Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 68
68
NORÐURLJÓSIÐ
hafa liíið rækilega yfir staðreyndirnar, höfum vér neyðzt
til að svara: Nei.“
Þú sérð af þessu, Rjarni minn, að þessi mikli grasafræð-
ingur varð að neita, að þróun hefði átt sér stað.“
„Hvað heldur þú, Arni, að þetta sé að marka, þó að
einn maður segi eitthvað svona? Hann hlýtur að hafa
verið eitthvað sérvitur.“
„Sérvizka hans hefir þá verið sú, að hann viðurkenndi
staðreyndir og þorði að kannast við sannfæring sína,“
svaraði Árni, „en hann er eða var ekki einn um þetta.
Fremsti dýrafræðingur Þýzkalands á fyrrihluta þessarar
aldar, Albert Fleischmann, komst að sömu niðurstöðu.
Sömuleiðis Douglas Dewar, brezkur náttúrufræðingur.
Bæði Þjóðverjinn og Bretinn trúðu eins fast á þróun og
þú, en staðreyndirnar neyddu þá til að falla frá þróunar-
trú sinni.“
„Þetta hafa sjálfsagt verið einhverjir sérvitringar Iíka,“
sagði Bjarni. „Það eru svo ákaflega margir, sem trúa því
ekki, að Guð hafi skapað allt.“
„Það eru líka margir, sem trúa því. Núna nýlega hefir
verið stofnað félag í Bandaríkjunum, sem nefnist „Sköp-
unar rannsóknar félagið.” (Creation Research Society).
Stofnendur þesss eða félagsmenn skipta hundruðum, og
þeir eru allir doktorar, hver í sinni fræðigrein. Markmið
þeirra er að sýna fram á, að sköpun hafi átt sér stað.“
„Eg er nú hræddur um, að þeim gangi það illa.“
„Ekki er það nú víst, Bjarni. Það er svo margt í nátt-
úrunni, sem hlýtur að hafa verið skapað. Sumt af því er
talið upp í bók, sem heitir: „Hvers vegna vér trúum á
SKÖPUN, ekki á þróun.“ (Why We Belive in CREATION
not in Evolution.“)
„Það gæti verið fróðlegt að sjá þá bók,“ sagði Bjarni.
„Því miður er hún ekki til á íslenzku,“ svaraði Árni,
„en v.inur minn sýndi mér hana um daginn, og enskan í
henni er víst nokkuð þung fyrir okkur.“
„Við klórum okkur einhvern veginn fram úr henni.
Fáðu bókina lánaða.“
„Það skal ég gera með ánægju,“ svaraði Árni.
Þegar þeir vinirnir hittast aftur, er Árni kominn með
bókina: „Hvers vegna vér trúum á SKÖPUN, ekki á þró-
un.“ Þetta er nokkuð þykk bók, 348 blaðsíður. Þeir líta
fyrst á Contents — yfirlit efnisins — og velja sér 9. kafl-
ann, sem er um fuglana. Hann er ekki á mjög erfiðu máli
að sjá.
Hér kemur svo sumt af því, sem þeir lesa þar:
FUGLAR: „FLJÚGANDI FURÐUVERK.“ —
Kröftugustu vottarnir um Guð og sköpunina.
Ef til vill, á öllu sviði náttúrunnar, eru engir kröftug-
ari vottar um guðlega sköpun en fuglarnir. Ástæðan er
þessi: Það er stærra bil á milli skriðdýra og fugla heldur
en á milli flestra annarra nálægra flokka í „þróunar-stig-
anum,“ — og nálega allir þeir, sem fylgja þróun, eru
sammála um, að „fuglarnir þroskuðust sennilega út af
einhvers konar skriðdýri, og að fjaðrirnar þroskuðust
sennilega úr hreistri.“
Hér er svo ágrip helztu röksemdanna gegn þróun, þeg-
ar skoðað er kraftaverkið með líkamsbyggingu fuglanna.
Muna verður, að þróunin á að hafa gerzt hægt og með
SMÁBREYTINGUM, unz ein tegund hafði breytzt í aðra.
Hvernig getur slík þróun valdið þeim róttæka mismun, sem
er á fuglum og skriðdýrum? Hvernig getur þróun skýrt
þá gerbreytingu, að hreistur verður að fjöðrum? Og einn-
ig skýrt þær mörgu og geysilegu breytingar, er verða um
leið á líkamsgerð þeirra?
Hér má geta þess, að mörg bein fuglanna eru hol innan,
og í sumum þeirra eru loftblöðrur, í viðbót við lungun.
í fuglunum eru þungir kjálkar og tennur (sem hefðu gert
fuglinn þungan að framan) alls ekki. I stað þeirra kemur
fóarnið, sem mylur sundur fæðuna. Fóarnið er aftar og
neðar í líkamanum en kjálkar og tennur. Er við höldum
áfram að ræða þetta, verður fleira sagt frá þessum róttæka
mismun á milli fugla annars vegar og skriðdýra og annarra
dýra hins vegar.
Ef þessi margvíslegi mismunur gerðist með smábreyt-
ingum, þá HLYTUR að vera einhvers staðar sönnun fyrir
breytingunum, meðan þær voru að gerast. Slík sönnun
fyrirfinnst ekki ....
Aðeins fullkomið líffæri kemur að gagni, svo sem væng-
ir, klær, nef, fjaðrir o. s. frv. Hálfþroskað líffæri ER LIF-
ANDI SKEPNU GERSAMLEGA GAGNSLAUST. „Hálf-
þroskuð“ líffæri finnast hvergi í náttúrunni. Þróunin er
aðeins til í hugum þeirra, sem trúa henni ....
Ekki eru tök á því, að þýða allan kaflann um fuglana og
birta hann hér í blaðinu, því að hann er 52 bls. Fáeinir
útdrættir verða að nægja.
EGG fugla eru ótrúlega margbrotin, þótt þau sýnist ein-
föld. I eggi er ofurlítið loftrúm, og loftið í því nægir
kjúkling í tvo daga. Um leið og loftið þrýtur, kippir ung-
inn til höfðinu. Hann virðist vera að heyja dauðastríðið,
en um leið og hann reynir að ná í loft, brýtur hann gat á
skurn eggsins og bjargar þannig lífi sínu. DAUÐASTRÍÐ.
SEM BREYTIST í FRELSI OG LÍF, ER VERK VITI
GÆDDRAR VERU, SEM RÆÐUR YFIR GEYSILEGU
HUGSUNARMAGNI OG FRAMKVÆMDUM.
Lærðu mennirnir, sem neita sköpun Guðs, munu að
líkindum segja, að þetta eins og allt annað, sem dýr og
fuglar gera, geri unginn af eðlishvöt. Af hverju kemur þá
eðlishvöt? Af því að forfeður þeirra hafa gert þetta á
undan þeim, er hið venjulega svar.
Gott og vel, þá hefir fyrsti unginn, sem var að deyja úr
loftleysi, hugsað upp þelta ráð! Eða hitt á það af tilviljun.
Síðan hafa afkvæmi hans átt þennan eiginleika! Væri
þetta svo, hvernig stendur á því, að krakkar þurfa að læra
að lesa, svo að eitthvað sé nefnt. Forfeður þeirra hafa lært
að lesa hver fram af öðrum í nokkrar aldir. Samt fæðast
börnin alveg þekkingarlaus. Skyldu hænsn vera svona miklu
greindari og minnugri en við mennirnir? Trúi því hver,
sem vill.
HREIÐUR sanna sérstaka sköpun. Sérhver tegund hefir
sína eigin hreiðurgerð. Aldrei þarf að kenna ungum fugl-
um að búa til hreiður, þegar þeir gera það í fyrsta sinn.
Fjórum ættliðum af Vefaraíuglinum var klakið út í
útungunarvél, svo að þeir sáu aldrei hreiður né efni í