Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 75

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 75
N ORÐURLJ ÓSIÐ 75 GLEÐIFRÉTTIR Eftir ritstjórann. AÐEINS HANDA SYNDUGU FÓUKI. Samtal „í þyfcju,stunni,“ eins og börnin segja, en slitur í því úr raunverulegum samtölum. L. — lesandi Norðurljósins. R. = ritstjórinn. L. Hvers vegna segir þú, að þessi grein sé aðeins handa syndugu íólki? Fólk hugsar ekki mikið um syndir sínar nú á dögum. Nú er hugsað um að skemmta sér og græða peninga. R. Eg kalla greinina þessu nafni, af því að ég hefi sannar- lega gleðifréttir handa syndugu fólki, þótt það sé að hugsa um að skemmta sér eða að græða peninga. Löngunin í skemmtanir sýnir, að fólk vantar eitthvað, einhvern innri fr.ið, og ákefðin í peninga sýnir, að fólk býst við, að það verði ánægt, ef það hefir nóga peninga. En ég hefi gleði- fréttir handa þeim, sem vantar innri frið og ánægju í líf- inu, og handa þeim, sem finna til synda sinna. Ert þú sjálfur fyllilega ánægður? Attu hjartafrið? L. Kemur þér það nokkuð við? Hver gefur þér heimild að koma með nærgöngular spurningar. R. Það er auðvitað rétt, að spurningum mínum má svara, eins og þú gerir, því að slíks eru dæmi. En mér kemur það einmitt við, af því að ég tel mig trúaðan, kristinn mann. Slíkum mönnum býður biblían, að þeir eigi að gera öll- um gott. Og er það ekki gott, að eiga frið í hjarta og ánægju í lífinu, sem flestir virðast vera að leita eftir? L. Ekki er hægt að bera á móti því, að margir eru að leita að hamingjunni eða þess, sem þú kallar frið og ánægju, og gengur misjafnlega vel að finna hana. R. Hefir þú aldrei hugsað um, hvernig stendur á þessu friðleysi eða óánægju, þessari hamingjuleit? L. Ekki get ég sagt, að ég liafi gert mikið að þvi. Ég er lítið gefinn fyrir grufl og heilabrot. R. Máttu vera að hlusta stutta stund, ef ég reyni að skýra það fyr.ir þér? Ég skal reyna að gera það þannig, að þú þurfir ekkert grufl eða heilabrot til að skilja mig. L. Jæja, reyndu það þá, en ég hefi litinn tíma, svo að þú mátt ekki vera langorður. R. Auðvitað þurfa allir að flýta sér, þú sem aðrir, og ég líka! Þú hefir heyrt um það, þegar brezki togarinn strandaði við Látrabjarg, eða ef til vill séð kvikmyndina, sem átti að sýna þann atburð. Þessi strandaði togari, og önnur strönduð skip, er eins konar mynd af heimi okkar mann- anna. Guð skapaði í öndverðu manninn og skapaði hann þannig, að hann gæti notið samfélags við Drottin Guð, skapara sinn. Þá var maðurinn sæll, hamingjusamur, ]eið vel. En svo óhlýðnaðist hann Guði. Hann syndgaði. Hann setti vilja sinn gegn vilja Guðs. Hann yfirgaf Guð. Hann varð eins og skip, sem fer af réttri siglingaleið og festir sig á skeri. Þá hætti manninum að líða vel. Honum hefir aldrei liðið reglulega vel síðan. Hann vantar eitthvað. Þetta, sem hann vantar, er Guð. L. Þú sagðir, að síðan maðurinn yfirgaf Guð, hefði honum aldrei liðið reglulega vel. Þessu er ég ekki sam- mála. Það er margt ánægjulegt í lífinu, t. d. dansinn. Þú dansar, er ekki svo? R. Nei, ég hefi aldrei dansað á ævi minni. L. Og þú reykir ekki? R. Það geri ég ekki. L. Og þá auðvitað neytir þú ekki áfengis? R. Það hefi ég aldrei gert. L. Það er auma lífið, sem þú lifir! Það er reglulega gaman að dansa, og það er eitthvað svo róandi að kveikja sér í sígarettu eða í pípu, og svo ættir þú bara að vita, hvað fólki líður vel, þegar það er orðið mátulega hífað. Þá þykir því nú gaman að njóta lífsins, lagsmaður! R. Þakka þér fyr.ir. En þetta minnir mig á eina konu, sem sagt er frá í nýja testamentinu. Hún var komin út að brunni til að sækja sér vatn. Þar mætti hún Kristi, og hann sagði við hana: „Hvern þann, sem drekkur af þessu vatni, mun aftur þyrsta, en hvern þann, sem drekkur af vatninu, sem ég mun gefa honum, mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Ég hefi komið til Krists og fengið þetta vatn hjá honum, sem hann talar um, þessa innri svölun, þessa full- næging hjartans. Þess vegna langar mig ekkert í þetta, sem þú nefndir. Þú ert síþyrstur. Þú sannar orð Krists. Þig þyrstir aftur og aftur í þetta, sem þú taldir upp, er ekki svo? En það veitir þér enga varanlega ánægju, heldur stundargaman. Er það ekki satt? L. Jæja, ég get ekki neitað því, sem þú segir, en lífið er nú einu sinni svona eða maðurinn þannig gerður. R. Nú langar mig til að spyrja þig nokkurra spurninga. Ferðu oft í kirkju eða á kristilegar samkomur? L. Ég fer sjaldan í kirkju og aldrei á samkomur annarra. Það er ekkert gaman að þessu. R. Lestu oft í biblíunni? L. Hana opna ég sjaldan eða aldrei. Það er leiðinleg bók. R. En þú biður þó til Guðs, er ekki svo? L. Það gerði ég eitthvað, þegar ég var krakki. En ég er löngu hættur því. R. Svör þín sýna mér, að þú ert einn af þeim, sem ekki lifa nálægt Guði. Ef þú ættir son eða dóttur, sem breytti eins gagnvart þér og þú breytir gagnvart Guði, þá værir þú ekki ánægður með það, ef þú elskaðir barnið þitt. Guð er kærleikur. Guð elskar þig. Guð er ekki ánægður með, að þú eyðir ævinni fjarri honum og án hans. En þú ert ekki einn um það, eins og þú veizt. Þetta er ástandið úti um allan heim, og hefir lengi ver,ið það. Þess vegna hefir Guð sent þann boðskap út í heiminn, að þú og allir menn aðrir eigi að breyta um stefnu, snúa sér til hans og breyta þannig, að Guð geti verið ánægður með þá. Það er langt frá því, að Guð sé ánægður með breytni mannanna. L. Þú ætlar þó ekki að segja, að Guð fari að hneykslast á því, þótt menn — ég og aðrir — geri sér stöku sinnum glaðan dag. Hann er ekki svo smámunasamur. R. Við skulum láta það liggja á milli hluta, í bili að minnsta kosti. En mig langar til að lesa hérna eina grein í nýja testamentinu. Hún er þannig: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Hvort sem þú, eða aðrir menn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.