því ár. Árin tíu, sem hún var á valdi eiturlyfjanna, höfðu verið lifandi martröð. Hún vildi hætta, en hafði engan kraft til þess, jafnvel ekki með allri þeirri læknishjálp, sem hún fékk. I sérhvert skipti, sem hún fór í sjúkrahús, kom hún þar með fullum skilningi læknisins á eiturlyfjanautn henn- ar, og Guð veit, að læknarnir gerðu allt, sem mönnum er mögulegt, til að standa með henni og hjálpa henni. Þetta byrjaði allt svo sakleysislega. Hún fékk kvef, sem vildi ekki batna. Vinstúlka hennar, sem hafði heyrt hana hósta, sagði: „Ég hef eitthvað, sem stöðva mun undir eins í þér hóstann.“ Hún rétti henni Iítið glas með lyfi. Þetta var upphafið. Þetta „eitthvað" var þrungið af deyfilyfi. Það bætti hóstann og sefaði taugarnar, svo að hún fékk meira frá vinstúlku sinni. En þegar það var búið, fann Rósa, að hún var orðin blýföst á „önglinum.“ Næstu tíu árin var hún svo eituræta. Rósa var ung og ógift, en hún missti brátt ágæta stöðu, sem hún hafði, vegna „taugaveiklunar“ og óáreiðanleika. Framan af nautnartímanum reyndi hún að vinna, því að hún þarfnaðist peninganna til að kaupa eiturlyfin. En þótt hún fengi allmargar stöður, gat hún engri þeirra haldið, nema í fáeinar vikur. Loksins gafst hún upp á því að reyna að vinna, yfirgaf veruleikann algerlega og eyddi talsvert miklu af tíma sínum innilokuð í herbergi sínu. Hvort sem Rósa vann eða ekki, tókst henni samt alltaf einhvern veginn að ná í peninga, eins og allir eiturlyfja neytendur gera, fyrir lyfin. Og eins og allar eiturætur sveifst hún einskis til að ná í þá, krækti oft í peninga úr buddunni hennar frænku sinnar, meðan hún svaf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.